Telja trjárækt eina skilvirkustu loftslagsaðgerðina í boði Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2019 21:51 Tré binda kolefni úr andrúmsloftinu.Vísindamennirnir lögðu mat á hversu mikið land væri hægt að rækta upp á jörðinni. Vísir/Getty Vísindamenn telja að hægt væri að binda um fjórðung kolefnis í andrúmslofti jarðar með því að rækta tré. Rannsókn þeirra bendir til þess að landsvæði á stærð við Bandaríkin sé hægt að rækta upp, mun stærra svæði en talið hefur verið.Breska ríkisútvarpið BBC segir frá rannsókn vísindamannanna við Tækniháskólann í Zürich í Sviss. Þeir smíðuðu líkan til að kortleggja hvar væri möguleika á að rækta skóg á jörðinni. Niðurstaða þeirra er að hægt sé að bæta við tæpum milljarði hektara af trjáþekju. Niðurstöðurnar birtust í vísindaritinu Science. Þessi viðbótarskógur gæti með tíð og tíma bundið um 200 milljarða tonna af koltvísýringi, um tvo þriðju þess kolefnis sem menn hafa dælt út í andrúmsloftið, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Því telja vísindamennirnir skógrækt bestu loftslagsaðgerðina sem er í boði. Hægt væri að lækka styrk koltvísýrings í lofthjúpnum niður í það sem hann var fyrir um hundrað árum. Stærstu svæðin þar sem hægt væri að rækta tré eru í Rússlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Brasilíu og Kína. Grípa þyrfti til aðgerða hratt til að hefja bindinguna sem fyrst. Ekki eru allir vísindamenn sannfærðir af niðurstöðunum. Sumir þeirra efast um að hægt væri að binda svo mikið kolefni með því að rækta upp þau svæði sem nefnd eru í rannsókninni. Haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram óáreitt eða aukist hún yrði umfangsmikil skógrækt aðeins til þess að milda loftslagsbreytingarnar sem af henni hlytist. Menn losa nú rúmlega 35 milljarða tonna af koltvísýringi á ári. Miðað við það gæti skógrækt af þessari stærðargráðu seinkað áframhaldandi hnattrænni hlýnun um tæp sex ár. Síðustu tölur benda til þess að losun manna sé að aukast frekar en að dragast saman. Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Vísindi Tengdar fréttir Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56 Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06 Eyðing Amasonfrumskógarins hátt í tvöfaldast undir Bolsonaro Umhverfissinnar segja að árásir forsetans á umhverfisstofnun landsins gefi skógarhöggsmönnum og stórbýlaeigendum grænt ljós á að ryðja skóginn. 4. júlí 2019 11:27 Heitasti júní í Evrópu frá því að mælingar hófust Áætlað er að hitabylgjan sem gekk yfir Evrópu hafi verið fjórfalt líklegri en ella vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. 3. júlí 2019 11:14 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Vísindamenn telja að hægt væri að binda um fjórðung kolefnis í andrúmslofti jarðar með því að rækta tré. Rannsókn þeirra bendir til þess að landsvæði á stærð við Bandaríkin sé hægt að rækta upp, mun stærra svæði en talið hefur verið.Breska ríkisútvarpið BBC segir frá rannsókn vísindamannanna við Tækniháskólann í Zürich í Sviss. Þeir smíðuðu líkan til að kortleggja hvar væri möguleika á að rækta skóg á jörðinni. Niðurstaða þeirra er að hægt sé að bæta við tæpum milljarði hektara af trjáþekju. Niðurstöðurnar birtust í vísindaritinu Science. Þessi viðbótarskógur gæti með tíð og tíma bundið um 200 milljarða tonna af koltvísýringi, um tvo þriðju þess kolefnis sem menn hafa dælt út í andrúmsloftið, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Því telja vísindamennirnir skógrækt bestu loftslagsaðgerðina sem er í boði. Hægt væri að lækka styrk koltvísýrings í lofthjúpnum niður í það sem hann var fyrir um hundrað árum. Stærstu svæðin þar sem hægt væri að rækta tré eru í Rússlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Brasilíu og Kína. Grípa þyrfti til aðgerða hratt til að hefja bindinguna sem fyrst. Ekki eru allir vísindamenn sannfærðir af niðurstöðunum. Sumir þeirra efast um að hægt væri að binda svo mikið kolefni með því að rækta upp þau svæði sem nefnd eru í rannsókninni. Haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram óáreitt eða aukist hún yrði umfangsmikil skógrækt aðeins til þess að milda loftslagsbreytingarnar sem af henni hlytist. Menn losa nú rúmlega 35 milljarða tonna af koltvísýringi á ári. Miðað við það gæti skógrækt af þessari stærðargráðu seinkað áframhaldandi hnattrænni hlýnun um tæp sex ár. Síðustu tölur benda til þess að losun manna sé að aukast frekar en að dragast saman.
Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Vísindi Tengdar fréttir Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56 Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06 Eyðing Amasonfrumskógarins hátt í tvöfaldast undir Bolsonaro Umhverfissinnar segja að árásir forsetans á umhverfisstofnun landsins gefi skógarhöggsmönnum og stórbýlaeigendum grænt ljós á að ryðja skóginn. 4. júlí 2019 11:27 Heitasti júní í Evrópu frá því að mælingar hófust Áætlað er að hitabylgjan sem gekk yfir Evrópu hafi verið fjórfalt líklegri en ella vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. 3. júlí 2019 11:14 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56
Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06
Eyðing Amasonfrumskógarins hátt í tvöfaldast undir Bolsonaro Umhverfissinnar segja að árásir forsetans á umhverfisstofnun landsins gefi skógarhöggsmönnum og stórbýlaeigendum grænt ljós á að ryðja skóginn. 4. júlí 2019 11:27
Heitasti júní í Evrópu frá því að mælingar hófust Áætlað er að hitabylgjan sem gekk yfir Evrópu hafi verið fjórfalt líklegri en ella vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. 3. júlí 2019 11:14