„Lausnin felst í að breyta ferðavenjum, númer eitt, tvö og þrjú“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 21:18 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. fréttablaðið/eyþór Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir það ömurlegt og óásættanlegt að fólk sitji fast í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Lausnin, númer eitt, tvö og þrjú, er að hennar sögn að breyta ferðavenjum. Hluti af því sé breytt leiðakerfi Strætó og Borgarlína, styttri vegalengdir og þéttari byggð auk þess sem tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar með rafmagnshjól hefur reynst vel. Sigurborg ræddi samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu í Reykjavík síðdegis í dag. Var hún spurð út í það hvort ekki væri til skoðunar hjá borginni að taka upp tæknivæddari umferðarljós til þess að stýra umferðinni betur. „Að sjálfsögðu erum við að skoða það. Það er í gangi núna samvinnuverkefni allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að snjallvæða umferðarljósin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er í vinnslu og ég reikna með að verði hluti af þeim samgöngupakka sem sveitarfélögin eru að semja við ríkið um. Að þá komist þetta í lag því það er alveg mjög góður punktur og það er alveg rétt að það er hægt að stýra flæðinu betur og við höfum ekki verið með bestu umferðarljósin hvað þetta varðar,“ sagði Sigurborg.Nýtt leiðakerfi Strætó kynnt í september Hún sagðist skilja það vel að fólk væri að kalla eftir lausnum núna strax þar sem það væri mjög pirrandi að vera fastur í umferð. Hún kvaðst sammála því að það þyrfti að gera hlutina hraðar þegar kæmi að samgöngubótum. Sigurborg sagði tvær mjög stórar aðgerðir í bígerð sem verða kynntar von bráðar, annars vegar fyrrnefndan samgöngupakka og hins vegar glænýtt leiðakerfi Strætó sem verður kynnt í september. „Þetta helst í hendur og mun vonandi hafa mikil áhrif á umferðina hjá okkur. Því það er alveg skýrt orsakasamhengi á milli þess að ef við viljum komast hraðar yfir þá verðum við að breyta ferðamátanum.“ Sigurborg var þá spurð hver ætti að taka það að sér að taka strætó þar sem fólkið í bílunum væri að velja sér þann ferðamáta. „Já, það er bara vegna þess að strætó er ekki raunhæfur kostur fyrir þau, það getur verið að það sé ástæðan.“Sveitarfélögin þurfa að sammælast um að hafa frítt í strætó fyrir framhaldsskólanema Fyrr í þættinum hafði verði rætt við Kristin Þorsteinsson, skólameistara Fjölbrautaskólans í Garðabæ og formann Skólameistarafélagsins, um hugmyndir þess efnis að láta framhaldsskólana byrja síðar til að létta á umferðinni. Sagði hann að það gæti orðið erfitt í útfærslu en lagði til að framhaldsskólanemar myndu frekar fá frítt í strætó. Sigurborg tók undir að það ætti að gera allt sem hægt væri til þess að fá skólakrakkana í strætó. „Það var reynt á sínum tíma að hafa frítt í strætó fyrir þennan hóp og það skilaði litlum árangri á sínum tíma. Þannig að það var hætt við það tilraunaverkefni en það er alveg kominn tími á að endurskoða það og í rauninni bara hvað er besta leiðin, hvernig getum við stutt við þetta?“ Til þess að hægt yrði að hafa frítt í strætó strax þyrftu hins vegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að vera sammála um þá leið enda kostaði það peninga að hafa frítt í strætó. Sveitarfélögin þyrftu að vera sammála um hvernig fjármununum væri best varið. Sigurborg var að lokum spurð hver lausnin væri, hvort hún væri að bíða eftir nýju leiðakerfi Strætó og Borgarlínu: „Lausnin felst í að breyta ferðavenjum, númer eitt, tvö og þrjú. Hluti af því er leiðakerfi Strætó og Borgarlína, hluti af því er að stytta vegalengdir, þétta byggðina, og að sjálfsögðu það sem hefur komið hvað sterkast út í rannsóknum það eru rafmagnshjólin. Reykjavíkurborg er búin að vera með tilraunaverkefni á rafmagnshjólum og það sem kemur í ljós er að þeir sem hafa fengið rafmagnshjól til afnota þeir nota það að meðaltali þrisvar til fjórum sinnum í viku til að fara í vinnuna og yfir 80 prósent voru að nota rafmagnshjólin í staðinn fyrir einkabílinn þannig að þarna er rosalegt sóknarfæri.“ Viðtalið við Sigurborgu má heyra í spilaranum hér fyrir ofan og viðtalið við Kristin í spilaranum hér fyrir neðan. Borgarlína Garðabær Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Strætó Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir það ömurlegt og óásættanlegt að fólk sitji fast í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Lausnin, númer eitt, tvö og þrjú, er að hennar sögn að breyta ferðavenjum. Hluti af því sé breytt leiðakerfi Strætó og Borgarlína, styttri vegalengdir og þéttari byggð auk þess sem tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar með rafmagnshjól hefur reynst vel. Sigurborg ræddi samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu í Reykjavík síðdegis í dag. Var hún spurð út í það hvort ekki væri til skoðunar hjá borginni að taka upp tæknivæddari umferðarljós til þess að stýra umferðinni betur. „Að sjálfsögðu erum við að skoða það. Það er í gangi núna samvinnuverkefni allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að snjallvæða umferðarljósin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er í vinnslu og ég reikna með að verði hluti af þeim samgöngupakka sem sveitarfélögin eru að semja við ríkið um. Að þá komist þetta í lag því það er alveg mjög góður punktur og það er alveg rétt að það er hægt að stýra flæðinu betur og við höfum ekki verið með bestu umferðarljósin hvað þetta varðar,“ sagði Sigurborg.Nýtt leiðakerfi Strætó kynnt í september Hún sagðist skilja það vel að fólk væri að kalla eftir lausnum núna strax þar sem það væri mjög pirrandi að vera fastur í umferð. Hún kvaðst sammála því að það þyrfti að gera hlutina hraðar þegar kæmi að samgöngubótum. Sigurborg sagði tvær mjög stórar aðgerðir í bígerð sem verða kynntar von bráðar, annars vegar fyrrnefndan samgöngupakka og hins vegar glænýtt leiðakerfi Strætó sem verður kynnt í september. „Þetta helst í hendur og mun vonandi hafa mikil áhrif á umferðina hjá okkur. Því það er alveg skýrt orsakasamhengi á milli þess að ef við viljum komast hraðar yfir þá verðum við að breyta ferðamátanum.“ Sigurborg var þá spurð hver ætti að taka það að sér að taka strætó þar sem fólkið í bílunum væri að velja sér þann ferðamáta. „Já, það er bara vegna þess að strætó er ekki raunhæfur kostur fyrir þau, það getur verið að það sé ástæðan.“Sveitarfélögin þurfa að sammælast um að hafa frítt í strætó fyrir framhaldsskólanema Fyrr í þættinum hafði verði rætt við Kristin Þorsteinsson, skólameistara Fjölbrautaskólans í Garðabæ og formann Skólameistarafélagsins, um hugmyndir þess efnis að láta framhaldsskólana byrja síðar til að létta á umferðinni. Sagði hann að það gæti orðið erfitt í útfærslu en lagði til að framhaldsskólanemar myndu frekar fá frítt í strætó. Sigurborg tók undir að það ætti að gera allt sem hægt væri til þess að fá skólakrakkana í strætó. „Það var reynt á sínum tíma að hafa frítt í strætó fyrir þennan hóp og það skilaði litlum árangri á sínum tíma. Þannig að það var hætt við það tilraunaverkefni en það er alveg kominn tími á að endurskoða það og í rauninni bara hvað er besta leiðin, hvernig getum við stutt við þetta?“ Til þess að hægt yrði að hafa frítt í strætó strax þyrftu hins vegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að vera sammála um þá leið enda kostaði það peninga að hafa frítt í strætó. Sveitarfélögin þyrftu að vera sammála um hvernig fjármununum væri best varið. Sigurborg var að lokum spurð hver lausnin væri, hvort hún væri að bíða eftir nýju leiðakerfi Strætó og Borgarlínu: „Lausnin felst í að breyta ferðavenjum, númer eitt, tvö og þrjú. Hluti af því er leiðakerfi Strætó og Borgarlína, hluti af því er að stytta vegalengdir, þétta byggðina, og að sjálfsögðu það sem hefur komið hvað sterkast út í rannsóknum það eru rafmagnshjólin. Reykjavíkurborg er búin að vera með tilraunaverkefni á rafmagnshjólum og það sem kemur í ljós er að þeir sem hafa fengið rafmagnshjól til afnota þeir nota það að meðaltali þrisvar til fjórum sinnum í viku til að fara í vinnuna og yfir 80 prósent voru að nota rafmagnshjólin í staðinn fyrir einkabílinn þannig að þarna er rosalegt sóknarfæri.“ Viðtalið við Sigurborgu má heyra í spilaranum hér fyrir ofan og viðtalið við Kristin í spilaranum hér fyrir neðan.
Borgarlína Garðabær Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Strætó Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira