Ljósmóðir dáist að Ronju en mælir ekki með athæfinu Gígja Hilmarsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. ágúst 2019 20:00 Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands Vísir Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir það gott að kona sé í svo góðum tengslum við líkama sinn að hún treysti sér til að fæða barn á eigin spýtur án inngripa heilbrigðisstarfsfólks. Hún mæli hins vegar ekki með því að konur séu einar eða aðeins með maka sínum í fæðingu. Ronja Mogensen myndlistakona eignaðist dóttur sína þann 24. júní síðastliðinn. Þau Klemens Hannigan, söngvari hljómsveitarinnar Hatari, voru ein á heimili þeirra við fæðinguna. Ronja tók þá ákvörðun að fæða barnið á eigin spýtur til að forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. Í viðtali við Fréttablaðið í morgun, sem birtist einnig á Vísi, fjallaði Ronja um reynslu sína af heimafæðingu eldri dóttur hennar og Klemens sem endaði með því að ljósmæður sendu hana á sjúkrahús. Í þetta sinn vildi hún hafa fullkomið vald yfir eigin aðstæðum og því tók hún þá ákvörðun að Klemens væri sá eini sem fengi að vera viðstaddur fæðinguna. Miður að fólk beri ekki traust til heilbrigðisstarfsfólks Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að henni þyki frábært að til séu svona sjálfstæðar konur sem trúa á eigin líkama og vilja gera þetta. Henni þyki hins vegar miður að fólk beri ekki það traust heilbrigðisstarfsfólks og vilji hafa fagmann viðstaddan. Í viðtali við Fréttablaðið sagði Ronja Mogensen fæðingu ekki vera læknisfræðilegan viðburð. „Þú þarft ekki að vita neitt til þess að fæða barn. Líkami þinn veit hvernig hann á að gera það, alveg eins og hann vissi hvernig hann átti að búa barnið til,“ segir Ronja. Áslaug segir þetta vera rétt hjá Ronju, hins vegar geti alltaf eitthvað komið upp. „Eðlileg fæðing hjá hraustri konu sem á eðlilega meðgöngu er bara náttúrulegur viðburður. Það er þess vegna mikilvægt að allar konur séu í meðgönguvernd svo hægt sé að greina hvort eitthvað sé að fara úrskeiðis í meðgöngunni. Það geta alltaf komið upp ófyrirséð tilvik og þess vegna vilja flestar konur, sem kjósa heimafæðingu, hafa fagmann viðstaddan, þó að fagmaðurinn eigi pínulítið að halda sér til hlés“ segir Áslaug. Annað par af höndum mikilvægt Hún bendir á að það sé líka ástæðan fyrir því að ljósmæður vilji ekki vera einar í heimafæðingum. „Það er mikilvægt að hafa annað par af höndum ef svo ólíklega vill til að eitthvað komið upp á,“ segir Áslaug. Áslaug bendir á að mikið af vandamálum sem eru fyrirséð greinast í meðgönguverndinni og því sé hún nauðsynleg. Hún segist dást að Ronju og þykir gott hjá henni að geta gert þetta og vera í svo góðum tengslum við eigin líkama. Ljósmæður geti þó ekki mælt með því að fæða ein eða aðeins með maka. „Þó maður reikni ekki með að neitt komi upp og reikni með að hún sé búin að vera í góðri meðgönguvernd og að allt sé gott, þá er alltaf eitthvað sem hugsanlega getur gerst. Því er gott að hafa fagmann innan seilingar,“ segir Áslaug. Þá bendir hún á að hægt sé að ræða við ljósmóðurina fyrir fæðinguna. Til dæmis um hvernig konan vilji hafa hana og jafnframt muni ljósmóðirin skýra það fyrir konunni að hún geti ekki lofað henni að hún þurfi ekki að fara á spítala enda geti ákveðin tilfelli komið upp. Allt sé uppi á borðinu þegar að fæðingunni kemur. Áslaug segist viss um að Klemens hefði að öllum líkindum tekið eftir því hefði eitthvað „meiriháttar“ komið upp. Ýmislegt sé þó þess eðlis að ekki sé auðvelt að taka eftir því hafi maður ekki þekkinguna. „Ég er ekki viss um að hann hefði getað metið til dæmis blæðingu. Það er mjög erfitt, ef maður er ekki fagmaður að hafa auga fyrir því hvað er eðlileg blæðing í fæðingu,“ segir Áslaug. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tók á móti eigin barni í baðkarinu heima Klemens Hannigan og Ronja Mogen sen eignuðust sína aðra dóttur í júní. Hún fæddist í baðkari á heimili fjölskyldunnar. Ronja segist hafa viljað forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. 10. ágúst 2019 07:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Sjá meira
Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir það gott að kona sé í svo góðum tengslum við líkama sinn að hún treysti sér til að fæða barn á eigin spýtur án inngripa heilbrigðisstarfsfólks. Hún mæli hins vegar ekki með því að konur séu einar eða aðeins með maka sínum í fæðingu. Ronja Mogensen myndlistakona eignaðist dóttur sína þann 24. júní síðastliðinn. Þau Klemens Hannigan, söngvari hljómsveitarinnar Hatari, voru ein á heimili þeirra við fæðinguna. Ronja tók þá ákvörðun að fæða barnið á eigin spýtur til að forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. Í viðtali við Fréttablaðið í morgun, sem birtist einnig á Vísi, fjallaði Ronja um reynslu sína af heimafæðingu eldri dóttur hennar og Klemens sem endaði með því að ljósmæður sendu hana á sjúkrahús. Í þetta sinn vildi hún hafa fullkomið vald yfir eigin aðstæðum og því tók hún þá ákvörðun að Klemens væri sá eini sem fengi að vera viðstaddur fæðinguna. Miður að fólk beri ekki traust til heilbrigðisstarfsfólks Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að henni þyki frábært að til séu svona sjálfstæðar konur sem trúa á eigin líkama og vilja gera þetta. Henni þyki hins vegar miður að fólk beri ekki það traust heilbrigðisstarfsfólks og vilji hafa fagmann viðstaddan. Í viðtali við Fréttablaðið sagði Ronja Mogensen fæðingu ekki vera læknisfræðilegan viðburð. „Þú þarft ekki að vita neitt til þess að fæða barn. Líkami þinn veit hvernig hann á að gera það, alveg eins og hann vissi hvernig hann átti að búa barnið til,“ segir Ronja. Áslaug segir þetta vera rétt hjá Ronju, hins vegar geti alltaf eitthvað komið upp. „Eðlileg fæðing hjá hraustri konu sem á eðlilega meðgöngu er bara náttúrulegur viðburður. Það er þess vegna mikilvægt að allar konur séu í meðgönguvernd svo hægt sé að greina hvort eitthvað sé að fara úrskeiðis í meðgöngunni. Það geta alltaf komið upp ófyrirséð tilvik og þess vegna vilja flestar konur, sem kjósa heimafæðingu, hafa fagmann viðstaddan, þó að fagmaðurinn eigi pínulítið að halda sér til hlés“ segir Áslaug. Annað par af höndum mikilvægt Hún bendir á að það sé líka ástæðan fyrir því að ljósmæður vilji ekki vera einar í heimafæðingum. „Það er mikilvægt að hafa annað par af höndum ef svo ólíklega vill til að eitthvað komið upp á,“ segir Áslaug. Áslaug bendir á að mikið af vandamálum sem eru fyrirséð greinast í meðgönguverndinni og því sé hún nauðsynleg. Hún segist dást að Ronju og þykir gott hjá henni að geta gert þetta og vera í svo góðum tengslum við eigin líkama. Ljósmæður geti þó ekki mælt með því að fæða ein eða aðeins með maka. „Þó maður reikni ekki með að neitt komi upp og reikni með að hún sé búin að vera í góðri meðgönguvernd og að allt sé gott, þá er alltaf eitthvað sem hugsanlega getur gerst. Því er gott að hafa fagmann innan seilingar,“ segir Áslaug. Þá bendir hún á að hægt sé að ræða við ljósmóðurina fyrir fæðinguna. Til dæmis um hvernig konan vilji hafa hana og jafnframt muni ljósmóðirin skýra það fyrir konunni að hún geti ekki lofað henni að hún þurfi ekki að fara á spítala enda geti ákveðin tilfelli komið upp. Allt sé uppi á borðinu þegar að fæðingunni kemur. Áslaug segist viss um að Klemens hefði að öllum líkindum tekið eftir því hefði eitthvað „meiriháttar“ komið upp. Ýmislegt sé þó þess eðlis að ekki sé auðvelt að taka eftir því hafi maður ekki þekkinguna. „Ég er ekki viss um að hann hefði getað metið til dæmis blæðingu. Það er mjög erfitt, ef maður er ekki fagmaður að hafa auga fyrir því hvað er eðlileg blæðing í fæðingu,“ segir Áslaug.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tók á móti eigin barni í baðkarinu heima Klemens Hannigan og Ronja Mogen sen eignuðust sína aðra dóttur í júní. Hún fæddist í baðkari á heimili fjölskyldunnar. Ronja segist hafa viljað forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. 10. ágúst 2019 07:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Sjá meira
Tók á móti eigin barni í baðkarinu heima Klemens Hannigan og Ronja Mogen sen eignuðust sína aðra dóttur í júní. Hún fæddist í baðkari á heimili fjölskyldunnar. Ronja segist hafa viljað forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. 10. ágúst 2019 07:30
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“