Tæpu tonni af bjór stolið úr húsnæði stofnunar fyrir ungmenni á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 13. ágúst 2019 06:00 Frá Akureyri. Vísir/Vilhelm Í byrjun júlí var rétt tæpu tonni af bjór stolið úr húsnæði Fjölsmiðjunnar á Akureyri. Ekkert eftirlitskerfi var í húsinu sem hýsir félagslegt úrræði fyrir börn og ungt fólk. Forstöðumaður Fjölsmiðjunnar segir stofnunina hafa unnið að pökkun fyrir Coca Cola European Partners síðan síðasta vetur. Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum sextán til 24 ára sem, samkvæmt stofnuninni, stendur á krossgötum í lífinu. Hjá Fjölsmiðjunni gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða nám. Þar er vinnutími til þrjú á daginn og greiddur það sem kallað er verkþjálfunar- og námsstyrkur. Að sögn rannsóknarlögreglunnar á Akureyri var rúmlega 1.900 hálfs lítra bjórdósum stolið úr húsnæðinu. Var um að ræða fimm bjórtegundir frá Víking brugghúsi. Var því heildarmagnið rétt tæpt tonn af bjór. Þjófnaðurinn átti sér stað aðfaranótt 2. júlí. Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar, segir stofnunina hafa unnið að pökkun á svokölluðum gjafaöskjum fyrir bjórframleiðandann. Þar greiðir framleiðandinn, sem er til húsa hinum megin götunnar, fyrir hvert bretti sem klárað er. Þrátt fyrir þjófnaðinn hefur samstarfinu verið haldið áfram. „Við höfum verið að sinna þessu síðan síðasta vetur og gengið með ágætum. Hins vegar höfum við ákveðið að setja upp eftirlitsmyndavélar hjá okkur,“ segir Erlingur. „Ljóst er að þeir sem stálu þessu vissu vel af þessum bjór.“ Fjölsmiðjan hefur það að markmiði að bjóða skjólstæðingum sínum starfsþjálfun svo þau geti tekið ákvörðun um framtíð sína. Þessi ungmenni séu á krossgötum í lífi sínu og finni sig ekki. Stofnunin er í tengslum við vinnumarkað og atvinnulíf sem og félagsleg úrræði á Akureyri og sýnilegur valkostur þegar velja þarf leiðir í lífinu fyrir ungt fólk á Akureyri og í nágrenni. Megnið af þýfinu fannst um kvöldið og var einn yfirheyrður vegna málsins þá. Enn er unnið að rannsókn málsins hjá lögreglunni á Akureyri. Akureyri Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Í byrjun júlí var rétt tæpu tonni af bjór stolið úr húsnæði Fjölsmiðjunnar á Akureyri. Ekkert eftirlitskerfi var í húsinu sem hýsir félagslegt úrræði fyrir börn og ungt fólk. Forstöðumaður Fjölsmiðjunnar segir stofnunina hafa unnið að pökkun fyrir Coca Cola European Partners síðan síðasta vetur. Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum sextán til 24 ára sem, samkvæmt stofnuninni, stendur á krossgötum í lífinu. Hjá Fjölsmiðjunni gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða nám. Þar er vinnutími til þrjú á daginn og greiddur það sem kallað er verkþjálfunar- og námsstyrkur. Að sögn rannsóknarlögreglunnar á Akureyri var rúmlega 1.900 hálfs lítra bjórdósum stolið úr húsnæðinu. Var um að ræða fimm bjórtegundir frá Víking brugghúsi. Var því heildarmagnið rétt tæpt tonn af bjór. Þjófnaðurinn átti sér stað aðfaranótt 2. júlí. Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar, segir stofnunina hafa unnið að pökkun á svokölluðum gjafaöskjum fyrir bjórframleiðandann. Þar greiðir framleiðandinn, sem er til húsa hinum megin götunnar, fyrir hvert bretti sem klárað er. Þrátt fyrir þjófnaðinn hefur samstarfinu verið haldið áfram. „Við höfum verið að sinna þessu síðan síðasta vetur og gengið með ágætum. Hins vegar höfum við ákveðið að setja upp eftirlitsmyndavélar hjá okkur,“ segir Erlingur. „Ljóst er að þeir sem stálu þessu vissu vel af þessum bjór.“ Fjölsmiðjan hefur það að markmiði að bjóða skjólstæðingum sínum starfsþjálfun svo þau geti tekið ákvörðun um framtíð sína. Þessi ungmenni séu á krossgötum í lífi sínu og finni sig ekki. Stofnunin er í tengslum við vinnumarkað og atvinnulíf sem og félagsleg úrræði á Akureyri og sýnilegur valkostur þegar velja þarf leiðir í lífinu fyrir ungt fólk á Akureyri og í nágrenni. Megnið af þýfinu fannst um kvöldið og var einn yfirheyrður vegna málsins þá. Enn er unnið að rannsókn málsins hjá lögreglunni á Akureyri.
Akureyri Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent