2300 stelpur í 344 liðum frá 41 félagi á Símamótinu um helgina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2019 11:30 KR og Breiðablik eigast hér við í leik í morgun. vísir/vilhelm 2300 stelpur hvaðanæva að á landinu taka þátt í Símamótinu sem fer fram á félagssvæði Breiðabliks í Fífunni í Kópavogi um helgina. 41 félag sendir lið á mótið en alls eru liðin 344 talsins. Jóhann Þór Jóhannsson, formaður barna- og unglingaráðs hjá Breiðabliki, segir Símamótið langstærsta fótboltamót sem haldið er hér á landi og það hafi farið stækkandi. Þannig séu fleiri þátttakendur í ár heldur en í fyrra. Keppni hófst klukkan hálfníu í morgun og í kvöld er svo setningarathöfnin. Hún er vanalega á fimmtudagskvöldið en vegna Evrópuleiks hjá meistaraflokki karla í Breiðabliki verður mótið sett formlega í kvöld. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setur mótið og Friðrik Dór heldur svo uppi fjöri.Mótið er stærsta fótboltamót sem haldið er hér á landi.vísir/vilhelmStelpurnar sem keppa eru frá 7. flokki og upp í 5. flokk og er mótið riðlakeppni með styrkleikaröðun. Breiðablik sendir flest lið á mótið, alls 34. Jóhann segir að svona mót gæti aldrei gengið ef ekki væri fyrir dyggan stuðning sjálfboðaliða. „Foreldrar í Breiðabliki fá niðurgreiðslu á æfingagjöldum fyrir að taka vakt á mótinu. Við tókum þetta saman hvað þetta er mikil vinna og þetta eru 150 dagsverk sem verið er að manna yfir helgina,“ segir Jóhann. Keppni lýkur um þrjúleytið á sunnudag. Síminn sýnir beint frá mótinu og þá má nálgast allar upplýsingar um úrslit og leiki á vefsíðu mótsins.Knattspyrnustúlka í Val fagnar góðu gengi.vísir/vilhelmMótið stendur alla helgina.vísir/vilhelm Íslenski boltinn Kópavogur Krakkar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
2300 stelpur hvaðanæva að á landinu taka þátt í Símamótinu sem fer fram á félagssvæði Breiðabliks í Fífunni í Kópavogi um helgina. 41 félag sendir lið á mótið en alls eru liðin 344 talsins. Jóhann Þór Jóhannsson, formaður barna- og unglingaráðs hjá Breiðabliki, segir Símamótið langstærsta fótboltamót sem haldið er hér á landi og það hafi farið stækkandi. Þannig séu fleiri þátttakendur í ár heldur en í fyrra. Keppni hófst klukkan hálfníu í morgun og í kvöld er svo setningarathöfnin. Hún er vanalega á fimmtudagskvöldið en vegna Evrópuleiks hjá meistaraflokki karla í Breiðabliki verður mótið sett formlega í kvöld. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setur mótið og Friðrik Dór heldur svo uppi fjöri.Mótið er stærsta fótboltamót sem haldið er hér á landi.vísir/vilhelmStelpurnar sem keppa eru frá 7. flokki og upp í 5. flokk og er mótið riðlakeppni með styrkleikaröðun. Breiðablik sendir flest lið á mótið, alls 34. Jóhann segir að svona mót gæti aldrei gengið ef ekki væri fyrir dyggan stuðning sjálfboðaliða. „Foreldrar í Breiðabliki fá niðurgreiðslu á æfingagjöldum fyrir að taka vakt á mótinu. Við tókum þetta saman hvað þetta er mikil vinna og þetta eru 150 dagsverk sem verið er að manna yfir helgina,“ segir Jóhann. Keppni lýkur um þrjúleytið á sunnudag. Síminn sýnir beint frá mótinu og þá má nálgast allar upplýsingar um úrslit og leiki á vefsíðu mótsins.Knattspyrnustúlka í Val fagnar góðu gengi.vísir/vilhelmMótið stendur alla helgina.vísir/vilhelm
Íslenski boltinn Kópavogur Krakkar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira