Sárnaði þegar hún sá starfsauglýsingar Landspítalans: "Mér bara hreinlega blöskraði“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2019 21:00 Kona, sem Landspítalinn notaði í starfsauglýsingu fyrir starf í eldhúsi, segist sár yfir því hvernig spítalinn dragi upp neikvæða staðalímynd af konum, dökkum á hörund, í starfsauglýsingum sem birtust í dag. Þá hafi hún ekki verið beðin um leyfi fyrir myndbirtingunni. Verkefnastjóri félags kvenna af erlendum uppruna blöskrar auglýsingarnar. Í morgun birti Landspítalinn tvær starfsauglýsingar á Facebook. Annars vegar var leitað eftir einstaklingi til að starfa í eldhúsi og hins vegar eftir hjúkrunarfræðingum. Myndirnar sem fylgdu auglýsingunum hafa verið gagnrýndar af samtökum kvenna af erlendum uppruna og eru sagðar draga upp neikvæða staðalímynd af konum, dökkum á hörund. „Mér bara hreinlega blöskraði. Eldhús er bara fyrir konur með dökka hörund með hárnet og svo næsta mynd sem blasir við er falleg hvít íslensk kona að njóta sín,“ segir Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður og verkefnastjóri Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Innocentia F. Friðgeirsdóttir, er á myndinni í auglýsingunni fyrir eldhús starfsmanna. Hún hefur starfað á spítalanum í 14 ár og segist hafa sárnað þegar hún sá auglýsingarnar. Auglýsingarnar sendi röng skilaboð út í samfélagið. „Ef fólk sér þessa mynd gæti það hugsað kannski, þetta starf er ekki fyrir mig,“ segir Innocentia og bætir við að hún hafi ekki verið beðin um leyfi fyrir myndbirtingunni. „Það hefði verið gott ef það hefði verið haft samband við mig. Ég er manneskja alveg eins og hinir bara,“ segir Innocentia. Nicole og Innocentia óskuðu eftir því að myndin yrði tekin niður og var það var gert síðar í dag. „Ég ætla að trúa að þetta hafi ekki verið viljandi gert. En stofnun eins og Landspítalinn á að vera í fararbroddi alltaf og huga vel að því hvaða staðalímyndir þau eru að ýta undir því staðalímyndir eru fyrstu skrefið í átt að fordómum,“ segir Nichole. Innflytjendamál Jafnréttismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir Landspítalann ýta undir neikvæða staðalímynd af konum af erlendum uppruna Með auglýsingu fyrir starf hjúkunarfræðings er birt mynd af íslenskum konum en fyrir starf í mötuneyti mynd af konu dökkri á hörund. 8. júlí 2019 14:48 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Kona, sem Landspítalinn notaði í starfsauglýsingu fyrir starf í eldhúsi, segist sár yfir því hvernig spítalinn dragi upp neikvæða staðalímynd af konum, dökkum á hörund, í starfsauglýsingum sem birtust í dag. Þá hafi hún ekki verið beðin um leyfi fyrir myndbirtingunni. Verkefnastjóri félags kvenna af erlendum uppruna blöskrar auglýsingarnar. Í morgun birti Landspítalinn tvær starfsauglýsingar á Facebook. Annars vegar var leitað eftir einstaklingi til að starfa í eldhúsi og hins vegar eftir hjúkrunarfræðingum. Myndirnar sem fylgdu auglýsingunum hafa verið gagnrýndar af samtökum kvenna af erlendum uppruna og eru sagðar draga upp neikvæða staðalímynd af konum, dökkum á hörund. „Mér bara hreinlega blöskraði. Eldhús er bara fyrir konur með dökka hörund með hárnet og svo næsta mynd sem blasir við er falleg hvít íslensk kona að njóta sín,“ segir Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður og verkefnastjóri Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Innocentia F. Friðgeirsdóttir, er á myndinni í auglýsingunni fyrir eldhús starfsmanna. Hún hefur starfað á spítalanum í 14 ár og segist hafa sárnað þegar hún sá auglýsingarnar. Auglýsingarnar sendi röng skilaboð út í samfélagið. „Ef fólk sér þessa mynd gæti það hugsað kannski, þetta starf er ekki fyrir mig,“ segir Innocentia og bætir við að hún hafi ekki verið beðin um leyfi fyrir myndbirtingunni. „Það hefði verið gott ef það hefði verið haft samband við mig. Ég er manneskja alveg eins og hinir bara,“ segir Innocentia. Nicole og Innocentia óskuðu eftir því að myndin yrði tekin niður og var það var gert síðar í dag. „Ég ætla að trúa að þetta hafi ekki verið viljandi gert. En stofnun eins og Landspítalinn á að vera í fararbroddi alltaf og huga vel að því hvaða staðalímyndir þau eru að ýta undir því staðalímyndir eru fyrstu skrefið í átt að fordómum,“ segir Nichole.
Innflytjendamál Jafnréttismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir Landspítalann ýta undir neikvæða staðalímynd af konum af erlendum uppruna Með auglýsingu fyrir starf hjúkunarfræðings er birt mynd af íslenskum konum en fyrir starf í mötuneyti mynd af konu dökkri á hörund. 8. júlí 2019 14:48 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Segir Landspítalann ýta undir neikvæða staðalímynd af konum af erlendum uppruna Með auglýsingu fyrir starf hjúkunarfræðings er birt mynd af íslenskum konum en fyrir starf í mötuneyti mynd af konu dökkri á hörund. 8. júlí 2019 14:48