Matvælaöryggi er ekki hlægilegt Guðfinna Harpa Árnadóttir skrifar 13. ágúst 2019 07:18 Nú má lesa á síðum Fréttablaðsins og á Vísi skoðun Guðmundar Steingrímssonar á lambakjötsframleiðslu á Íslandi og þá kannski fyrst og fremst þeirri staðreynd að lambakjötsframleiðsla skuli vera ríkisstyrkt. Grein þingmannsins fyrrverandi er skrifuð í léttum og hæðnum ádeilustíl og eru slíkar skoðanagreinar venjulega í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þar sem ég er ein af þeirri stétt fólks sem hrifsar milljarða frá þarfari verkefnum ríkisins með hjálp „Hagsmunagæslustofu bænda“ við Austurvöll þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að svo er ekki í þessu tilfelli. Listavel er skautað framhjá flestum rökum fyrir því að styrkja innlenda landbúnaðarframleiðslu. Þar má nefna rök eins og eflingu atvinnu á Íslandi og þá sérstaklega atvinnu í dreifbýli og dreifðari byggðum. Um eða yfir 10 þúsund íslensk störf eru í landbúnaði eða tengd landbúnaði. Þessi störf skila ríki og sveitarfélögum tekjum eins og önnur störf. Sala innlendra afurða skilar ríkinu einnig skatttekjum. Innlend matvælaframleiðsla, þá ekki síst lambakjötsframleiðsla, er samofin einni af okkar helstu útflutningsgreinum, ferðaþjónustunni í gegnum metnaðarfulla veitingaþjónustu í heimsklassa og er þar með verulega gjaldeyrisskapandi. Þá má nefna að ekki er langt síðan það skipti okkur allmiklu máli að geta sparað gjaldeyri með því að framleiða vörur hér innanlands. En það eru kannski allir búnir að gleyma hruninu, það eru jú meira en 10 ár síðan. Guðmundur Steingrímsson var hins vegar ekki búinn að gleyma því 2010 þegar hann var samflutningsmaður núverandi formanns Framsóknarflokksins að frumvarpi til eflingar á innlendum iðnaði með það að markmiði að spara gjaldeyri og fjölga störfum. Kannski taldi hann innlenda matvælaiðnaðinn eða lambakjötsframleiðsluna aldrei með. Við, íslenskir bændur, framleiðum jú bara veislumat og hver þarf veislumat. Ein rök okkar bænda og vina okkar á Alþingi – ég verð að kalla þau vini mína, þau gefa mér alla peningana – eru þó vandlega tekin fyrir, hædd og höfð að engu. Það eru rökin um matvælaöryggi. Við þurfum nefnilega ekki að framleiða neinn mat á Íslandi, við getum alltaf flutt inn mat. Ef svo illa vill til að eldgos, efnahagshrun eða önnur almenn leiðindi hamla innflutningi í einhverja daga nú þá bara borðum við fisk, fiskveiðiþjóðin! Á frekar „Trump-ískan“ hátt er sneitt snyrtilega framhjá áhrifum hnattrænnar hlýnunar á matvælaframboð og matvælaverð á alþjóðlegum markaði. Á næstu árum og áratugum er því spáð af helstu sérfræðingum í loftslagsmálum að stórir hlutar heimsins þar sem nú er framleiddur matur verði óhæf til matvælaframleiðslu vegna þurrka, þornunar vatnsforðabúra, skógarelda, súrnunar sjávar og annarra öfga í veðurfari. Matarframleiðsla á öðrum svæðum mun verða mun ótryggari en nú er og uppskera minni af sömu ástæðum. Verð á matvælum mun óhjákvæmilega hækka verulega við þessar aðstæður. Matvælaöryggi snýst um að horfa fram í tímann. Það að gera grín að matvælaöryggi ætti að vera úrelt hugmyndafræði hjá menntuðum þjóðum. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég vona því að ef við værum að koma hér að ónumdu landi með sömu heildarupphæð í fjárlögum, myndi ekki slá þögn á salinn þegar stungið yrði upp á því að verja alvöru upphæðum til að mæta grunnþörfum. Staðan í heiminum er þannig í dag að við eigum að verja meira fé til stuðnings innlendri matvælaframleiðslu en ekki minna fé. Ég get til dæmis tekið undir það að við eigum að styrkja innlenda grænmetis-, berja- og ávaxtarækt miklu meira en gert er. Okkur ber skylda til að efla matvælaöryggi okkar þjóðar og þar með annarra þjóða en ekki grafa undan því. Við eigum að gera það með því að fjölga eggjunum í körfunni en ekki brjóta þau sem fyrir eru. Næst skal ég vera fyndin en nú er mér alvara. Veljum íslenskt!Höfundur er sauðfjárbóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðfinna Harpa Árnadóttir Landbúnaður Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú má lesa á síðum Fréttablaðsins og á Vísi skoðun Guðmundar Steingrímssonar á lambakjötsframleiðslu á Íslandi og þá kannski fyrst og fremst þeirri staðreynd að lambakjötsframleiðsla skuli vera ríkisstyrkt. Grein þingmannsins fyrrverandi er skrifuð í léttum og hæðnum ádeilustíl og eru slíkar skoðanagreinar venjulega í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þar sem ég er ein af þeirri stétt fólks sem hrifsar milljarða frá þarfari verkefnum ríkisins með hjálp „Hagsmunagæslustofu bænda“ við Austurvöll þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að svo er ekki í þessu tilfelli. Listavel er skautað framhjá flestum rökum fyrir því að styrkja innlenda landbúnaðarframleiðslu. Þar má nefna rök eins og eflingu atvinnu á Íslandi og þá sérstaklega atvinnu í dreifbýli og dreifðari byggðum. Um eða yfir 10 þúsund íslensk störf eru í landbúnaði eða tengd landbúnaði. Þessi störf skila ríki og sveitarfélögum tekjum eins og önnur störf. Sala innlendra afurða skilar ríkinu einnig skatttekjum. Innlend matvælaframleiðsla, þá ekki síst lambakjötsframleiðsla, er samofin einni af okkar helstu útflutningsgreinum, ferðaþjónustunni í gegnum metnaðarfulla veitingaþjónustu í heimsklassa og er þar með verulega gjaldeyrisskapandi. Þá má nefna að ekki er langt síðan það skipti okkur allmiklu máli að geta sparað gjaldeyri með því að framleiða vörur hér innanlands. En það eru kannski allir búnir að gleyma hruninu, það eru jú meira en 10 ár síðan. Guðmundur Steingrímsson var hins vegar ekki búinn að gleyma því 2010 þegar hann var samflutningsmaður núverandi formanns Framsóknarflokksins að frumvarpi til eflingar á innlendum iðnaði með það að markmiði að spara gjaldeyri og fjölga störfum. Kannski taldi hann innlenda matvælaiðnaðinn eða lambakjötsframleiðsluna aldrei með. Við, íslenskir bændur, framleiðum jú bara veislumat og hver þarf veislumat. Ein rök okkar bænda og vina okkar á Alþingi – ég verð að kalla þau vini mína, þau gefa mér alla peningana – eru þó vandlega tekin fyrir, hædd og höfð að engu. Það eru rökin um matvælaöryggi. Við þurfum nefnilega ekki að framleiða neinn mat á Íslandi, við getum alltaf flutt inn mat. Ef svo illa vill til að eldgos, efnahagshrun eða önnur almenn leiðindi hamla innflutningi í einhverja daga nú þá bara borðum við fisk, fiskveiðiþjóðin! Á frekar „Trump-ískan“ hátt er sneitt snyrtilega framhjá áhrifum hnattrænnar hlýnunar á matvælaframboð og matvælaverð á alþjóðlegum markaði. Á næstu árum og áratugum er því spáð af helstu sérfræðingum í loftslagsmálum að stórir hlutar heimsins þar sem nú er framleiddur matur verði óhæf til matvælaframleiðslu vegna þurrka, þornunar vatnsforðabúra, skógarelda, súrnunar sjávar og annarra öfga í veðurfari. Matarframleiðsla á öðrum svæðum mun verða mun ótryggari en nú er og uppskera minni af sömu ástæðum. Verð á matvælum mun óhjákvæmilega hækka verulega við þessar aðstæður. Matvælaöryggi snýst um að horfa fram í tímann. Það að gera grín að matvælaöryggi ætti að vera úrelt hugmyndafræði hjá menntuðum þjóðum. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég vona því að ef við værum að koma hér að ónumdu landi með sömu heildarupphæð í fjárlögum, myndi ekki slá þögn á salinn þegar stungið yrði upp á því að verja alvöru upphæðum til að mæta grunnþörfum. Staðan í heiminum er þannig í dag að við eigum að verja meira fé til stuðnings innlendri matvælaframleiðslu en ekki minna fé. Ég get til dæmis tekið undir það að við eigum að styrkja innlenda grænmetis-, berja- og ávaxtarækt miklu meira en gert er. Okkur ber skylda til að efla matvælaöryggi okkar þjóðar og þar með annarra þjóða en ekki grafa undan því. Við eigum að gera það með því að fjölga eggjunum í körfunni en ekki brjóta þau sem fyrir eru. Næst skal ég vera fyndin en nú er mér alvara. Veljum íslenskt!Höfundur er sauðfjárbóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun