Stórskuldugum gert að sitja sektir af sér Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júlí 2019 06:00 Afplánun vararefsinga fer fram á Hólmsheiði. Fréttablaðið/Vilhelm Starfshópur á vegum dómsmálaráðherra leggur til að hætt verði að bjóða þeim, sem fengið hafa dóm í refsimáli sem kveður á um greiðslu sektar yfir tíu milljónum, að afplána vararefsingu með samfélagsþjónustu. Fram kemur í skýrslunni að innheimtuhlutfall dómsekta er undir 10 prósentum og sérstaklega lágt í tilvikum hæstu sektanna, eða tæp tvö prósent. Efasemdum er lýst um varnaðaráhrif samfélagsþjónustu í tilvikum hæstu sektanna enda þá um að ræða afplánun dóms fyrir brot sem falið hafa í sér mikinn fjárhagslegan ávinning. Fangelsi sem vararefsing er talin mun líklegri til að hafa hvetjandi áhrif á skuldunauta. Einnig er lagt til að tryggð verði tíu fangapláss til afplánunar vararefsinga enda forsenda þess hvata sem fangelsisvist á að vera til þess að sektin sé greidd. Starfshópurinn var settur á laggirnar í kjölfar athugasemda Ríkisendurskoðunar við lágt innheimtuhlutfall sekta. Í athugasemdum Ríkisendurskoðunar var sterkum grunsemdum lýst um að menn, sem dæmdir hafi verið fyrir skattalagabrot og önnur svokölluð hvítflibbabrot, hafi fullt bolmagn til að greiða háar sektir, en komi sér undan greiðslunni og afpláni frekar vararefsinguna. En í stað þess að afplána hana í fangelsi hafa þeir flestir afplánað með samfélagsþjónustu. Með þeim hætti séu þeir í rauninni að inna af hendi vinnu með gríðarhátt tímakaup sé tekið mið af þeim ávinningi sem þeir höfðu af broti sínu. Háar sektir eru til dæmis dæmdar á atvinnurekendur sem hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti eða staðgreiðslu gjalda sem dregin hafa verið af launum starfsmanna. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Starfshópur á vegum dómsmálaráðherra leggur til að hætt verði að bjóða þeim, sem fengið hafa dóm í refsimáli sem kveður á um greiðslu sektar yfir tíu milljónum, að afplána vararefsingu með samfélagsþjónustu. Fram kemur í skýrslunni að innheimtuhlutfall dómsekta er undir 10 prósentum og sérstaklega lágt í tilvikum hæstu sektanna, eða tæp tvö prósent. Efasemdum er lýst um varnaðaráhrif samfélagsþjónustu í tilvikum hæstu sektanna enda þá um að ræða afplánun dóms fyrir brot sem falið hafa í sér mikinn fjárhagslegan ávinning. Fangelsi sem vararefsing er talin mun líklegri til að hafa hvetjandi áhrif á skuldunauta. Einnig er lagt til að tryggð verði tíu fangapláss til afplánunar vararefsinga enda forsenda þess hvata sem fangelsisvist á að vera til þess að sektin sé greidd. Starfshópurinn var settur á laggirnar í kjölfar athugasemda Ríkisendurskoðunar við lágt innheimtuhlutfall sekta. Í athugasemdum Ríkisendurskoðunar var sterkum grunsemdum lýst um að menn, sem dæmdir hafi verið fyrir skattalagabrot og önnur svokölluð hvítflibbabrot, hafi fullt bolmagn til að greiða háar sektir, en komi sér undan greiðslunni og afpláni frekar vararefsinguna. En í stað þess að afplána hana í fangelsi hafa þeir flestir afplánað með samfélagsþjónustu. Með þeim hætti séu þeir í rauninni að inna af hendi vinnu með gríðarhátt tímakaup sé tekið mið af þeim ávinningi sem þeir höfðu af broti sínu. Háar sektir eru til dæmis dæmdar á atvinnurekendur sem hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti eða staðgreiðslu gjalda sem dregin hafa verið af launum starfsmanna.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira