Biður fólk að bera ekki rangar sakir á starfsmenn sína eftir atvik á róluvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2019 21:08 Maðurinn reyndist starfsmaður EFLU og staddur á leiksvæðinu við öryggisúttekt á búnaði og lóð. Vísir/vilhelm Verkfræðistofan EFLA biðlar til fólks að bera ekki rangar sakir á saklausa starfsmenn sína, sem sinni venjubundnum úttektum á stofnanalóðum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá EFLU sem send er út vegna umræðu um myndatökur starfsmanns fyrirtækisins í hverfishópi á Facebook í dag. Fjallað var um málið á vef DV en þar er vísað í mynd af karlmanni sem birt var í Facebook-hópi íbúa Langholtshverfis. Kona sem deilir myndinni sagðist hafa komið auga á manninn á Drekaróluvelli við Drekavog í morgun og séð hann taka myndir. Þá hafi hann m.a. gert sig líklegan til að taka mynd af fimm ára gömlum dóttursyni hennar. Konan kvað manninn hafa sagst vera á leikvellinum að taka út leiktæki fyrir Reykjavíkurborg. Enginn hjá borginni hafi hins vegar kannast við manninn þegar konan grennslaðist fyrir um hann og sagðist hún því hafa hringt á lögregluna. Varaði hún íbúa Langholtshverfis jafnframt við manninum. Þá var færslunni deilt áfram í hópinn Mæðratips á Facebook og maðurinn þar sagður „barnaperri“. Síðar kom þó í ljós að maðurinn var starfsmaður EFLU og staddur á leiksvæðinu við öryggisúttekt á búnaði og lóð. DV greinir jafnframt frá því að starfsmaðurinn hafi svarað konunni í hverfishópnum og hafnað því að hafa verið að taka mynd af barninu, auk þess sem hann kvaðst hafa sýnt henni gögn sem skýrðu veru hans á leikvellinum. Í yfirlýsingu EFLU segir jafnframt að við þessar úttektir séu aldrei teknar myndir af notendum svæðanna, hvorki börnum né fullorðnum. Þá kveði verklagsreglur EFLU á um að starfsmenn í úttektum skuli ávallt klæðast merktum fatnaði, sem viðkomandi starfsmaður hafi gert við úttektina í morgun. „EFLA harmar mjög að umræðan skuli hafi farið í þennan farveg. Þó að vissulega sé alltaf gott að hafa varann á sér gagnvart grunsamlegri hegðun fullorðinna á leikvöllum þá biður EFLA fólk einnig um að gæta þess að bera ekki í fljótfærni rangar sakir á saklausa einstaklinga í umræðum á Facebook. Oft getur einfaldlega verið um að ræða fólk að sinna starfi sínu,“ segir í yfirlýsingunni.Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Skipulag Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Verkfræðistofan EFLA biðlar til fólks að bera ekki rangar sakir á saklausa starfsmenn sína, sem sinni venjubundnum úttektum á stofnanalóðum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá EFLU sem send er út vegna umræðu um myndatökur starfsmanns fyrirtækisins í hverfishópi á Facebook í dag. Fjallað var um málið á vef DV en þar er vísað í mynd af karlmanni sem birt var í Facebook-hópi íbúa Langholtshverfis. Kona sem deilir myndinni sagðist hafa komið auga á manninn á Drekaróluvelli við Drekavog í morgun og séð hann taka myndir. Þá hafi hann m.a. gert sig líklegan til að taka mynd af fimm ára gömlum dóttursyni hennar. Konan kvað manninn hafa sagst vera á leikvellinum að taka út leiktæki fyrir Reykjavíkurborg. Enginn hjá borginni hafi hins vegar kannast við manninn þegar konan grennslaðist fyrir um hann og sagðist hún því hafa hringt á lögregluna. Varaði hún íbúa Langholtshverfis jafnframt við manninum. Þá var færslunni deilt áfram í hópinn Mæðratips á Facebook og maðurinn þar sagður „barnaperri“. Síðar kom þó í ljós að maðurinn var starfsmaður EFLU og staddur á leiksvæðinu við öryggisúttekt á búnaði og lóð. DV greinir jafnframt frá því að starfsmaðurinn hafi svarað konunni í hverfishópnum og hafnað því að hafa verið að taka mynd af barninu, auk þess sem hann kvaðst hafa sýnt henni gögn sem skýrðu veru hans á leikvellinum. Í yfirlýsingu EFLU segir jafnframt að við þessar úttektir séu aldrei teknar myndir af notendum svæðanna, hvorki börnum né fullorðnum. Þá kveði verklagsreglur EFLU á um að starfsmenn í úttektum skuli ávallt klæðast merktum fatnaði, sem viðkomandi starfsmaður hafi gert við úttektina í morgun. „EFLA harmar mjög að umræðan skuli hafi farið í þennan farveg. Þó að vissulega sé alltaf gott að hafa varann á sér gagnvart grunsamlegri hegðun fullorðinna á leikvöllum þá biður EFLA fólk einnig um að gæta þess að bera ekki í fljótfærni rangar sakir á saklausa einstaklinga í umræðum á Facebook. Oft getur einfaldlega verið um að ræða fólk að sinna starfi sínu,“ segir í yfirlýsingunni.Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira