Ludvigsen dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum hælisleitendum Sylvía Hall skrifar 4. júlí 2019 15:40 Ludvigsen er fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrverandi fylkisstjóri Troms. Hann á að hafa framið brotin þegar hann gegndi síðarnefnda embættinu árin 2006-2014. EPA/STIAN LYSBERG SOLUM Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, Svein Ludvigsen, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum hælisleitendum. Þá var hann einnig dæmdur til þess að greiða 743 þúsund norskar krónur til fórnarlambanna, sem samsvarar tæplega ellefu milljónum íslenskra króna. NRK greinir frá. Ludvigsen er sagður hafa misnotað stöðu sína sem embættismaður til þess að þvinga mennina til að hafa við sig samfarir gegn því að veita þeim hæli. Þá hafi hann nýtt sér þroskaskerðingu eins þeirra til þess að brjóta á honum kynferðislega.Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendumAllir mennirnir komu til Noregs sem ungir hælisleitendur. Þeir þekktust ekkert fyrir en framburðir þeirra báru allir þess merki að Ludvigsen hafi gróflega misnotað stöðu sína í þeirra málum. Ludvigsen neitaði sök í málinu en í vitnisburði eins fórnarlambsins kom fram að Ludvigsen hafi hjálpað honum að verða sér út um vinnu og greitt kostnaðinn við að taka bílpróf. Sagði fórnarlambið annarlegar hvatir hafa búið að baki góðmennsku ráðherrans og hann hafi einungis gert þetta til þess að sýna fram á völd sín.Eitt af sönnunargögnum í málinu. Svein Ludvigsen sést hér á gangi í grennd við hótel ásamt einum af mönnunum sem hann er sakaður um að hafa brotið gegn.Mynd/Lögreglan í NoregiLeið eins og þræl Alvarlegasta brotið beindist að hælisleitanda sem var aðeins sautján ára gamall þegar hann kynntist Ludvigsen. Hann hafi hitt hann í móttöku fyrir hælisleitendur sem ráðherran bauð til árið 2011. Í kjölfarið hafi hann boðið drengnum með í sumarbústað þar sem misnotkunin hófst.Í bústaðarferðinni tók Ludvigsen nektarmynd af þeim saman sem varð til þess að rannsóknin hófst. Í átta yfirheyrslum hjá lögreglu neitaði Ludvigsen að hafa haft kynmök með drengnum þrátt fyrir myndina. Hælisleitandinn ungi, sem er í dag 25 ára gamall, sagði við réttarhöldin að honum hafi liðið eins og þræl. Ludvigsen hafi talið honum trú um að hann gæti útvegað honum dvalarleyfi og seinna meir ríkisborgararétti og því hafi hann ekki þorað að segja frá sambandi þeirra af ótta við afleiðingarnar. Í máli annars fórnarlambsins, sem glímir við þroskaskerðingu, bauð ráðherrann honum upp á hótelherbergi þar sem hann hafði við hann kynmök. Ludvigsen sagðist ekki muna eftir því að hafa hitt drenginn þrátt fyrir mörg afrit af samtölum þeirra á milli í sönnunargögnum málsins. Lögmaður Ludvigsen segir niðurstöðuna koma skjólstæðingi sínum verulega á óvart og hyggst áfrýja niðurstöðu dómsins. Noregur Tengdar fréttir Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi. 11. júní 2019 15:45 Fer fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Ludvigsen fyrir kynferðisbrotin Saksóknari í Noregi fer fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sem sakaður er um kynferðisbrot gegn ungum hælisleitendum. 24. júní 2019 10:37 Telur að Ludvigsen hafi aðeins aðstoðað fórnarlömb sín til þess að sýna vald sitt Einn af hælisleitendunum sem Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegisráðherra Noregs, er sakaður um að hafa brotið á kynferðislega telur að hjálpsemi hans í þeirra garð hafi aðeins verið hans leið til þess að sýna hversu mikið vald hann hefði. Hælisleitandinn segist á einum tímapunkti hafa haft í hyggju að myrða Ludvigsen vegna málsins. 12. júní 2019 12:44 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, Svein Ludvigsen, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum hælisleitendum. Þá var hann einnig dæmdur til þess að greiða 743 þúsund norskar krónur til fórnarlambanna, sem samsvarar tæplega ellefu milljónum íslenskra króna. NRK greinir frá. Ludvigsen er sagður hafa misnotað stöðu sína sem embættismaður til þess að þvinga mennina til að hafa við sig samfarir gegn því að veita þeim hæli. Þá hafi hann nýtt sér þroskaskerðingu eins þeirra til þess að brjóta á honum kynferðislega.Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendumAllir mennirnir komu til Noregs sem ungir hælisleitendur. Þeir þekktust ekkert fyrir en framburðir þeirra báru allir þess merki að Ludvigsen hafi gróflega misnotað stöðu sína í þeirra málum. Ludvigsen neitaði sök í málinu en í vitnisburði eins fórnarlambsins kom fram að Ludvigsen hafi hjálpað honum að verða sér út um vinnu og greitt kostnaðinn við að taka bílpróf. Sagði fórnarlambið annarlegar hvatir hafa búið að baki góðmennsku ráðherrans og hann hafi einungis gert þetta til þess að sýna fram á völd sín.Eitt af sönnunargögnum í málinu. Svein Ludvigsen sést hér á gangi í grennd við hótel ásamt einum af mönnunum sem hann er sakaður um að hafa brotið gegn.Mynd/Lögreglan í NoregiLeið eins og þræl Alvarlegasta brotið beindist að hælisleitanda sem var aðeins sautján ára gamall þegar hann kynntist Ludvigsen. Hann hafi hitt hann í móttöku fyrir hælisleitendur sem ráðherran bauð til árið 2011. Í kjölfarið hafi hann boðið drengnum með í sumarbústað þar sem misnotkunin hófst.Í bústaðarferðinni tók Ludvigsen nektarmynd af þeim saman sem varð til þess að rannsóknin hófst. Í átta yfirheyrslum hjá lögreglu neitaði Ludvigsen að hafa haft kynmök með drengnum þrátt fyrir myndina. Hælisleitandinn ungi, sem er í dag 25 ára gamall, sagði við réttarhöldin að honum hafi liðið eins og þræl. Ludvigsen hafi talið honum trú um að hann gæti útvegað honum dvalarleyfi og seinna meir ríkisborgararétti og því hafi hann ekki þorað að segja frá sambandi þeirra af ótta við afleiðingarnar. Í máli annars fórnarlambsins, sem glímir við þroskaskerðingu, bauð ráðherrann honum upp á hótelherbergi þar sem hann hafði við hann kynmök. Ludvigsen sagðist ekki muna eftir því að hafa hitt drenginn þrátt fyrir mörg afrit af samtölum þeirra á milli í sönnunargögnum málsins. Lögmaður Ludvigsen segir niðurstöðuna koma skjólstæðingi sínum verulega á óvart og hyggst áfrýja niðurstöðu dómsins.
Noregur Tengdar fréttir Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi. 11. júní 2019 15:45 Fer fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Ludvigsen fyrir kynferðisbrotin Saksóknari í Noregi fer fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sem sakaður er um kynferðisbrot gegn ungum hælisleitendum. 24. júní 2019 10:37 Telur að Ludvigsen hafi aðeins aðstoðað fórnarlömb sín til þess að sýna vald sitt Einn af hælisleitendunum sem Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegisráðherra Noregs, er sakaður um að hafa brotið á kynferðislega telur að hjálpsemi hans í þeirra garð hafi aðeins verið hans leið til þess að sýna hversu mikið vald hann hefði. Hælisleitandinn segist á einum tímapunkti hafa haft í hyggju að myrða Ludvigsen vegna málsins. 12. júní 2019 12:44 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi. 11. júní 2019 15:45
Fer fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Ludvigsen fyrir kynferðisbrotin Saksóknari í Noregi fer fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sem sakaður er um kynferðisbrot gegn ungum hælisleitendum. 24. júní 2019 10:37
Telur að Ludvigsen hafi aðeins aðstoðað fórnarlömb sín til þess að sýna vald sitt Einn af hælisleitendunum sem Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegisráðherra Noregs, er sakaður um að hafa brotið á kynferðislega telur að hjálpsemi hans í þeirra garð hafi aðeins verið hans leið til þess að sýna hversu mikið vald hann hefði. Hælisleitandinn segist á einum tímapunkti hafa haft í hyggju að myrða Ludvigsen vegna málsins. 12. júní 2019 12:44