Nýi Herjólfur: Vonandi eru vandamálin frá Jóhann K. Jóhannsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 26. júlí 2019 11:05 Frá fyrstu siglingu Nýja Herjólfs í gær. Vísir/Magnús Hlynur Nýi Herjólfur fór í sína fyrstu siglingu á milli lands og Eyja í gærkvöldi. Siglingin á nýja skipinu á að taka skemmri tíma en á því gamla og segir skipstjóri skipsins að farþegar eigi eftir að finna mestan mun á aðbúnaði um borð. Nýi Herjólfur, sem fengið hefur heitið Herjólfur IV, fór í jómfrúarsiglingu sína frá Vestmannaeyjum og til Landeyjahafnar í gærkvöldi. Fimmhundruð farþegar voru um borð, einn þeirra var Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ, sem vonast til að samgöngur á milli lands og Eyja batni til muna.Hvernig gekk þessi fyrsta ferð?„Hún gekk bara frábærlega. Þetta var bara dásamlegt og bara gleðidagur,“ segir Íris.Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sést hér önnur frá hægri um borð í Herjólfi í gær.Vísir/Magnús HlynurEr þetta flott og fínt skip?„Glæsilegt skip. Alveg frábært aðstaða um borð. fallegir og stórir gluggar sem er gaman að horfa út um, þannig að þetta er alveg yndislegt,“ segir Íris.Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur Eyjamenn?„Skipið er hannað fyrir höfnina. Við ætlumst til þess að við getum siglt talsvert meira í þessa höfn en við höfum gert,“ segir Íris. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs segir að nú þegar skipið sé komið í notkun sé vandamál sem upp hafa komið vonandi fyrir bí. „Öllum nýjum skipum fylgja einhverjir „eftirkvillar“ og við erum bara að leysa úr þeim hægt og rólega og ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Að setja nýtt skip í rekstur er töluverður pakki og það er búið að taka langan tíma og þjóðin öll veit hvernig málin voru með þetta skip hér,“ segir Guðbjartur.Ívar Torfason skipstjóri Herjólfs sagði Eyjamenn hafa beðið lengi eftir skipinu.Vísir/magnús hlynurSkipið mun sigla sjö ferðir á dag, alla daga ársins. Hámarksfarþegafjöldi er 540 og skipið getur tekið 75 bíla, sem eru 30% fleiri bílar en gamli Herjólfur gat tekið. Ívar Torfason skipstjóri Herjólfs sagði við tímamótin í gær að farþegar skipsins eigi eftir að finna mikinn mun á aðbúnaði. „Við erum búin að bíða lengi eftir skipinu og fólk virðist vera mjög ánægt með nýja fyrirkomulagið og nýja skipið. Þetta er bara skref inn í nútímann, skref inn í nútímann,“ segir Ívar.Eruð þið klárir fyrir Þjóðhátíð?„Við erum klárir fyrir Þjóðhátíð. Við erum að byrja í dag og við munum halda áfram.“ Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30 Þurfa að breyta bryggjum fyrir 100 milljónir vegna nýja Herjólfs Ráðist í framkvæmdir í haust. 25. júlí 2019 15:50 Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Nýi Herjólfur fór í sína fyrstu siglingu á milli lands og Eyja í gærkvöldi. Siglingin á nýja skipinu á að taka skemmri tíma en á því gamla og segir skipstjóri skipsins að farþegar eigi eftir að finna mestan mun á aðbúnaði um borð. Nýi Herjólfur, sem fengið hefur heitið Herjólfur IV, fór í jómfrúarsiglingu sína frá Vestmannaeyjum og til Landeyjahafnar í gærkvöldi. Fimmhundruð farþegar voru um borð, einn þeirra var Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ, sem vonast til að samgöngur á milli lands og Eyja batni til muna.Hvernig gekk þessi fyrsta ferð?„Hún gekk bara frábærlega. Þetta var bara dásamlegt og bara gleðidagur,“ segir Íris.Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sést hér önnur frá hægri um borð í Herjólfi í gær.Vísir/Magnús HlynurEr þetta flott og fínt skip?„Glæsilegt skip. Alveg frábært aðstaða um borð. fallegir og stórir gluggar sem er gaman að horfa út um, þannig að þetta er alveg yndislegt,“ segir Íris.Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur Eyjamenn?„Skipið er hannað fyrir höfnina. Við ætlumst til þess að við getum siglt talsvert meira í þessa höfn en við höfum gert,“ segir Íris. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs segir að nú þegar skipið sé komið í notkun sé vandamál sem upp hafa komið vonandi fyrir bí. „Öllum nýjum skipum fylgja einhverjir „eftirkvillar“ og við erum bara að leysa úr þeim hægt og rólega og ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Að setja nýtt skip í rekstur er töluverður pakki og það er búið að taka langan tíma og þjóðin öll veit hvernig málin voru með þetta skip hér,“ segir Guðbjartur.Ívar Torfason skipstjóri Herjólfs sagði Eyjamenn hafa beðið lengi eftir skipinu.Vísir/magnús hlynurSkipið mun sigla sjö ferðir á dag, alla daga ársins. Hámarksfarþegafjöldi er 540 og skipið getur tekið 75 bíla, sem eru 30% fleiri bílar en gamli Herjólfur gat tekið. Ívar Torfason skipstjóri Herjólfs sagði við tímamótin í gær að farþegar skipsins eigi eftir að finna mikinn mun á aðbúnaði. „Við erum búin að bíða lengi eftir skipinu og fólk virðist vera mjög ánægt með nýja fyrirkomulagið og nýja skipið. Þetta er bara skref inn í nútímann, skref inn í nútímann,“ segir Ívar.Eruð þið klárir fyrir Þjóðhátíð?„Við erum klárir fyrir Þjóðhátíð. Við erum að byrja í dag og við munum halda áfram.“
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30 Þurfa að breyta bryggjum fyrir 100 milljónir vegna nýja Herjólfs Ráðist í framkvæmdir í haust. 25. júlí 2019 15:50 Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30
Þurfa að breyta bryggjum fyrir 100 milljónir vegna nýja Herjólfs Ráðist í framkvæmdir í haust. 25. júlí 2019 15:50
Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37