Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2019 11:11 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Daníel Örn Wiium hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð búið í Dyflinni á Írlandi þar sem bróðir hans Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt í febrúar síðastliðnum. Mbl.is greindi fyrst frá. Daníel Örn segir í samtali við Vísi að hann hafi fengið vinnu í Dyflinni og á meðan geti hann haldið lögreglu í borginni á tánum varðandi rannsóknina á hvarfi bróður hans. „Fyrst og fremst er ég aðallega hér fyrir mig sjálfan en það er bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna. Ég flutti ekki út vegna leitarinnar en það var hluti af því sem ég þarf að gera og get gert á meðan ég er hérna,“ segir Daníel Örn. Hann segir betra að vera í Dyflinni heldur en heima ef nýjar vendingar verða á málinu. Eins og staðan er í dag hafa engar nýjar upplýsingar komið fram en Daníel segir að reglulega sé fylgst með hvort einhverjar hreyfingar eru á bankayfirliti Jóns Þrastar eða samfélagsmiðlum hans. „Það er ekkert annað, ég held að það sé búið að fara í gegnum alla anga sem gætu mögulega leitt til einhvers. Ég held að lögreglan sé annars bara að bíð eftir nýjum upplýsingum.“ Spurður hvað hann ætli að búa lengi í Dyflinni segist hann það algjörlega óráðið. „Ég tek bara einn dag í einu.“ Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir. Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Daníel Örn Wiium hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð búið í Dyflinni á Írlandi þar sem bróðir hans Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt í febrúar síðastliðnum. Mbl.is greindi fyrst frá. Daníel Örn segir í samtali við Vísi að hann hafi fengið vinnu í Dyflinni og á meðan geti hann haldið lögreglu í borginni á tánum varðandi rannsóknina á hvarfi bróður hans. „Fyrst og fremst er ég aðallega hér fyrir mig sjálfan en það er bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna. Ég flutti ekki út vegna leitarinnar en það var hluti af því sem ég þarf að gera og get gert á meðan ég er hérna,“ segir Daníel Örn. Hann segir betra að vera í Dyflinni heldur en heima ef nýjar vendingar verða á málinu. Eins og staðan er í dag hafa engar nýjar upplýsingar komið fram en Daníel segir að reglulega sé fylgst með hvort einhverjar hreyfingar eru á bankayfirliti Jóns Þrastar eða samfélagsmiðlum hans. „Það er ekkert annað, ég held að það sé búið að fara í gegnum alla anga sem gætu mögulega leitt til einhvers. Ég held að lögreglan sé annars bara að bíð eftir nýjum upplýsingum.“ Spurður hvað hann ætli að búa lengi í Dyflinni segist hann það algjörlega óráðið. „Ég tek bara einn dag í einu.“ Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir.
Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira