Óska eftir því að ummæli starfsmanns Hafró verði dregin til baka Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2019 11:17 Frá aðgerðum björgunarsveitamanna í fjörunni við Garð um liðna helgi. Vísir/Sunna Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands lýsir furðu sinni á vangaveltum Sverris Daníels Halldórssonar líffræðings Hafrannsóknarstofnunar í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi þess efnis að svo kunni að vera að hvalaskoðunarbátar hafi átt þátt í því að grindhvalir syntu á land við Garð á Reykjanesi föstudaginn 2. ágúst síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni sem send hefur verið á fjölmiðla. Þar er vitnað orðrétt i ummæli Sverris í fréttinni: „En svo frétti ég af hópi sem var inni í Faxaflóanum, sem var sennilega þessi hópur, og það voru sex hvalaskoðunarskip í kringum hann. Þannig að mér finnst nú ekki ólíklegt að það gæti líka truflað þau. Sem sagt hávaði frá skipum.“ Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands segir að þann föstudag og dagana undan hafi engir hvalaskoðunarbátar verið nærri grindhvalavöðunni eftir því sem næst verður komist. Nokkrir hvalaskoðunarbátar hafi fylgst með grindhvalavöðunni sem var í höfninni í Keflavík þann 26. júlí síðastliðinn. „En þar voru einnig aðrir einkabátar og þá tókst að reka hvalina á haf út aftur,“ segir í yfirlýsingunni frá stjórninni.Rannveig Grétarsdóttir er formaður stjórnar samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja.VísirÞar kemur fram að tíu fyrirtæki séu aðilar að Hvalaskoðunarsamtökum Íslands og fylgi leiðbeinandi reglum um hvernig siglt er að og með hvölum. „Á undanförnum árum hafa hvalaskoðunarfyrirtæki, Háskóli Íslands ásamt erlendum aðilum unnið að rannsóknum á mögulegum áhrifum hvalaskoðunar á hegðun dýranna eins og fæðuöflun og hafa þær leitt í ljós að áhrifin eru lítil eða engin til lengri tíma litið,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin segir að það sé ábyrgðarhluti að fulltrúi Hafrannsóknarstofnunar skuli setja slíkt fram á opinberum vettvangi án þess að geta stuðst við vísindi eða rannsóknir máli sínu til stuðnings. Óskar stjórnin eftir því að yfirlýsing starfsmannsins frá því í gær verði dregin tafarlaust til baka. Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur segir orð líffræðings Hafrannsóknarstofnunar verulega óvarleg. „Það eru fjölmörg dæmi þess að grindhvali reki á land hér og þar í heiminum, jafnvel þar sem hvalaskoðun er mikil. En þrátt fyrir töluverðar rannsóknir finnast engin skýr dæmi um það að hvalaskoðun sé um að kenna,“ skrifar Edda á Facebook. „Það eru fjölmargar ástæður sem geta leitt til hvalreka af þessu tagi. Því miður leitumst við gjarnan eftir einföldum og skýrum svörum frá fréttamiðlum, þannig tapa fréttirnar oft sannleiksgildi sínu. Sú lenska hefur leitt til þess að höfuðáhersla er hér lögð á ansi langsótta athugasemd í fréttinni. Með þessari fyrirsögn er einfaldlega farið með fleipur og getgátum kastað fram án nokkurs stuðnings vísindanna,“ skrifar Edda. Dýr Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. 5. ágúst 2019 13:15 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira
Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands lýsir furðu sinni á vangaveltum Sverris Daníels Halldórssonar líffræðings Hafrannsóknarstofnunar í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi þess efnis að svo kunni að vera að hvalaskoðunarbátar hafi átt þátt í því að grindhvalir syntu á land við Garð á Reykjanesi föstudaginn 2. ágúst síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni sem send hefur verið á fjölmiðla. Þar er vitnað orðrétt i ummæli Sverris í fréttinni: „En svo frétti ég af hópi sem var inni í Faxaflóanum, sem var sennilega þessi hópur, og það voru sex hvalaskoðunarskip í kringum hann. Þannig að mér finnst nú ekki ólíklegt að það gæti líka truflað þau. Sem sagt hávaði frá skipum.“ Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands segir að þann föstudag og dagana undan hafi engir hvalaskoðunarbátar verið nærri grindhvalavöðunni eftir því sem næst verður komist. Nokkrir hvalaskoðunarbátar hafi fylgst með grindhvalavöðunni sem var í höfninni í Keflavík þann 26. júlí síðastliðinn. „En þar voru einnig aðrir einkabátar og þá tókst að reka hvalina á haf út aftur,“ segir í yfirlýsingunni frá stjórninni.Rannveig Grétarsdóttir er formaður stjórnar samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja.VísirÞar kemur fram að tíu fyrirtæki séu aðilar að Hvalaskoðunarsamtökum Íslands og fylgi leiðbeinandi reglum um hvernig siglt er að og með hvölum. „Á undanförnum árum hafa hvalaskoðunarfyrirtæki, Háskóli Íslands ásamt erlendum aðilum unnið að rannsóknum á mögulegum áhrifum hvalaskoðunar á hegðun dýranna eins og fæðuöflun og hafa þær leitt í ljós að áhrifin eru lítil eða engin til lengri tíma litið,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin segir að það sé ábyrgðarhluti að fulltrúi Hafrannsóknarstofnunar skuli setja slíkt fram á opinberum vettvangi án þess að geta stuðst við vísindi eða rannsóknir máli sínu til stuðnings. Óskar stjórnin eftir því að yfirlýsing starfsmannsins frá því í gær verði dregin tafarlaust til baka. Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur segir orð líffræðings Hafrannsóknarstofnunar verulega óvarleg. „Það eru fjölmörg dæmi þess að grindhvali reki á land hér og þar í heiminum, jafnvel þar sem hvalaskoðun er mikil. En þrátt fyrir töluverðar rannsóknir finnast engin skýr dæmi um það að hvalaskoðun sé um að kenna,“ skrifar Edda á Facebook. „Það eru fjölmargar ástæður sem geta leitt til hvalreka af þessu tagi. Því miður leitumst við gjarnan eftir einföldum og skýrum svörum frá fréttamiðlum, þannig tapa fréttirnar oft sannleiksgildi sínu. Sú lenska hefur leitt til þess að höfuðáhersla er hér lögð á ansi langsótta athugasemd í fréttinni. Með þessari fyrirsögn er einfaldlega farið með fleipur og getgátum kastað fram án nokkurs stuðnings vísindanna,“ skrifar Edda.
Dýr Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. 5. ágúst 2019 13:15 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira
Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. 5. ágúst 2019 13:15