Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2019 13:34 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. FBL/Stefán Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. Stjórn Icelandair Group hefur skrifað undir kaupsamning við félagið Berjaya Property Ireland Limited, dótturfélag malasísku fyrirtækjasamstæðunnar Berjaya Land Berhad, um að félagið eignist meirihluta í Icelandair Hotels ásamt þeim fasteignum sem tilheyra rekstri hótela keðjunnar. Viðskiptin munu ganga í gegn í lok árs. Stofnandi og stjórnarformaður félagsins er Tan Sri Dato Vincent Tan, oftast þekktur sem Vincent Tan, en hann er eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff City. Þá hefur hann fjárfest víða í ferðaþjónustu, fasteignum og fjarskipta- og netfyrirtækjum svo dæmi séu nefnd. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að nú sé stefna Icelandair að leggja áherslu á alþjóðlegan flugrekstur. „Mjög gott skref í þeirri stefnubreytingu og styrkir okkar efnahagsreikning og einfaldar. Mjög ánægjulegt að erlendur fjárfestir hafi svo miklar trú á okkar starfsemi.“ Þá hafi margir haft áhuga á að fjárfesta í félaginu.Vincent Tan á leik Cardiff í maí í fyrra.Getty/Nathan MunkleyHeildarvirði Icelandair Hotels og tengdra fasteigna er metið á um 17,1 milljarð íslenskra króna. Um er að ræða fjögur hótel og er heildarfjöldi herbergjaframboðs 1.811. Að auki ætlar félagið, í samstarfi við Hilton Hotels, opna nýtt 145 herbergja glæsihótel á Landsímareit árið 2020. Samkvæmt kaupsamningnum muni Berjaya eignast 75% hlut í félaginu, háð því skilyrði að Icelandair Group haldi eftir 25% hlut í a.m.k. þrjú ár, en samhliða kaupsamningnum hafa Icelandair Group og Berjaya skrifað undir kaup- og söluréttarsamninga vegna eftirstandandi 25% hlutarins. „Við sögðum það strax í upphafi þegar við hófum söluferlið, ekki þegar við hófum viðræður við þennan aðila heldur þegar við hófum ferlið almennt, að þá sögðum við að það kæmi vel til greina að eiga 20-30% hlut í félaginu áfram, með rétta samstarfsaðilanum, og það var í rauninni niðurstaðan í þessum viðskipum.“ Bogi Nils segir að að Vincent Tan sjái mikið tækifæri í Íslandi sem ferðamannalandi og að hann vilji taka þátt í uppbyggingu hér. „Kaupin endurspegla afstöðu hans og hans fyrirtækis og fólks til Íslands og Íslands sem ferðamannalands. Hann hefur mikinn áhuga á Íslandi og telur að möguleikar Íslands í þessum geira séu miklir til framtíðar. […] Hann telur tækifæri í því að auka fjölda ferðamanna frá Asíu til Íslands.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Færri ferðamenn en rekstur Icelandair Hotels batnaði Erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung í maí en hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í mánuðinum. Icelandair flutti rúmlega 30 prósent fleiri farþega í maí. Hjá öðrum stórum hótelkeðjum var samdráttur eða nýting á pari við árið áður. Verð hjá Icelandair Hotels lækkaði um sex prósent í maí. 13. júní 2019 06:15 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Samningar dótturfélags malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation um kaup á 80% hlut í Icelandair Hotels eru á lokametrunum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. 8. maí 2019 07:59 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. Stjórn Icelandair Group hefur skrifað undir kaupsamning við félagið Berjaya Property Ireland Limited, dótturfélag malasísku fyrirtækjasamstæðunnar Berjaya Land Berhad, um að félagið eignist meirihluta í Icelandair Hotels ásamt þeim fasteignum sem tilheyra rekstri hótela keðjunnar. Viðskiptin munu ganga í gegn í lok árs. Stofnandi og stjórnarformaður félagsins er Tan Sri Dato Vincent Tan, oftast þekktur sem Vincent Tan, en hann er eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff City. Þá hefur hann fjárfest víða í ferðaþjónustu, fasteignum og fjarskipta- og netfyrirtækjum svo dæmi séu nefnd. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að nú sé stefna Icelandair að leggja áherslu á alþjóðlegan flugrekstur. „Mjög gott skref í þeirri stefnubreytingu og styrkir okkar efnahagsreikning og einfaldar. Mjög ánægjulegt að erlendur fjárfestir hafi svo miklar trú á okkar starfsemi.“ Þá hafi margir haft áhuga á að fjárfesta í félaginu.Vincent Tan á leik Cardiff í maí í fyrra.Getty/Nathan MunkleyHeildarvirði Icelandair Hotels og tengdra fasteigna er metið á um 17,1 milljarð íslenskra króna. Um er að ræða fjögur hótel og er heildarfjöldi herbergjaframboðs 1.811. Að auki ætlar félagið, í samstarfi við Hilton Hotels, opna nýtt 145 herbergja glæsihótel á Landsímareit árið 2020. Samkvæmt kaupsamningnum muni Berjaya eignast 75% hlut í félaginu, háð því skilyrði að Icelandair Group haldi eftir 25% hlut í a.m.k. þrjú ár, en samhliða kaupsamningnum hafa Icelandair Group og Berjaya skrifað undir kaup- og söluréttarsamninga vegna eftirstandandi 25% hlutarins. „Við sögðum það strax í upphafi þegar við hófum söluferlið, ekki þegar við hófum viðræður við þennan aðila heldur þegar við hófum ferlið almennt, að þá sögðum við að það kæmi vel til greina að eiga 20-30% hlut í félaginu áfram, með rétta samstarfsaðilanum, og það var í rauninni niðurstaðan í þessum viðskipum.“ Bogi Nils segir að að Vincent Tan sjái mikið tækifæri í Íslandi sem ferðamannalandi og að hann vilji taka þátt í uppbyggingu hér. „Kaupin endurspegla afstöðu hans og hans fyrirtækis og fólks til Íslands og Íslands sem ferðamannalands. Hann hefur mikinn áhuga á Íslandi og telur að möguleikar Íslands í þessum geira séu miklir til framtíðar. […] Hann telur tækifæri í því að auka fjölda ferðamanna frá Asíu til Íslands.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Færri ferðamenn en rekstur Icelandair Hotels batnaði Erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung í maí en hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í mánuðinum. Icelandair flutti rúmlega 30 prósent fleiri farþega í maí. Hjá öðrum stórum hótelkeðjum var samdráttur eða nýting á pari við árið áður. Verð hjá Icelandair Hotels lækkaði um sex prósent í maí. 13. júní 2019 06:15 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Samningar dótturfélags malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation um kaup á 80% hlut í Icelandair Hotels eru á lokametrunum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. 8. maí 2019 07:59 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Sjá meira
Færri ferðamenn en rekstur Icelandair Hotels batnaði Erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung í maí en hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í mánuðinum. Icelandair flutti rúmlega 30 prósent fleiri farþega í maí. Hjá öðrum stórum hótelkeðjum var samdráttur eða nýting á pari við árið áður. Verð hjá Icelandair Hotels lækkaði um sex prósent í maí. 13. júní 2019 06:15
Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06
Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Samningar dótturfélags malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation um kaup á 80% hlut í Icelandair Hotels eru á lokametrunum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. 8. maí 2019 07:59