Eðlilegt verð segir borgin Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. júlí 2019 06:15 Húsið kostar borgina 230 milljónir króna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Kaupverðið er eðlilegt og ráða því nokkrir þættir sem umræddur fasteignasali tók ekki með í reikninginn,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, í svari við fyrirspurn um kaup borgarinnar á fasteigninni Hringbraut 79. Kaupverðið er 230 milljónir króna auk þess sem setja þarf fimm milljónir í aðlögun húsnæðisins að fyrirhugaðri notkun. Húsnæðið er ætlað velferðarsviði borgarinnar og verður íbúðakjarni fyrir konur með geðfötlun og fjölþættan vanda. Húsið er 395,3 fermetrar og samanstendur af tveimur íbúðum og bílskúrum. Íbúðirnar skipast í sjö íbúðaeiningar sem allar eru með eldhúsinnréttingu og baðherbergi. Fasteignasalinn Páll Pálsson fjallaði um kaupin á Facebook-síðu sinni Fasteignafréttir og velti upp þeirri spurningu hvort um góð kaup væri að ræða fyrir borgina. Fermetraverðið væri 580 þúsund krónur en meðalfermetraverðið á sambærilegum eignum væri nær 490 þúsund. Bjarni bendir á að ásett verð hafi verið 280 milljónir, verðmat 240 milljónir en borgin keypt á 230 milljónir með búnaði, sem sé líklega um 10 milljóna króna virði. „Þá má líta til þess í svona viðskiptum að húseignin er nýuppgerð að utan sem innan,“ segir Bjarni. „Litlu eða engu þarf að breyta til að skjólstæðingar borgarinnar geti flutt beint inn. Þetta skýrir verðið sem borgin greiðir.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
„Kaupverðið er eðlilegt og ráða því nokkrir þættir sem umræddur fasteignasali tók ekki með í reikninginn,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, í svari við fyrirspurn um kaup borgarinnar á fasteigninni Hringbraut 79. Kaupverðið er 230 milljónir króna auk þess sem setja þarf fimm milljónir í aðlögun húsnæðisins að fyrirhugaðri notkun. Húsnæðið er ætlað velferðarsviði borgarinnar og verður íbúðakjarni fyrir konur með geðfötlun og fjölþættan vanda. Húsið er 395,3 fermetrar og samanstendur af tveimur íbúðum og bílskúrum. Íbúðirnar skipast í sjö íbúðaeiningar sem allar eru með eldhúsinnréttingu og baðherbergi. Fasteignasalinn Páll Pálsson fjallaði um kaupin á Facebook-síðu sinni Fasteignafréttir og velti upp þeirri spurningu hvort um góð kaup væri að ræða fyrir borgina. Fermetraverðið væri 580 þúsund krónur en meðalfermetraverðið á sambærilegum eignum væri nær 490 þúsund. Bjarni bendir á að ásett verð hafi verið 280 milljónir, verðmat 240 milljónir en borgin keypt á 230 milljónir með búnaði, sem sé líklega um 10 milljóna króna virði. „Þá má líta til þess í svona viðskiptum að húseignin er nýuppgerð að utan sem innan,“ segir Bjarni. „Litlu eða engu þarf að breyta til að skjólstæðingar borgarinnar geti flutt beint inn. Þetta skýrir verðið sem borgin greiðir.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira