Fjármálaráðherrann boðar afsögn verði Boris Johnson fyrir valinu Kjartan Kjartansson skrifar 21. júlí 2019 11:06 Johnson (f.m.) og Hammond (t.h.) eftir ríkisstjórnarfund árið 2017. Johnson sagði síðar af sér vegna andstöðu við útgöngusamning May forsætisráðherra. Vísir/EPA Philipp Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, staðhæfir að hann muni segja af sér frekar en að vera ráðherra í ráðuneyti Boris Johnson verði hann fyrir valinu sem leiðtogi Íhaldsflokksins. Hammond er annar ráðherrann sem segist ekki ætla að vinna með Johnson vegna hótana hans um að draga Bretland úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Val íhaldsmanna stendur á milli Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherrans og borgarstjóra í London, annars vegar og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, hins vegar. Johnson hefur sagst tilbúinn að láta Bretlandi ganga úr ESB í haust jafnvel þó að ekki náist samningar um forsendur útgöngunnar. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC staðfestir Hammond að hann muni segja formlega af sér ef Johnson hefur sigur í leiðtogavalinu. Tilkynnt verður um úrslitin á miðvikudag en Johnson er talinn mun sigurstranglegri en Hunt. Áður hafði David Gauke, dómsmálaráðherra, lýst því yfir að hann segði af sér frekar en að ganga að skilyrðum Johnson, að sögn The Guardian. Hammond var spurður hvort hann óttaðist að vera rekinn ef Johnson yrði forsætisráðherra. „Nei, ég er viss um að ég verð ekki rekinn því ég ætla að segja af mér áður en við komum að því. Að því gefnu að Boris Johnson verði næsti forsætisráðherra skilst mér að skilyrði hans fyrir að starfa í ríkisstjórn hans sé að fallast á útgöngu án samnings 31. október og það er ekki eitthvað sem ég gæti nokkurn tímann skrifað upp á,“ sagði Hammond. Spurður að því hvort hann segði af sér hefði Hunt betur í leiðtogavalinu sagðist Hammond ekki eins viss. Hunt hefði ekki sett eins afdráttarlaus skilyrði um stuðning ráðherra sinna við útgöngu án samnings eins og Johnson hefði gert. Bretland Brexit Tengdar fréttir Búa sig undir Boris Johnson Breska þingið samþykkti tillögu sem myndi meina forsætisráðherra að slíta þingi til þess að ganga út úr ESB án samnings gegn vilja þingsins. Sagt gert af ótta við líklega forsætisráðherratíð Boris Johnson. 19. júlí 2019 06:00 Svífandi Boris Johnson sást í Lundúnum Tom Brufatto, formaður samtakanna Britain for Europe, lýsti óánægju sinni með væntanlega setu Johnson með orðunum: "Við munum ekki leyfa Boris Johnson að fljóta inn í Downingstræti 10 með hliðhollum meðvind.“ 20. júlí 2019 22:38 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Philipp Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, staðhæfir að hann muni segja af sér frekar en að vera ráðherra í ráðuneyti Boris Johnson verði hann fyrir valinu sem leiðtogi Íhaldsflokksins. Hammond er annar ráðherrann sem segist ekki ætla að vinna með Johnson vegna hótana hans um að draga Bretland úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Val íhaldsmanna stendur á milli Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherrans og borgarstjóra í London, annars vegar og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, hins vegar. Johnson hefur sagst tilbúinn að láta Bretlandi ganga úr ESB í haust jafnvel þó að ekki náist samningar um forsendur útgöngunnar. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC staðfestir Hammond að hann muni segja formlega af sér ef Johnson hefur sigur í leiðtogavalinu. Tilkynnt verður um úrslitin á miðvikudag en Johnson er talinn mun sigurstranglegri en Hunt. Áður hafði David Gauke, dómsmálaráðherra, lýst því yfir að hann segði af sér frekar en að ganga að skilyrðum Johnson, að sögn The Guardian. Hammond var spurður hvort hann óttaðist að vera rekinn ef Johnson yrði forsætisráðherra. „Nei, ég er viss um að ég verð ekki rekinn því ég ætla að segja af mér áður en við komum að því. Að því gefnu að Boris Johnson verði næsti forsætisráðherra skilst mér að skilyrði hans fyrir að starfa í ríkisstjórn hans sé að fallast á útgöngu án samnings 31. október og það er ekki eitthvað sem ég gæti nokkurn tímann skrifað upp á,“ sagði Hammond. Spurður að því hvort hann segði af sér hefði Hunt betur í leiðtogavalinu sagðist Hammond ekki eins viss. Hunt hefði ekki sett eins afdráttarlaus skilyrði um stuðning ráðherra sinna við útgöngu án samnings eins og Johnson hefði gert.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Búa sig undir Boris Johnson Breska þingið samþykkti tillögu sem myndi meina forsætisráðherra að slíta þingi til þess að ganga út úr ESB án samnings gegn vilja þingsins. Sagt gert af ótta við líklega forsætisráðherratíð Boris Johnson. 19. júlí 2019 06:00 Svífandi Boris Johnson sást í Lundúnum Tom Brufatto, formaður samtakanna Britain for Europe, lýsti óánægju sinni með væntanlega setu Johnson með orðunum: "Við munum ekki leyfa Boris Johnson að fljóta inn í Downingstræti 10 með hliðhollum meðvind.“ 20. júlí 2019 22:38 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Búa sig undir Boris Johnson Breska þingið samþykkti tillögu sem myndi meina forsætisráðherra að slíta þingi til þess að ganga út úr ESB án samnings gegn vilja þingsins. Sagt gert af ótta við líklega forsætisráðherratíð Boris Johnson. 19. júlí 2019 06:00
Svífandi Boris Johnson sást í Lundúnum Tom Brufatto, formaður samtakanna Britain for Europe, lýsti óánægju sinni með væntanlega setu Johnson með orðunum: "Við munum ekki leyfa Boris Johnson að fljóta inn í Downingstræti 10 með hliðhollum meðvind.“ 20. júlí 2019 22:38