Telja mengun í Kópavogslæk koma frá byggingarframkvæmdum Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 12:00 Greinilegur litur var í Kópavogslæk á fimmtudag. Reglulega berast heilbrigðiseftirlitinu ábendingar frá almenningi um mengun í læknum. Vísir Hvítleit mengunarslikja í Kópavogslæk er talinn koma að mestu frá steypu- og múrvinnu við byggingarframkvæmdir í Kópavogi og Breiðholti. Heilbrigðiseftirlitið telur mengunina ekki verulega skaðlega fyrir umhverfið en óæskilega og hvimleiða. Íbúar í Kópavogi hafa tekið eftir að Kópavogslækur verður reglulega hvítur á lit og hafa kenningar verið uppi um að málning komist í hann, mögulega frá fyrirtækjum í kring. Páll Stefánsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, segir að síðast hafi borist tilkynning um mengun í Kópavogslæk á laugardagskvöld. Þá var mengunin ofarlega í læknum og kom sennilega frá Reykjavík en algengast sé að mengunin sé neðar í honum. Eftirlitið hafa rökstudda kenningu um að mengunin tengist að stærstum hluta byggingarframkvæmdum í Kópavogsdal, fyrir ofan Smáralind og á ÍR-svæðinu í Breiðholti í Reykjavík. „Við tengjum þetta við þessar framkvæmdir. Annars vegar þegar menn eru að dæla upp úr húsgrunnum eða eru í steypuvinnu, múrvinnu, þá flæðir vatnið yfir í drenlagnirnar sem opnast inn í lækinn,“ segir hann. Mengun af þessu tagi sjáist í öllum lækjum á svæði heilbrigðiseftirlitsins en þetta sumarið sé Kópavogslækur undir langmestu álagi.Börn að leik og fuglar á sundi í menguðum Kópavogslæk.VísirEngin hollusta fyrir lækinn Í sumum tilfellum telur Páll að mengunin komi frá því að menn þvoi málningartæki, sprautur og rúllur niður í drenið frekar en klóakið. Í langflestum tilfellum sé mengunin þó jarðefni frá byggingarframkvæmdunum. „Þetta er engin hollusta fyrir lækinn og þetta sest til í honum en þetta er ekki eins skaðlegt og gæti verið eins og í þeim tilvikum sem við fáum olíumálningu eða olíuleka í götum eða þegar menn eru að þvo bíla sína upp úr tjöruleysiefnum úti í götu,“ segir hann. Einfalda lausn á vandanum segir Páll vera að tengja drenið ekki við læki heldur setja það í skólp til sveitarfélaganna „Vandinn við þá lausn er að það þýðir að lækirnir bara þorna upp á þurrkatímum og það er enn skaðlegra fyrir lækina,“ segir hann. Gatnamálastjóri í Kópavogi hafi ítrekað tilmæli til byggingarverktaka að gæta þess að losa ekki úrgang í drenkerfið heldur í klóakið. Það geti þó oft verið erfitt því í steypuvinnu leki vatn gjarnan út á götu og niður í niðurföll. Páll skorar á fólk að leiða hugann að því að niðurfall í götum leiði út í lækina. Úrgangsefnum eigi frekar að veita út í skólp þar sem þau þynnast fljótt út. Spilliefni eins og olíumálningu eigi alltaf að skila í efnamóttökuna eða til Sorpu.Algengt er sagt að mjólkurlituð mengunin sjáist seinni hluta dags og vikunnar þegar framkvæmdir eru í mestum gangi.Vísir Kópavogur Umhverfismál Tengdar fréttir Kópavogslækur reglulega hvítur að lit: Íbúar telja að málning rati í lækinn Mikið dýralíf er í læknum og vinsælt að veiða síli. 29. júní 2019 19:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Hvítleit mengunarslikja í Kópavogslæk er talinn koma að mestu frá steypu- og múrvinnu við byggingarframkvæmdir í Kópavogi og Breiðholti. Heilbrigðiseftirlitið telur mengunina ekki verulega skaðlega fyrir umhverfið en óæskilega og hvimleiða. Íbúar í Kópavogi hafa tekið eftir að Kópavogslækur verður reglulega hvítur á lit og hafa kenningar verið uppi um að málning komist í hann, mögulega frá fyrirtækjum í kring. Páll Stefánsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, segir að síðast hafi borist tilkynning um mengun í Kópavogslæk á laugardagskvöld. Þá var mengunin ofarlega í læknum og kom sennilega frá Reykjavík en algengast sé að mengunin sé neðar í honum. Eftirlitið hafa rökstudda kenningu um að mengunin tengist að stærstum hluta byggingarframkvæmdum í Kópavogsdal, fyrir ofan Smáralind og á ÍR-svæðinu í Breiðholti í Reykjavík. „Við tengjum þetta við þessar framkvæmdir. Annars vegar þegar menn eru að dæla upp úr húsgrunnum eða eru í steypuvinnu, múrvinnu, þá flæðir vatnið yfir í drenlagnirnar sem opnast inn í lækinn,“ segir hann. Mengun af þessu tagi sjáist í öllum lækjum á svæði heilbrigðiseftirlitsins en þetta sumarið sé Kópavogslækur undir langmestu álagi.Börn að leik og fuglar á sundi í menguðum Kópavogslæk.VísirEngin hollusta fyrir lækinn Í sumum tilfellum telur Páll að mengunin komi frá því að menn þvoi málningartæki, sprautur og rúllur niður í drenið frekar en klóakið. Í langflestum tilfellum sé mengunin þó jarðefni frá byggingarframkvæmdunum. „Þetta er engin hollusta fyrir lækinn og þetta sest til í honum en þetta er ekki eins skaðlegt og gæti verið eins og í þeim tilvikum sem við fáum olíumálningu eða olíuleka í götum eða þegar menn eru að þvo bíla sína upp úr tjöruleysiefnum úti í götu,“ segir hann. Einfalda lausn á vandanum segir Páll vera að tengja drenið ekki við læki heldur setja það í skólp til sveitarfélaganna „Vandinn við þá lausn er að það þýðir að lækirnir bara þorna upp á þurrkatímum og það er enn skaðlegra fyrir lækina,“ segir hann. Gatnamálastjóri í Kópavogi hafi ítrekað tilmæli til byggingarverktaka að gæta þess að losa ekki úrgang í drenkerfið heldur í klóakið. Það geti þó oft verið erfitt því í steypuvinnu leki vatn gjarnan út á götu og niður í niðurföll. Páll skorar á fólk að leiða hugann að því að niðurfall í götum leiði út í lækina. Úrgangsefnum eigi frekar að veita út í skólp þar sem þau þynnast fljótt út. Spilliefni eins og olíumálningu eigi alltaf að skila í efnamóttökuna eða til Sorpu.Algengt er sagt að mjólkurlituð mengunin sjáist seinni hluta dags og vikunnar þegar framkvæmdir eru í mestum gangi.Vísir
Kópavogur Umhverfismál Tengdar fréttir Kópavogslækur reglulega hvítur að lit: Íbúar telja að málning rati í lækinn Mikið dýralíf er í læknum og vinsælt að veiða síli. 29. júní 2019 19:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Kópavogslækur reglulega hvítur að lit: Íbúar telja að málning rati í lækinn Mikið dýralíf er í læknum og vinsælt að veiða síli. 29. júní 2019 19:45
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent