Hafði áhyggjur af erlendum ferðamönnum sem reyndu að bjarga grindhval Sighvatur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 14:30 Grindhvalir í Kolgrafarfirði árið 2018. Vísir/Vilhelm Erlendir ferðamenn reyndu að bjarga grindhval við erfiðar aðstæður í fjörunni við Ólafsvík í gærkvöldi. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir á vettvang og tókst að bjarga öðrum hval af tveimur sem festust í fjörunni. Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ segist hugsi yfir því hvort skynsamlegra sé að aflífa hval í stað þess að reyna tímafreka björgun. Um hundrað grindhvalir sáust skammt frá landi við Ólafsvík í gærkvöldi. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, sá þegar fjórir hvalir komu upp í fjöruna. Hann segir að strax hafi tekist að koma þremur hvölum út aftur. Kristinn hafði meiri áhyggjur af erlendum ferðamönnum sem reyndu að bjarga fjórða hvalnum. „Svo var þarna einn [hvalur] sem þeir voru með í hátt í klukkutíma í öldugangi sem hefur verið allt upp í þrjá metra í ísköldum sjónum. Ég hafði miklar áhyggjur af þeim, að þeir myndu forkælast við að gera þetta.“Voru þetta margir ferðamenn? „Ég sá sex sem voru í sjónum. Svo fylgdust fleiri með, líka heimamenn. En maður veltir oft fyrir sér hvað sé skynsamlegast að gera þegar staðan er orðin svona. Hvort það sé betra að aflífa dýrið strax í stað þess að láta það hveljast svona lengi í fjörunni, að reyna svona lengi að bjarga því. Ég varð svolítið hugsi eftir þetta,“ segir Kristinn. Björgunarsveitin Lífsbjörg var kölluð á vettvang. Helgi Már Bjarnason, formaður Lífsbjargar, segir að tveir hvalir hafi verið í fjörunni þegar 14 björgunarsveitarmenn komu á svæðið. Tekist hafi að losa annan hvalinn, hinn ekki. Kristinn bæjarstjóri keyrði um fjöruna aftur í morgun. „Það er eins og það hafi tekist að koma henni [hvalavöðunni] á haf út. Svo getur vel verið að hún birtist á Barðaströnd eða upp í fjöru, maður veit það ekki.“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, segir að hvalrekinn hafi verið tilkynntur til Hafrannsóknastofnunar. Það er á ábyrgð landeigenda að fjarlægja hræið, það verði gert í framhaldi, en fjaran er í landi Snæfellsbæjar. Dýr Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Erlendir ferðamenn reyndu að bjarga grindhval við erfiðar aðstæður í fjörunni við Ólafsvík í gærkvöldi. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir á vettvang og tókst að bjarga öðrum hval af tveimur sem festust í fjörunni. Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ segist hugsi yfir því hvort skynsamlegra sé að aflífa hval í stað þess að reyna tímafreka björgun. Um hundrað grindhvalir sáust skammt frá landi við Ólafsvík í gærkvöldi. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, sá þegar fjórir hvalir komu upp í fjöruna. Hann segir að strax hafi tekist að koma þremur hvölum út aftur. Kristinn hafði meiri áhyggjur af erlendum ferðamönnum sem reyndu að bjarga fjórða hvalnum. „Svo var þarna einn [hvalur] sem þeir voru með í hátt í klukkutíma í öldugangi sem hefur verið allt upp í þrjá metra í ísköldum sjónum. Ég hafði miklar áhyggjur af þeim, að þeir myndu forkælast við að gera þetta.“Voru þetta margir ferðamenn? „Ég sá sex sem voru í sjónum. Svo fylgdust fleiri með, líka heimamenn. En maður veltir oft fyrir sér hvað sé skynsamlegast að gera þegar staðan er orðin svona. Hvort það sé betra að aflífa dýrið strax í stað þess að láta það hveljast svona lengi í fjörunni, að reyna svona lengi að bjarga því. Ég varð svolítið hugsi eftir þetta,“ segir Kristinn. Björgunarsveitin Lífsbjörg var kölluð á vettvang. Helgi Már Bjarnason, formaður Lífsbjargar, segir að tveir hvalir hafi verið í fjörunni þegar 14 björgunarsveitarmenn komu á svæðið. Tekist hafi að losa annan hvalinn, hinn ekki. Kristinn bæjarstjóri keyrði um fjöruna aftur í morgun. „Það er eins og það hafi tekist að koma henni [hvalavöðunni] á haf út. Svo getur vel verið að hún birtist á Barðaströnd eða upp í fjöru, maður veit það ekki.“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, segir að hvalrekinn hafi verið tilkynntur til Hafrannsóknastofnunar. Það er á ábyrgð landeigenda að fjarlægja hræið, það verði gert í framhaldi, en fjaran er í landi Snæfellsbæjar.
Dýr Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira