Forræðishyggja í borginni Eyþór Laxdal Arnalds skrifar 29. ágúst 2019 09:00 Þeir sem hafa verið lengi við völd verða oft værukærir. Hlusta helst á viðhlæjendur. Telja sig ekki þurfa að hlusta á kjósendur og upplýsa þá sem minnst. Vilja frekar hafa vit fyrir fólki. Borgarstjóri hefur verið 17 ár í borgarstjórn. Það er langur tími. Það er kannski engin tilviljun að lítið samráð er haft þegar farið er í framkvæmdir. Hverfisgatan er því miður ekki einsdæmi um vinnubrögðin. Lítið er hlustað þegar skattar og gjöld íþyngja fólki og rekstraraðilum svo margir þurfa að hætta starfsemi. Í stað þess að bæta strætó er lögð áhersla á þrengingar til að þvinga fólk til að breyta um ferðamáta. Ég trúi frekar á að gefa fólki valkost. Bæta þjónustuna. Og svo er þrengt að náttúrunni. Búið er að skipuleggja atvinnustarfsemi í Elliðaárdalnum, þrátt fyrir mótmæli íbúanna. Fyrirhugað er í skipulagi að byggja blokkir efst í Laugardalnum. Og lítið bólar á orkuskiptum fyrir farþegaskipin sem menga hressilega.Skerða skólamatinn Nýjasta útspilið er svo að „minnka framboð dýraafurða verulega“ fyrir skólabörn, eins og oddviti VG orðaði það. Skerða þannig skólamatinn. Skyr, fiskur, ostur, kjöt og egg eru dýraafurðir. Af hverju í ósköpunum vill meirihlutinn í borgarstjórn þetta? Jú, það er til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þá þarf að flytja inn grænmeti og ávexti í staðinn með flugi og skipum. Væri ekki nær að líta sér nær? Bjóða börnunum hollan og fjölbreyttan mat í skólunum? Og ef við viljum í alvöru vera umhverfisvæn. Þá eigum við að auðvelda rafbílavæðingu. Minnka losun farþegaskipa. Hlífa grænu svæðunum í borginni. Og hætta að vera með borgarstjórabíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Svo eitthvað sé nefnt. Matur barna skiptir máli. Ég hefði frekar viljað sjá tillögur um að bæta skólamat frekar en að skerða hann. Hafa val. En svona getur langseta í borgarstjórn leitt hið ágætasta fólk út á forað forræðishyggjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Skóla - og menntamál Vegan Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa verið lengi við völd verða oft værukærir. Hlusta helst á viðhlæjendur. Telja sig ekki þurfa að hlusta á kjósendur og upplýsa þá sem minnst. Vilja frekar hafa vit fyrir fólki. Borgarstjóri hefur verið 17 ár í borgarstjórn. Það er langur tími. Það er kannski engin tilviljun að lítið samráð er haft þegar farið er í framkvæmdir. Hverfisgatan er því miður ekki einsdæmi um vinnubrögðin. Lítið er hlustað þegar skattar og gjöld íþyngja fólki og rekstraraðilum svo margir þurfa að hætta starfsemi. Í stað þess að bæta strætó er lögð áhersla á þrengingar til að þvinga fólk til að breyta um ferðamáta. Ég trúi frekar á að gefa fólki valkost. Bæta þjónustuna. Og svo er þrengt að náttúrunni. Búið er að skipuleggja atvinnustarfsemi í Elliðaárdalnum, þrátt fyrir mótmæli íbúanna. Fyrirhugað er í skipulagi að byggja blokkir efst í Laugardalnum. Og lítið bólar á orkuskiptum fyrir farþegaskipin sem menga hressilega.Skerða skólamatinn Nýjasta útspilið er svo að „minnka framboð dýraafurða verulega“ fyrir skólabörn, eins og oddviti VG orðaði það. Skerða þannig skólamatinn. Skyr, fiskur, ostur, kjöt og egg eru dýraafurðir. Af hverju í ósköpunum vill meirihlutinn í borgarstjórn þetta? Jú, það er til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þá þarf að flytja inn grænmeti og ávexti í staðinn með flugi og skipum. Væri ekki nær að líta sér nær? Bjóða börnunum hollan og fjölbreyttan mat í skólunum? Og ef við viljum í alvöru vera umhverfisvæn. Þá eigum við að auðvelda rafbílavæðingu. Minnka losun farþegaskipa. Hlífa grænu svæðunum í borginni. Og hætta að vera með borgarstjórabíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Svo eitthvað sé nefnt. Matur barna skiptir máli. Ég hefði frekar viljað sjá tillögur um að bæta skólamat frekar en að skerða hann. Hafa val. En svona getur langseta í borgarstjórn leitt hið ágætasta fólk út á forað forræðishyggjunnar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar