Beitir sér fyrir því að jafnræði ríki með foreldrum þegar tengsl við börn eru skráð Elísabet Inga Sigurðardóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 8. ágúst 2019 20:00 Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að jafnræði ríki með foreldrum barna þegar foreldratengsl eru skráð en í dag getur barn ekki átt tvær mæður. Heilbrigðisráðherra segir málið mikilvægt enda um tímaskekkju að ræða. Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að barn sem getið er með tæknifrjóvgun geti ekki átt tvær mæður samkvæmt barnalögum. Samkynja hjón segja að með lögunum sé mismunað eftir kyni en samkvæmt barnalögum er maður sem samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni faðir barns en staðan önnur þegar kona samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni. Hún er ekki skráð móðir heldur foreldri.María Rut og Ingileif eiga von á barni á næstu dögum. Aðeins önnur þeirra fær að vera skráð móðir barnsins.SKJÁSKOT ÚR FRÉTTÁrið 2017 flutti Svandís Svavarsdóttir, núverandi Heilbrigðisráðherra, þingályktunartillögu þar sem dómsmálaráðherra var falið að setja reglugerð um málið þar sem afnumin verði sú mismunun sem nú á sér stað gagnvart mæðrum í samkynja hjúskap eða sambúð. Tillagan var á sínum tíma samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. En hvar er málið statt núna? „Eftir því sem ég best veit er málið núna statt hjá dómsmálaráðherra. Mér finnst þetta mjög mikilvægt mál fyrir samkynja pör að þurfa ekki að fara krókaleiðir til þess að innsigla það sem er eðlilegt í því að búa til fjölskyldu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. „Ég hef óskað eftir því í mínu ráðuneyti að fá upplýsingar hvað stendur í vegi fyrir því að hið sama eigi við þegar um tvær mæður er að ræða því lögin gera ráð fyrir að þetta sé hægt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er tímaskekkja frá þeim tíma þegar engin sambönd voru viðurkennd nema gagnkynhneigð samönd og við erum komin inn í aðra öld og aðra tíma,“ sagði Svandís. Aðspurð hvort hún muni beita sér fyrir því að þessu verði breytt segir hún „Já ég mun gera það,“ sagði Þórdís. Alþingi Fjölskyldumál Hinsegin Jafnréttismál Tengdar fréttir Fær ekki að vera skráð móðir barns síns Staðan er önnur þegar maður samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni 7. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að jafnræði ríki með foreldrum barna þegar foreldratengsl eru skráð en í dag getur barn ekki átt tvær mæður. Heilbrigðisráðherra segir málið mikilvægt enda um tímaskekkju að ræða. Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að barn sem getið er með tæknifrjóvgun geti ekki átt tvær mæður samkvæmt barnalögum. Samkynja hjón segja að með lögunum sé mismunað eftir kyni en samkvæmt barnalögum er maður sem samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni faðir barns en staðan önnur þegar kona samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni. Hún er ekki skráð móðir heldur foreldri.María Rut og Ingileif eiga von á barni á næstu dögum. Aðeins önnur þeirra fær að vera skráð móðir barnsins.SKJÁSKOT ÚR FRÉTTÁrið 2017 flutti Svandís Svavarsdóttir, núverandi Heilbrigðisráðherra, þingályktunartillögu þar sem dómsmálaráðherra var falið að setja reglugerð um málið þar sem afnumin verði sú mismunun sem nú á sér stað gagnvart mæðrum í samkynja hjúskap eða sambúð. Tillagan var á sínum tíma samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. En hvar er málið statt núna? „Eftir því sem ég best veit er málið núna statt hjá dómsmálaráðherra. Mér finnst þetta mjög mikilvægt mál fyrir samkynja pör að þurfa ekki að fara krókaleiðir til þess að innsigla það sem er eðlilegt í því að búa til fjölskyldu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. „Ég hef óskað eftir því í mínu ráðuneyti að fá upplýsingar hvað stendur í vegi fyrir því að hið sama eigi við þegar um tvær mæður er að ræða því lögin gera ráð fyrir að þetta sé hægt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er tímaskekkja frá þeim tíma þegar engin sambönd voru viðurkennd nema gagnkynhneigð samönd og við erum komin inn í aðra öld og aðra tíma,“ sagði Svandís. Aðspurð hvort hún muni beita sér fyrir því að þessu verði breytt segir hún „Já ég mun gera það,“ sagði Þórdís.
Alþingi Fjölskyldumál Hinsegin Jafnréttismál Tengdar fréttir Fær ekki að vera skráð móðir barns síns Staðan er önnur þegar maður samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni 7. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Fær ekki að vera skráð móðir barns síns Staðan er önnur þegar maður samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni 7. ágúst 2019 19:30