Ekki verið tilkynnt um tillögu um Fjarðarheiðargöng Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2019 17:57 Samgöngur til og frá Seyðisfjarðar um Fjarðarheiði geta verið strembnar á öllum árstímum. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar segist ekki hafa verið tilkynnt um að jarðgöng undir Fjarðarheiði hafi orðið ofan á hjá nefnd sem kannaði hvernig best væri að tengja Seyðisfjörð við aðra byggð á Austurlandi. Ríkisútvarpið sagði frá því í dag að nefndin legði til langlengstu jarðgöng á landinu á milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Göngin yrðu 13,5 kílómetrar að lengd og kostuðu 25 milljarðar króna samkvæmt kostnaðarmati í samgönguáætlun. RÚV segir að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, ætli að kynna skýrslu nefndarinnar á miðvikudag en að það hafi heimildir fyrir því að nefndin leggi til göng undir Fjarðarheiði. Í samtali við Vísi segir Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar, að bæjarstjórninni hafi ekki verið tilkynnt um neina niðurstöðu formlega. Mikil leynd hafi hvílt yfir störfum nefndarinnar og segist hún bíða niðurstöðurnar, sem ráðherra geri væntanlega grein fyrir á fundi í næstu viku, spennt. „Þetta er það sem við höfum sagt að við viljum allan tímann. Auðvitað vona ég að það verði ofan á,“ segir hún um möguleg göng undir Fjarðarheiði.Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Lokast og verður illfær að vetri Íbúar á Seyðisfirði hafa verið ósáttir við samgöngur sínar en Fjarðarheiði, einn hæsti þjóðvegur landsins, lokast eða verður illfær reglulega að vetri. Heiðin er 640 metrar þar sem hún er hæst og er sá kafli um tíu kílómetrar að lengd. Aðalheiður segir að því séu aðstæður oft erfiðar á heiðinni. Það eigi ekki aðeins við á veturna því erfitt geti verið fyrir þá sem ekki þekkja til að keyra hana í blindaþoku sem gjarnan gerir þar. Margir treysti sér ekki til að aka heiðina. „Þetta er talsverður farartálmi,“ segir hún. Að sögn RÚV leggur nefndin til að eftir Fjarðarheiðargöng væri hægt að ráðast í framkvæmdir við önnur göng frá Seyðifirði til Mjóafjarðar og þaðan áfram til Norðfjarðar. Þá væri hægt að keyra um Austfirði án þess að fara yfir heiðar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa 673 manns á Seyðisfirði. Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar segist ekki hafa verið tilkynnt um að jarðgöng undir Fjarðarheiði hafi orðið ofan á hjá nefnd sem kannaði hvernig best væri að tengja Seyðisfjörð við aðra byggð á Austurlandi. Ríkisútvarpið sagði frá því í dag að nefndin legði til langlengstu jarðgöng á landinu á milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Göngin yrðu 13,5 kílómetrar að lengd og kostuðu 25 milljarðar króna samkvæmt kostnaðarmati í samgönguáætlun. RÚV segir að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, ætli að kynna skýrslu nefndarinnar á miðvikudag en að það hafi heimildir fyrir því að nefndin leggi til göng undir Fjarðarheiði. Í samtali við Vísi segir Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar, að bæjarstjórninni hafi ekki verið tilkynnt um neina niðurstöðu formlega. Mikil leynd hafi hvílt yfir störfum nefndarinnar og segist hún bíða niðurstöðurnar, sem ráðherra geri væntanlega grein fyrir á fundi í næstu viku, spennt. „Þetta er það sem við höfum sagt að við viljum allan tímann. Auðvitað vona ég að það verði ofan á,“ segir hún um möguleg göng undir Fjarðarheiði.Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Lokast og verður illfær að vetri Íbúar á Seyðisfirði hafa verið ósáttir við samgöngur sínar en Fjarðarheiði, einn hæsti þjóðvegur landsins, lokast eða verður illfær reglulega að vetri. Heiðin er 640 metrar þar sem hún er hæst og er sá kafli um tíu kílómetrar að lengd. Aðalheiður segir að því séu aðstæður oft erfiðar á heiðinni. Það eigi ekki aðeins við á veturna því erfitt geti verið fyrir þá sem ekki þekkja til að keyra hana í blindaþoku sem gjarnan gerir þar. Margir treysti sér ekki til að aka heiðina. „Þetta er talsverður farartálmi,“ segir hún. Að sögn RÚV leggur nefndin til að eftir Fjarðarheiðargöng væri hægt að ráðast í framkvæmdir við önnur göng frá Seyðifirði til Mjóafjarðar og þaðan áfram til Norðfjarðar. Þá væri hægt að keyra um Austfirði án þess að fara yfir heiðar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa 673 manns á Seyðisfirði.
Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira