Skólinn okkar Sævar Reykjalín skrifar 23. júlí 2019 12:59 Síðan mitt fyrsta barn var skráð í leikskóla hef ég tekið þátt í starfi foreldrafélaga. Hvort sem það er leikskóli, grunnskóli eða hjá íþróttafélaginu þá hefur það verið auðsótt mál að taka þátt. Það er samt eitt sem hefur einkennt starf mitt fyrir foreldrafélög skólanna og það er að á 2 ára fresti koma tillögur frá misvitrum stjórnmálamönnum um að stokka þurfi upp skólastarfi í mínu hverfi. Núna síðast var ekki bara skólinn í mínu hverfi undir, heldur allt skólastarf í norðanverðum Grafarvogi. Þessi endalausa barátta hefur tekið sinn toll enda ætti það ekki að vera aðal viðfangsefni neins íbúa í Reykjavík að tryggja að aðalskipulag hverfisins haldi, að þjónusta við börn sé ekki skert og að búið sé að öryggi og námi barna eins og þau eiga skilið. Stjórnmálamenn tala um það í hvert skipti sem þeir reyna að vega að námi barna minna að það sé gert til að gera námið betra, tryggja „umhverfisvænan skólaasktur“ og að stofna „Nýsköpunarskóla“; allt hugtök sem stjórnmálamenn kasta fram í von um að einfaldir kjósendur líti á sem framfaraskref. Umhverfisvænn skólaakstur er þannig útfærður að leggja á niður skólaakstur í hverfinu. Umhverfisvænna verður það varla! Nýsköpunarskóli gengur út á að fjölga börnum á hvern kennara, láta þau labba lengri vegalengdir í skólann, fækka fermetrum fyrir námið, setja krakka í skúra fyrir utan skólabyggingu og að þrengja enn meir að, jafnvel úthýsa, frístundastarfi. Fyrr í ár söfnuðust á annað þúsund undirskriftir gegn þessum tillögum þannig að ég geti sagt fyrir hönd foreldra í norðanverðum Grafarvogi að við afþökkum pent þessa framtíðarsýn núverandi meirihluta. Nú keppast menn við að reyna að loka einum skóla og þar er öllum brögðum beitt og nú síðast voru lög nr 91/2008 brotin til að hindra eðliega umfjöllun skólaráðs og á því ætlar enginn að taka ábyrgð. Ef lagður væri sami metnaður og orka í að gera skólastarfið í Grafarvogi betra í stað þess að reyna valda stórtjóni þá væri hægt að gera ótrúlega hluti, hægt að vera fyrirmynd annarra sveitafélaga, jafnvel annarra landa. En það þarf að spara, þetta má ekki kosta neitt. Það hefur komið í ljós að viðhald skóla í Reykjavík hefur verið stórkostlega vanrækt og að það mun kosta hundruð milljóna í framkvæmdir á næstu árum. Reykjavíkurborg á í mestum vandræðum með að klára að byggja skólann í Úlfarsárdal og er þeim framkvæmdum sífellt að seinka. Og að lokum þá þarf að byggja nýjan skóla í hverfi formanns skóla- og frístundaráðs en þar á að rísa grunnskóli sem verður minni og fámennari en sá sem þeir vilja nú loka vegna smæðar. Allt kostar þetta peninga, peninga sem taka á frá útsvarsgreiðendum og börnum í Grafarvogi.Höfundur er Reykvíkingur og þriggja barna faðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sævar Reykjalín Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Síðan mitt fyrsta barn var skráð í leikskóla hef ég tekið þátt í starfi foreldrafélaga. Hvort sem það er leikskóli, grunnskóli eða hjá íþróttafélaginu þá hefur það verið auðsótt mál að taka þátt. Það er samt eitt sem hefur einkennt starf mitt fyrir foreldrafélög skólanna og það er að á 2 ára fresti koma tillögur frá misvitrum stjórnmálamönnum um að stokka þurfi upp skólastarfi í mínu hverfi. Núna síðast var ekki bara skólinn í mínu hverfi undir, heldur allt skólastarf í norðanverðum Grafarvogi. Þessi endalausa barátta hefur tekið sinn toll enda ætti það ekki að vera aðal viðfangsefni neins íbúa í Reykjavík að tryggja að aðalskipulag hverfisins haldi, að þjónusta við börn sé ekki skert og að búið sé að öryggi og námi barna eins og þau eiga skilið. Stjórnmálamenn tala um það í hvert skipti sem þeir reyna að vega að námi barna minna að það sé gert til að gera námið betra, tryggja „umhverfisvænan skólaasktur“ og að stofna „Nýsköpunarskóla“; allt hugtök sem stjórnmálamenn kasta fram í von um að einfaldir kjósendur líti á sem framfaraskref. Umhverfisvænn skólaakstur er þannig útfærður að leggja á niður skólaakstur í hverfinu. Umhverfisvænna verður það varla! Nýsköpunarskóli gengur út á að fjölga börnum á hvern kennara, láta þau labba lengri vegalengdir í skólann, fækka fermetrum fyrir námið, setja krakka í skúra fyrir utan skólabyggingu og að þrengja enn meir að, jafnvel úthýsa, frístundastarfi. Fyrr í ár söfnuðust á annað þúsund undirskriftir gegn þessum tillögum þannig að ég geti sagt fyrir hönd foreldra í norðanverðum Grafarvogi að við afþökkum pent þessa framtíðarsýn núverandi meirihluta. Nú keppast menn við að reyna að loka einum skóla og þar er öllum brögðum beitt og nú síðast voru lög nr 91/2008 brotin til að hindra eðliega umfjöllun skólaráðs og á því ætlar enginn að taka ábyrgð. Ef lagður væri sami metnaður og orka í að gera skólastarfið í Grafarvogi betra í stað þess að reyna valda stórtjóni þá væri hægt að gera ótrúlega hluti, hægt að vera fyrirmynd annarra sveitafélaga, jafnvel annarra landa. En það þarf að spara, þetta má ekki kosta neitt. Það hefur komið í ljós að viðhald skóla í Reykjavík hefur verið stórkostlega vanrækt og að það mun kosta hundruð milljóna í framkvæmdir á næstu árum. Reykjavíkurborg á í mestum vandræðum með að klára að byggja skólann í Úlfarsárdal og er þeim framkvæmdum sífellt að seinka. Og að lokum þá þarf að byggja nýjan skóla í hverfi formanns skóla- og frístundaráðs en þar á að rísa grunnskóli sem verður minni og fámennari en sá sem þeir vilja nú loka vegna smæðar. Allt kostar þetta peninga, peninga sem taka á frá útsvarsgreiðendum og börnum í Grafarvogi.Höfundur er Reykvíkingur og þriggja barna faðir.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun