Lögmannafélagið fær áfrýjunarleyfi í máli gegn Jóni Steinari Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2019 12:52 Jón Steinar hefur gagnrýnt störf Hæstaréttar í ræðu og riti. Hæstiréttur hefur nú samþykkt að veita Lögmannafélaginu leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli sínu gegn Jóni Steinari. „Ég nýt minni réttinda en aðrir Íslendingar. Það er bara þannig,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari í samtali við Vísi. Í gær var samþykkti sérstakur dómstóll Hæstaréttar, skipaður þeim Haraldi Henryssyni fyrrverandi hæstaréttardómari, Ásu Ólafsdóttur prófessor og Eggerti Óskarssyni fyrrverandi héraðsdómari, áfrýjunarleyfi til Lögmannafélagsins í máli þess gegn Jóni Steinari.Jón Steinar afar ósátturMálið er sérstætt en það byggist á því að Lögmannafélag Íslands áminnti Jón Steinar fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. Þessu vildi Jón Steinar ekki una, taldi áminninguna utan allrar lögsögu og kærði félagið á móti. Jón Steinar vann málið fyrir Landsrétti en Lögmannafélagið óskaði eftir því að fá að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Jón Steinar er ósáttur og telur þetta galið; forsendurnar sem birtar eru með þessa þeirri ákvörðun segi sína söguna. „Þær eru ekki tækar sem lögfræðilegar forsendur.“Berglind Svavarsdóttir formaður félagsins hefur sagt að málið snúist um stöðu félagsins en ekki að það beinist persónulega gegn heiðursfélaganum Jóni Steinari.Oftast er slíkum óskum synjað en ekki núna. „Þeim þykir þetta svona mikilvægt fyrir íslenskt samfélag og réttarfar í landinu,“ segir Jón Steinar háðskur en áskilið er að mál sem fá slíkt samþykki hafi almenna þýðingu. Sem Jón segir að merki að málin hafi almenna þýðingu fyrir alþýðu manna. Þetta sé hins vegar þannig vaxið að ef það teljist hafa almenna þýðingu þá beri nú eiginlega að samþykkja allar óskir um áfrýjun. Segir hæstaréttardómara bera til sín þungan hug Vart ætti að þurfa að hafa um það mörg orð að Jón Steinar hefur verið ötull við að gagnrýna störf Hæstaréttar bæði í bókum sem hann hefur sent frá sér sem og í greinarskrifum. Því töldust sitjandi hæstaréttardómarar vanhæfir og var skipaður sérstakur dómsstóll til að taka afstöðu til óska Lögmannafélagsins. Jón telur einsýnt að þremenningarnar sé með þessari ákvörðun, sem hann telur fráleita, að sýna kerfinu hollustu sína. Jón Steinar telur plágu í samfélaginu að öll rökstudd gagnrýni sé afgreidd sem persónulegar árásir. „Rétturinn hefur sýnt sig í því að bera mjög þungan hug til mín þó ég hafi bara verið að gagnrýna starfsemi réttarins eins og þarf að gera í öllum réttarríkjum. En það er lagður á mig einhver haturshugur fyrir það. Þá sjaldan þeir fá tækifæri til að gera mér eitthvað til miska er vaðið í það.“ Dómstólar Tengdar fréttir Formaðurinn segir málið ekki beinast persónulega gegn Jóni Steinari Berglind Svavarsdóttir segir áfrýjunarbeiðnina snúast um stöðu félagsins. 16. apríl 2019 10:28 Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53 Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
„Ég nýt minni réttinda en aðrir Íslendingar. Það er bara þannig,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari í samtali við Vísi. Í gær var samþykkti sérstakur dómstóll Hæstaréttar, skipaður þeim Haraldi Henryssyni fyrrverandi hæstaréttardómari, Ásu Ólafsdóttur prófessor og Eggerti Óskarssyni fyrrverandi héraðsdómari, áfrýjunarleyfi til Lögmannafélagsins í máli þess gegn Jóni Steinari.Jón Steinar afar ósátturMálið er sérstætt en það byggist á því að Lögmannafélag Íslands áminnti Jón Steinar fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. Þessu vildi Jón Steinar ekki una, taldi áminninguna utan allrar lögsögu og kærði félagið á móti. Jón Steinar vann málið fyrir Landsrétti en Lögmannafélagið óskaði eftir því að fá að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Jón Steinar er ósáttur og telur þetta galið; forsendurnar sem birtar eru með þessa þeirri ákvörðun segi sína söguna. „Þær eru ekki tækar sem lögfræðilegar forsendur.“Berglind Svavarsdóttir formaður félagsins hefur sagt að málið snúist um stöðu félagsins en ekki að það beinist persónulega gegn heiðursfélaganum Jóni Steinari.Oftast er slíkum óskum synjað en ekki núna. „Þeim þykir þetta svona mikilvægt fyrir íslenskt samfélag og réttarfar í landinu,“ segir Jón Steinar háðskur en áskilið er að mál sem fá slíkt samþykki hafi almenna þýðingu. Sem Jón segir að merki að málin hafi almenna þýðingu fyrir alþýðu manna. Þetta sé hins vegar þannig vaxið að ef það teljist hafa almenna þýðingu þá beri nú eiginlega að samþykkja allar óskir um áfrýjun. Segir hæstaréttardómara bera til sín þungan hug Vart ætti að þurfa að hafa um það mörg orð að Jón Steinar hefur verið ötull við að gagnrýna störf Hæstaréttar bæði í bókum sem hann hefur sent frá sér sem og í greinarskrifum. Því töldust sitjandi hæstaréttardómarar vanhæfir og var skipaður sérstakur dómsstóll til að taka afstöðu til óska Lögmannafélagsins. Jón telur einsýnt að þremenningarnar sé með þessari ákvörðun, sem hann telur fráleita, að sýna kerfinu hollustu sína. Jón Steinar telur plágu í samfélaginu að öll rökstudd gagnrýni sé afgreidd sem persónulegar árásir. „Rétturinn hefur sýnt sig í því að bera mjög þungan hug til mín þó ég hafi bara verið að gagnrýna starfsemi réttarins eins og þarf að gera í öllum réttarríkjum. En það er lagður á mig einhver haturshugur fyrir það. Þá sjaldan þeir fá tækifæri til að gera mér eitthvað til miska er vaðið í það.“
Dómstólar Tengdar fréttir Formaðurinn segir málið ekki beinast persónulega gegn Jóni Steinari Berglind Svavarsdóttir segir áfrýjunarbeiðnina snúast um stöðu félagsins. 16. apríl 2019 10:28 Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53 Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Formaðurinn segir málið ekki beinast persónulega gegn Jóni Steinari Berglind Svavarsdóttir segir áfrýjunarbeiðnina snúast um stöðu félagsins. 16. apríl 2019 10:28
Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53
Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50