Varaforsetinn ver aðstæður barna og fjölskyldna á landamærastöðvum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2019 23:49 Í bakgrunni þessarar myndar má sjá dýnurnar sem fólk í innflytjendabúðum sefur á. Twitter Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, birti í gær tíst þar sem hann varði þær aðstæður sem börn og fjölskyldur í landamærastöðvum víðs vegar um Bandaríkin búa við. Segir hann „berskjaldaðar fjölskyldur“ sem dvelji í slíkum búðum fá „alúðlega meðferð“ frá bandarísku þjóðinni. Í einu tísti sem varaforsetinn birti eru tvær myndir þar sem hann virðist eiga einhver samskipti við börn sem dvelja á einni slíkri stöð.Rather than broadcast the full story, showing the compassionate care the American people are providing to vulnerable families, tonight CNN only played video of men in the temporary facility and didn’t play any footage of the family facility at all... — Vice President Mike Pence (@VP) July 13, 2019 Lengi hefur verið deilt um aðstæðurnar sem fólki á landamærstöðvunum er boðið upp á, en fréttir af því að stórum hópum fólks sé haldið í klefum sem hannaðir eru fyrir mun færri hafa farið hátt á síðustu misserum. Eins hafa birst myndir sem sýna að bersýnilega eru aðstæður í mörgum stöðvanna, sem gerðar eru til þess að halda fólki sem reynir að komast ólöglega yfir landamærin inn til Bandaríkjanna, ekki fullnægjandi samkvæmt stöðlum tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna, sem sjálft fer með rekstur stöðvanna.ignoring the excellent care being provided to families and children. Our great @CBP agents deserve better and the American people deserve the whole story from CNN! pic.twitter.com/hsKsU6umhW — Vice President Mike Pence (@VP) July 13, 2019 Í tístum sínum sakar Pence miðilinn CNN um að segja ekki satt og rétt frá þegar kemur að aðstæðum fólks á stöðvunum og segir hann CNN hundsa algjörlega þá „frábæru meðferð sem börnum og fjölskyldum er veitt“ í búðunum. CNN og æðsti yfirmaður varaforsetans, Donald Trump Bandaríkjaforseti, hafa lengi eldað grátt silfur saman en forsetinn hefur ítrekað sakað CNN um falsfréttaflutning og kallað fréttamiðilinn, ásamt öðrum miðlum „óvin fólksins.“Á annarri myndinni sem varaforsetinn birti má sjá þunnar dýnur sem liggja á gólfinu, en þar er fólkinu í stöðvunum gert að sofa. Starfsmenn landamærastöðva þar sem karlmenn eru í haldi hafa sjálfir lýst aðstæðum þar sem skelfilegum. Segja þeir að sumir mannanna þar hafi verið í haldi í allt að 32 daga, en samkvæmt reglum toll- og landamæraeftirlitsins má ekki halda fólki þar lengur en í 72 tíma. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nýbirtar myndir sýna sláandi aðstæður flóttafólks á landamærastöðvum Bandaríkjanna Aðstæðurnar eru sagðar brjóta í bága við þá staðla sem toll- og landamæragæsla Bandaríkjanna hefur sett sér. 2. júlí 2019 23:12 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, birti í gær tíst þar sem hann varði þær aðstæður sem börn og fjölskyldur í landamærastöðvum víðs vegar um Bandaríkin búa við. Segir hann „berskjaldaðar fjölskyldur“ sem dvelji í slíkum búðum fá „alúðlega meðferð“ frá bandarísku þjóðinni. Í einu tísti sem varaforsetinn birti eru tvær myndir þar sem hann virðist eiga einhver samskipti við börn sem dvelja á einni slíkri stöð.Rather than broadcast the full story, showing the compassionate care the American people are providing to vulnerable families, tonight CNN only played video of men in the temporary facility and didn’t play any footage of the family facility at all... — Vice President Mike Pence (@VP) July 13, 2019 Lengi hefur verið deilt um aðstæðurnar sem fólki á landamærstöðvunum er boðið upp á, en fréttir af því að stórum hópum fólks sé haldið í klefum sem hannaðir eru fyrir mun færri hafa farið hátt á síðustu misserum. Eins hafa birst myndir sem sýna að bersýnilega eru aðstæður í mörgum stöðvanna, sem gerðar eru til þess að halda fólki sem reynir að komast ólöglega yfir landamærin inn til Bandaríkjanna, ekki fullnægjandi samkvæmt stöðlum tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna, sem sjálft fer með rekstur stöðvanna.ignoring the excellent care being provided to families and children. Our great @CBP agents deserve better and the American people deserve the whole story from CNN! pic.twitter.com/hsKsU6umhW — Vice President Mike Pence (@VP) July 13, 2019 Í tístum sínum sakar Pence miðilinn CNN um að segja ekki satt og rétt frá þegar kemur að aðstæðum fólks á stöðvunum og segir hann CNN hundsa algjörlega þá „frábæru meðferð sem börnum og fjölskyldum er veitt“ í búðunum. CNN og æðsti yfirmaður varaforsetans, Donald Trump Bandaríkjaforseti, hafa lengi eldað grátt silfur saman en forsetinn hefur ítrekað sakað CNN um falsfréttaflutning og kallað fréttamiðilinn, ásamt öðrum miðlum „óvin fólksins.“Á annarri myndinni sem varaforsetinn birti má sjá þunnar dýnur sem liggja á gólfinu, en þar er fólkinu í stöðvunum gert að sofa. Starfsmenn landamærastöðva þar sem karlmenn eru í haldi hafa sjálfir lýst aðstæðum þar sem skelfilegum. Segja þeir að sumir mannanna þar hafi verið í haldi í allt að 32 daga, en samkvæmt reglum toll- og landamæraeftirlitsins má ekki halda fólki þar lengur en í 72 tíma.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nýbirtar myndir sýna sláandi aðstæður flóttafólks á landamærastöðvum Bandaríkjanna Aðstæðurnar eru sagðar brjóta í bága við þá staðla sem toll- og landamæragæsla Bandaríkjanna hefur sett sér. 2. júlí 2019 23:12 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Nýbirtar myndir sýna sláandi aðstæður flóttafólks á landamærastöðvum Bandaríkjanna Aðstæðurnar eru sagðar brjóta í bága við þá staðla sem toll- og landamæragæsla Bandaríkjanna hefur sett sér. 2. júlí 2019 23:12