Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. júlí 2019 18:30 Fjölskyldan á bænum Efstadal tvö í Bláskógabyggð er í sjokki eftir að það kom í ljós að börnin sem greindust með alvarlega sýkingu af völdum E-colí bakteríu smituðust á bænum. Einn eigendanna segist helst vilja skríða undir sæng og fara að gráta. Hugur fjölskyldunnar eru hjá börnunum, sem veiktust og fjölskyldum þeirra. Á bænum hefur verið rekin ferðaþjónusta síðustu ár en það eru nokkur systkini og makar þeirra sem eiga staðinn. Alltaf er mikið að gera og því er það mikið áfall fyrir fjölskylduna að börnin smituðust á bænum í gegnum kálfana, sem voru til sýnis fyrir gesti en rannsóknir hafa sýnt að E. coli bakterían sem sýkti börnin fannst í hægðasýni frá kálfum. „Hugur okkar er náttúrulega fyrst og fremst hjá þeim börnum, sem hafa fengið niðurgang eða smitast, hugurinn er þar. Við vitum það að dýr bera allskonar sjúkdóma og þau gera þarfir sínar þar sem þau standa og þegar þau þurfa, þannig að það er margt að varast í þessu og okkar verkferlar hafa snúist að því að þrífa allt mjög vel en ef að einn kálfurinn sýkist getur það smitað hina, það voru þrír kálfar í þessari stíu á þessu tímabili,“ segir Sölvi Arnarson, einn af eigendum ferðaþjónustufyrirtækisins.Efsti Dalur II er vinsæll ferðamannastaður hjá Íslendingum og útlendingum. Nú hafa ýmsar ráðstafanir verðar gerðar á staðnum eftir að smitið kom í ljós.Magnús HlynurKálfarnir sem gestir hafa getað klappað fram að þessu hafa verið fjarlægðir en gestir í Efstadal geta samt sem áður horft á kýrnar í fjósinu í gegnum gler á veitingasalnum. Gripið hefur verið til heilmikilla aðgerða á bænum. „Það var lokað á aðgang að dýrum og við stoppuðum okkar eigin framleiðslu en lokuðum ekki veitingasalnum. Það er ekki hættulegt að koma í Efstadal,“ segir Sölvi.En hvaða þýðingu hefur þessi niðurstaða fyrir staðinn? „Mér líður náttúrulega bara þannig að mig langar bara að skríða undir sæng og fara að gráta en við erum að fá fullt af góðum kveðjun þar sem við erum hvött til dáða. Svona getur komið fyrir og það þarf að bregðast við. Við ætlum að bregðast við og við ætlum að halda áfram,“ segir Sölvi enn fremur.Kýrnar verða áfram í sviðsljósinu í Efsta Dal þó kálfarnir hafi verið teknir og verða ekki á stað þar sem hægt verður að klappa þeim.Magnús HlynurÍ tilkynningu á heimasíðu Landlæknis kemur fram að það fólk sem heimsótti Efsta Dal á síðastliðnum tveimur vikum og fengu niðurgang innan 10 daga frá heimsókninni eru hvattir til að leita til síns læknis varðandi nánari greiningu. Einkennalausir einstaklingar sem heimsótt hafa Efsta Dal tvö þurfa ekki að leita læknis né heldur einstaklingar sem fengið hafa niðurgang sem nú er genginn yfir. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. 9. júlí 2019 14:42 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Fjölskyldan á bænum Efstadal tvö í Bláskógabyggð er í sjokki eftir að það kom í ljós að börnin sem greindust með alvarlega sýkingu af völdum E-colí bakteríu smituðust á bænum. Einn eigendanna segist helst vilja skríða undir sæng og fara að gráta. Hugur fjölskyldunnar eru hjá börnunum, sem veiktust og fjölskyldum þeirra. Á bænum hefur verið rekin ferðaþjónusta síðustu ár en það eru nokkur systkini og makar þeirra sem eiga staðinn. Alltaf er mikið að gera og því er það mikið áfall fyrir fjölskylduna að börnin smituðust á bænum í gegnum kálfana, sem voru til sýnis fyrir gesti en rannsóknir hafa sýnt að E. coli bakterían sem sýkti börnin fannst í hægðasýni frá kálfum. „Hugur okkar er náttúrulega fyrst og fremst hjá þeim börnum, sem hafa fengið niðurgang eða smitast, hugurinn er þar. Við vitum það að dýr bera allskonar sjúkdóma og þau gera þarfir sínar þar sem þau standa og þegar þau þurfa, þannig að það er margt að varast í þessu og okkar verkferlar hafa snúist að því að þrífa allt mjög vel en ef að einn kálfurinn sýkist getur það smitað hina, það voru þrír kálfar í þessari stíu á þessu tímabili,“ segir Sölvi Arnarson, einn af eigendum ferðaþjónustufyrirtækisins.Efsti Dalur II er vinsæll ferðamannastaður hjá Íslendingum og útlendingum. Nú hafa ýmsar ráðstafanir verðar gerðar á staðnum eftir að smitið kom í ljós.Magnús HlynurKálfarnir sem gestir hafa getað klappað fram að þessu hafa verið fjarlægðir en gestir í Efstadal geta samt sem áður horft á kýrnar í fjósinu í gegnum gler á veitingasalnum. Gripið hefur verið til heilmikilla aðgerða á bænum. „Það var lokað á aðgang að dýrum og við stoppuðum okkar eigin framleiðslu en lokuðum ekki veitingasalnum. Það er ekki hættulegt að koma í Efstadal,“ segir Sölvi.En hvaða þýðingu hefur þessi niðurstaða fyrir staðinn? „Mér líður náttúrulega bara þannig að mig langar bara að skríða undir sæng og fara að gráta en við erum að fá fullt af góðum kveðjun þar sem við erum hvött til dáða. Svona getur komið fyrir og það þarf að bregðast við. Við ætlum að bregðast við og við ætlum að halda áfram,“ segir Sölvi enn fremur.Kýrnar verða áfram í sviðsljósinu í Efsta Dal þó kálfarnir hafi verið teknir og verða ekki á stað þar sem hægt verður að klappa þeim.Magnús HlynurÍ tilkynningu á heimasíðu Landlæknis kemur fram að það fólk sem heimsótti Efsta Dal á síðastliðnum tveimur vikum og fengu niðurgang innan 10 daga frá heimsókninni eru hvattir til að leita til síns læknis varðandi nánari greiningu. Einkennalausir einstaklingar sem heimsótt hafa Efsta Dal tvö þurfa ekki að leita læknis né heldur einstaklingar sem fengið hafa niðurgang sem nú er genginn yfir.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. 9. júlí 2019 14:42 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. 9. júlí 2019 14:42
Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20