Hreiðar, Magnús og Sigurður sýknaðir í CLN-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2019 11:30 Þremenningarnir í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð málsins í byrjun júní. fréttablaðið/sigtryggur ari Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp klukkan 11:30 í Lækjargötu. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða málsvarnarlaun verjenda Hreiðars Más, Sigurðar og Magnúsar. Þau námu um fimm milljónum í tilfelli Harðar Felix Harðarsonar sem gætti hagsmuna Hreiðars Más, en tæplega fjögurra milljóna í tilfelli Kristínar Edwald og Gests Jónssonar sem gættu hagsmuna Magnúsar og Sigurðar. Í málinu voru þremenningarnir ákærðir fyrir umboðssvik vegna lána sem hljóðuðu upp á 508 milljónir evra frá því í ágúst til október 2008. Lánin fóru til tveggja félaga sem keyptu lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingaálagi Kaupþings. Taldi ákæruvaldið markmiðið hafa verið að lækka skuldatryggingaálagið. Lögmennirnir Gestur, Hörður Felix, Kristín og Almar sem gættu hagsmuna ákærðu í málinu.Vísir/Vilhelm Málið hefur velkst um í dómskerfinu í mörg ár en héraðsdómur kvað fyrst upp dóm í málinu í janúar 2016. Hreiðar, Sigurður og Magnús voru þá allir sýknaðir en ákæruvaldið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Áður en málið var tekið fyrir hjá þeim dómstól komu fram nýjar upplýsingar varðandi það að Deutsche Bank hefði greitt þrotabúi Kaupþings stóran hlut upphæðarinnar sem lánuð var eða alls 425 milljónir evra. Hæstiréttur ómerkti dóminn og málsmeðferðina í héraði vegna þessara nýju upplýsinga þar sem ástæður greiðslunnar lágu ekki fyrir. Taldi Hæstiréttur því að rannsaka þyrfti þennan þátt málsins betur. Málið fór því aftur heim í hérað og tók ákæruvaldið til við að rannsaka málið að nýju. Þegar málið var svo flutt aftur fyrir héraðsdómi vísaði dómurinn málinu frá þar sem hann taldi ákæruvaldið ekki hafa rannsakað sem skyldi þau atriði sem Hæstiréttur hafði sagt að þyrfti að rannsaka betur. Ákæruvaldið kærði frávísun héraðsdóms til Landsréttar sem úrskurðaði að héraðsdómi bæri að taka málið til efnislegrar meðferðar, meðal annars á grundvelli þess að ákæruvaldið taldi hvorki að samkomulagið um greiðsluna frá Deutsche Bank hefði þýðingu fyrir grundvöll málsins né við mat á því hvort skilyrði umboðssvika væru uppfyllt. Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál CLN-málið Tengdar fréttir Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30 Máli Kaupþingstoppa vísað frá vegna ófullnægjandi rannsóknar Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í hádeginu frá dómi máli þriggja fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi. Um er að ræða svokallað CLN-mál en Hæstiréttur ómerkti í október í fyrra sýknudóm í málinu. 11. september 2018 14:50 Mest lesið Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp klukkan 11:30 í Lækjargötu. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða málsvarnarlaun verjenda Hreiðars Más, Sigurðar og Magnúsar. Þau námu um fimm milljónum í tilfelli Harðar Felix Harðarsonar sem gætti hagsmuna Hreiðars Más, en tæplega fjögurra milljóna í tilfelli Kristínar Edwald og Gests Jónssonar sem gættu hagsmuna Magnúsar og Sigurðar. Í málinu voru þremenningarnir ákærðir fyrir umboðssvik vegna lána sem hljóðuðu upp á 508 milljónir evra frá því í ágúst til október 2008. Lánin fóru til tveggja félaga sem keyptu lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingaálagi Kaupþings. Taldi ákæruvaldið markmiðið hafa verið að lækka skuldatryggingaálagið. Lögmennirnir Gestur, Hörður Felix, Kristín og Almar sem gættu hagsmuna ákærðu í málinu.Vísir/Vilhelm Málið hefur velkst um í dómskerfinu í mörg ár en héraðsdómur kvað fyrst upp dóm í málinu í janúar 2016. Hreiðar, Sigurður og Magnús voru þá allir sýknaðir en ákæruvaldið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Áður en málið var tekið fyrir hjá þeim dómstól komu fram nýjar upplýsingar varðandi það að Deutsche Bank hefði greitt þrotabúi Kaupþings stóran hlut upphæðarinnar sem lánuð var eða alls 425 milljónir evra. Hæstiréttur ómerkti dóminn og málsmeðferðina í héraði vegna þessara nýju upplýsinga þar sem ástæður greiðslunnar lágu ekki fyrir. Taldi Hæstiréttur því að rannsaka þyrfti þennan þátt málsins betur. Málið fór því aftur heim í hérað og tók ákæruvaldið til við að rannsaka málið að nýju. Þegar málið var svo flutt aftur fyrir héraðsdómi vísaði dómurinn málinu frá þar sem hann taldi ákæruvaldið ekki hafa rannsakað sem skyldi þau atriði sem Hæstiréttur hafði sagt að þyrfti að rannsaka betur. Ákæruvaldið kærði frávísun héraðsdóms til Landsréttar sem úrskurðaði að héraðsdómi bæri að taka málið til efnislegrar meðferðar, meðal annars á grundvelli þess að ákæruvaldið taldi hvorki að samkomulagið um greiðsluna frá Deutsche Bank hefði þýðingu fyrir grundvöll málsins né við mat á því hvort skilyrði umboðssvika væru uppfyllt. Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál CLN-málið Tengdar fréttir Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30 Máli Kaupþingstoppa vísað frá vegna ófullnægjandi rannsóknar Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í hádeginu frá dómi máli þriggja fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi. Um er að ræða svokallað CLN-mál en Hæstiréttur ómerkti í október í fyrra sýknudóm í málinu. 11. september 2018 14:50 Mest lesið Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30
Máli Kaupþingstoppa vísað frá vegna ófullnægjandi rannsóknar Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í hádeginu frá dómi máli þriggja fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi. Um er að ræða svokallað CLN-mál en Hæstiréttur ómerkti í október í fyrra sýknudóm í málinu. 11. september 2018 14:50