Mikkeller og Systur einnig lokað Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. ágúst 2019 10:31 Hverfisgata 12 stendur við horn Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Á miðhæð var Systur að finna og Mikkeller & Friends á efri hæðum. Vísir/Stefán Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. Veitingastöðunum Dill, Systur og barnum Mikkeller & Friends hefur verið lokað, af óviðráðanlegum ástæðum að sögn aðstandenda.Fréttir gærdagsins af lokun Dill vöktu mikla athygli, enda staðurinn rómaður, vinsæll og sá eini á Íslandi sem hefur skartað Michelin-stjörnu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur rekstur staðarins af þeim sökum gengið prýðilega. Þá má ætla að hróður Dill hefði borist enn víðar innan tíðar, en staðnum átti að bregða fyrir í matreiðsluþáttum á Netflix. Eftir lokun Dill verður að teljast ólíklegt að af þeim áformum verði. Dill missti þó Michelin-stjörnu sína í upphafi árs.Tilkynning sem hangir á Hverfisgötu 12.Dill var til húsa á Hverfisgötu 12 en var innangengt af Ingólfsstræti, andspænis Gamla Bíói og hótelinu 101. Á horni Hverfisgötu var hina tvo veitingastaði hússins að finna, fyrrnefndan Mikkeler & Friends, sem sérhæfði sig í bjór, og Systir Restaurant sem dró nafn sitt af því að vera „systurveitingastaður“ Dills. Sá síðarnefndi opnaði í upphafi þessa árs og kom í stað hins svokallaða „Nafnlausa pizzustaðar.“ Sá var opnaður á vormánuðum ársins 2014 og vakti strax athygli, þá ekki síst fyrir nafnleysið sem vafðist fyrir mörgum. Dill, Mikkeller & Friends og Systir hefur nú öllum verið lokað sem fyrr segir. Ljóst er að lokun þeirra hefur borið brátt að enda birtu staðirnir síðast færslur á samfélagsmiðlum um verslunarmannahelgina. Þær bera ekki með sér að til stæði að loka stöðunum. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Gunnar Karl Gíslason og Kristinn Vilbergsson, eigendur Dill, en án árangurs og ekki hafa því fengist nákvæm svör um hvers vegna ákveðið var að loka stöðunum þremur. Það má þó gera sér í hugarlund að fækkun ferðamanna, auk framkvæmda við Hverfisgötu hvar staðirnir standa, hafi vafalítið tekið sinn toll hvað varðar aðsókn í sumar. Kristinn hefur verið í Portland á vesturströnd Bandaríkjanna í sumar ásamt Ólafi Ágústssyni, kokki á Dill, en til stendur að opna nýjan veitingastað og bar í borginni. Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða Hjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. 25. júní 2019 14:00 Lítur ekki á stjörnumissinn sem einhvern heimsendi Framkvæmdastjóri Dill Restaurant segir það hafa komið flatt upp á starfslið Dill að hafa misst Michelin-stjörnuna í dag. 18. febrúar 2019 20:58 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. Veitingastöðunum Dill, Systur og barnum Mikkeller & Friends hefur verið lokað, af óviðráðanlegum ástæðum að sögn aðstandenda.Fréttir gærdagsins af lokun Dill vöktu mikla athygli, enda staðurinn rómaður, vinsæll og sá eini á Íslandi sem hefur skartað Michelin-stjörnu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur rekstur staðarins af þeim sökum gengið prýðilega. Þá má ætla að hróður Dill hefði borist enn víðar innan tíðar, en staðnum átti að bregða fyrir í matreiðsluþáttum á Netflix. Eftir lokun Dill verður að teljast ólíklegt að af þeim áformum verði. Dill missti þó Michelin-stjörnu sína í upphafi árs.Tilkynning sem hangir á Hverfisgötu 12.Dill var til húsa á Hverfisgötu 12 en var innangengt af Ingólfsstræti, andspænis Gamla Bíói og hótelinu 101. Á horni Hverfisgötu var hina tvo veitingastaði hússins að finna, fyrrnefndan Mikkeler & Friends, sem sérhæfði sig í bjór, og Systir Restaurant sem dró nafn sitt af því að vera „systurveitingastaður“ Dills. Sá síðarnefndi opnaði í upphafi þessa árs og kom í stað hins svokallaða „Nafnlausa pizzustaðar.“ Sá var opnaður á vormánuðum ársins 2014 og vakti strax athygli, þá ekki síst fyrir nafnleysið sem vafðist fyrir mörgum. Dill, Mikkeller & Friends og Systir hefur nú öllum verið lokað sem fyrr segir. Ljóst er að lokun þeirra hefur borið brátt að enda birtu staðirnir síðast færslur á samfélagsmiðlum um verslunarmannahelgina. Þær bera ekki með sér að til stæði að loka stöðunum. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Gunnar Karl Gíslason og Kristinn Vilbergsson, eigendur Dill, en án árangurs og ekki hafa því fengist nákvæm svör um hvers vegna ákveðið var að loka stöðunum þremur. Það má þó gera sér í hugarlund að fækkun ferðamanna, auk framkvæmda við Hverfisgötu hvar staðirnir standa, hafi vafalítið tekið sinn toll hvað varðar aðsókn í sumar. Kristinn hefur verið í Portland á vesturströnd Bandaríkjanna í sumar ásamt Ólafi Ágústssyni, kokki á Dill, en til stendur að opna nýjan veitingastað og bar í borginni.
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða Hjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. 25. júní 2019 14:00 Lítur ekki á stjörnumissinn sem einhvern heimsendi Framkvæmdastjóri Dill Restaurant segir það hafa komið flatt upp á starfslið Dill að hafa misst Michelin-stjörnuna í dag. 18. febrúar 2019 20:58 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða Hjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. 25. júní 2019 14:00
Lítur ekki á stjörnumissinn sem einhvern heimsendi Framkvæmdastjóri Dill Restaurant segir það hafa komið flatt upp á starfslið Dill að hafa misst Michelin-stjörnuna í dag. 18. febrúar 2019 20:58
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur