Áhugi auðmanna á jarðarkaupum á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 19:02 Forsætisráðherra telur að aukinn áhugi auðmanna á að kaupa jarðir á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum og öðrum verðmætum hlunnindum í tengslum við loftslagsbreytingar. Þetta hafi menn ekki séð fyrir við gerð gildandi laga frá 2004. Fyrirhugaðar breytingar á lögum sem takmarka eiga eignarhald erlendra auðmanna hafi mátt líða fyrir það hvað málið heyrir undir mörg ráðuneyti. Haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, í Fréttablaðinu í dag að hann undrist seinagang starfshóps forsætisráðherra um jarðarkaup útlendinga. Málið verður á dagskrá sumarfundar ríkisstjórnarinnar sem fer fram í Mývatnssveit á morgun. „Fólk kvartar hér undan seinagangi í þessari vinnu en staðreyndin er sú að við erum með jarðarlög frá 2004 sem samþykkt voru í tíð þáverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna og nutu raunar fylgis allra flokka nema Vinstri grænna á þeim tíma,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá hafi menn ef til vill ekki séð fyrir að fjárfesting í landi myndi geta orðið jafn dýrmæt og raun beri vitni nú. „Eins og við erum í raun og veru að sjá núna í heiminum þar sem verið er að fjárfesta í landi og ekki síst þeim auðlindaréttindum sem fylgja fjárfestingu í landi og þá er ég til dæmis að tala um vatnsréttindi. Þannig að það er auðvitað mikilvægt að fara yfir sögu þessa máls og fara yfir hvað er hægt að gera til þess að setja á einhverjar takmarkanir,“ segir Katrín. Hún segir slíkar hömlur ekki stangast á við skuldbindingar gagnvart EES-samningnum. „Að mínu viti snýst þetta um ákveðin fullveldissjónarmið að það sé eðlilegt að við höfum ákveðna yfirsýn og yfirstjórn á því hvernig landið er nýtt og það hafa flest ríkin í krinum okkur gert,“ segir Katrín. „Staðreyndin er sú að þetta mál hefur liðið fyrir það hvað það heyrir undir mörg ráðuneyti. Ég hef síðan ákveðið að taka þetta mál til mín, ég hef fengið til mín utanaðkomandi sérfræðinga til þess að vinna úr þeim gögnum sem eru til í hverju ráðuneyti til þess að gera tillögur að því hvaða lagabreytingar er hægt að gera og eins og hefur komið fram stefni ég að því að þær verði tilbúnar fyrir þetta komandi þing,“ segir Katrín. Alþingi Loftslagsmál Tengdar fréttir Jafnvægi milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 19:15 Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Forsætisráðherra telur að aukinn áhugi auðmanna á að kaupa jarðir á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum og öðrum verðmætum hlunnindum í tengslum við loftslagsbreytingar. Þetta hafi menn ekki séð fyrir við gerð gildandi laga frá 2004. Fyrirhugaðar breytingar á lögum sem takmarka eiga eignarhald erlendra auðmanna hafi mátt líða fyrir það hvað málið heyrir undir mörg ráðuneyti. Haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, í Fréttablaðinu í dag að hann undrist seinagang starfshóps forsætisráðherra um jarðarkaup útlendinga. Málið verður á dagskrá sumarfundar ríkisstjórnarinnar sem fer fram í Mývatnssveit á morgun. „Fólk kvartar hér undan seinagangi í þessari vinnu en staðreyndin er sú að við erum með jarðarlög frá 2004 sem samþykkt voru í tíð þáverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna og nutu raunar fylgis allra flokka nema Vinstri grænna á þeim tíma,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá hafi menn ef til vill ekki séð fyrir að fjárfesting í landi myndi geta orðið jafn dýrmæt og raun beri vitni nú. „Eins og við erum í raun og veru að sjá núna í heiminum þar sem verið er að fjárfesta í landi og ekki síst þeim auðlindaréttindum sem fylgja fjárfestingu í landi og þá er ég til dæmis að tala um vatnsréttindi. Þannig að það er auðvitað mikilvægt að fara yfir sögu þessa máls og fara yfir hvað er hægt að gera til þess að setja á einhverjar takmarkanir,“ segir Katrín. Hún segir slíkar hömlur ekki stangast á við skuldbindingar gagnvart EES-samningnum. „Að mínu viti snýst þetta um ákveðin fullveldissjónarmið að það sé eðlilegt að við höfum ákveðna yfirsýn og yfirstjórn á því hvernig landið er nýtt og það hafa flest ríkin í krinum okkur gert,“ segir Katrín. „Staðreyndin er sú að þetta mál hefur liðið fyrir það hvað það heyrir undir mörg ráðuneyti. Ég hef síðan ákveðið að taka þetta mál til mín, ég hef fengið til mín utanaðkomandi sérfræðinga til þess að vinna úr þeim gögnum sem eru til í hverju ráðuneyti til þess að gera tillögur að því hvaða lagabreytingar er hægt að gera og eins og hefur komið fram stefni ég að því að þær verði tilbúnar fyrir þetta komandi þing,“ segir Katrín.
Alþingi Loftslagsmál Tengdar fréttir Jafnvægi milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 19:15 Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Jafnvægi milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 19:15
Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30
Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00