Krefst þess að eftirlitsmenn fái að koma til Súdan Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 10:17 Michelle Bachelet, fyrrverandi forseti Síle, er mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna. Vísir/EPA Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að súdanski herinn verði að binda enda á kúgun sína á mótmælendum, opna aftur fyrir netaðgang og leyfa alþjóðlegum eftirlitsmönnum að koma til landsins. Rúmlega hundrað mótmælendur hafa verið drepnir í þessum mánuði. Herinn hefur stýrt Súdan frá því að hann steypti Omar al-Bashir forseta af stóli 11. apríl. Samkomulag hafði náðst á milli herforingjanna og stjórnarandstöðunnar um aðlögunartímabil áður en borgaralegri stjórn yrði komið aftur á. Það samkomulag fór út um þúfur þegar herinn reyndi að tvístra hópi mótmælenda sem hefur haldið til nærri höfuðstöðvum hans í höfuðborginni Khartoum 3. júní. Mótmælendur fullyrða að 128 þeirra hafi verið drepnir en herinn telur 61 hafa fallið, þar á meðal þrír hermenn. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að hún hafi heimildir fyrir því að fleiri en hundrað mótmælendur hafi verið drepnir og fjöldi særður, að því er segir í frétt Reuters. Í opnunarræðu þriggja vikna fundarhalda mannréttindaráðsins í Genf í dag sagði hún að súdanskar öryggissveitir hefðu staðið fyrir „hrottalegri herferð“ gegn mótmælendum. Krafðist hún þess að alþjóðlegir mannréttindaeftirlitsmenn fengju aðgang að landinu. Eþíópísk stjórnvöld hafa reynt að miðla málum á milli súdanska hersins og mótmælenda. Þeir síðarnefndu féllust á áætlun þeirra um hvernig borgaralegri stjórn yrði komið aftur á í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Herinn hefur ekki enn tekið afstöðu til áætlunarinnar. Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Súdan Tengdar fréttir Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09 Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45 Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að súdanski herinn verði að binda enda á kúgun sína á mótmælendum, opna aftur fyrir netaðgang og leyfa alþjóðlegum eftirlitsmönnum að koma til landsins. Rúmlega hundrað mótmælendur hafa verið drepnir í þessum mánuði. Herinn hefur stýrt Súdan frá því að hann steypti Omar al-Bashir forseta af stóli 11. apríl. Samkomulag hafði náðst á milli herforingjanna og stjórnarandstöðunnar um aðlögunartímabil áður en borgaralegri stjórn yrði komið aftur á. Það samkomulag fór út um þúfur þegar herinn reyndi að tvístra hópi mótmælenda sem hefur haldið til nærri höfuðstöðvum hans í höfuðborginni Khartoum 3. júní. Mótmælendur fullyrða að 128 þeirra hafi verið drepnir en herinn telur 61 hafa fallið, þar á meðal þrír hermenn. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að hún hafi heimildir fyrir því að fleiri en hundrað mótmælendur hafi verið drepnir og fjöldi særður, að því er segir í frétt Reuters. Í opnunarræðu þriggja vikna fundarhalda mannréttindaráðsins í Genf í dag sagði hún að súdanskar öryggissveitir hefðu staðið fyrir „hrottalegri herferð“ gegn mótmælendum. Krafðist hún þess að alþjóðlegir mannréttindaeftirlitsmenn fengju aðgang að landinu. Eþíópísk stjórnvöld hafa reynt að miðla málum á milli súdanska hersins og mótmælenda. Þeir síðarnefndu féllust á áætlun þeirra um hvernig borgaralegri stjórn yrði komið aftur á í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Herinn hefur ekki enn tekið afstöðu til áætlunarinnar.
Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Súdan Tengdar fréttir Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09 Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45 Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira
Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09
Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45
Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45