Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2019 11:08 Þessi skilaboð taka á móti viðskiptavinum Tölvuteks á heimasíðu fyrirtækisins. Skjáskot/Tölvutek Forsvarsmenn verslunarinnar Tölvuteks hafa ákveðið að hætta rekstri og loka verslunum sínum frá og með deginum í dag, 24. júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til „óviðráðanlegra ástæðna“. Tölvutek rekur tvær verslanir, að Hallarmúla 2 í Reykjavík og Undirhlíð 2 á Akureyri. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að þar starfi um fimmtíu starfsmenn. „Þetta er búið að vera einstakt ferðalag og við þökkum viðskiptavinum okkar fyrir viðskiptin og einstaka velvild í okkar garð frá upphafi, takk fyrir okkur,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Halldór Hrafn Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Tölvuteki, vildi ekki tjá sig um lokun verslananna þegar Vísir náði tali af honum um hádegisbil. Hann vísaði á Hafþór Helgason framkvæmdastjóra Tölvuteks. Ekki hefur náðst í Hafþór það sem af er degi.Verslun Tölvuteks í Hallarmúla.Vísir/EgillAÞegar hringt er í númer sem gefin eru upp á vefsíðu Tölvuteks fæst aðeins samband við símsvara þar sem vísað er í tilkynningu um lokunina á Facebook-síðu fyrirtækisins. Því er beint til viðskiptavina fyrirtækisins í tilkynningu að starfsfólk Tölvuteks verði í símasambandi næstu daga við þá sem eiga tölvubúnað í viðgerð. Búnaðinum verði komið til þeirra viðskiptavina sem hann eiga. Þá sé verið að vinna í ábyrgðarmálum en ferli fyrir öll vörumerki í verslununum verður tilkynnt fljótlega. Frekari upplýsingar fyrir viðskiptavini má nálgast Á heimasíðu Tölvuteks segir að fyrirtækið sé einn stærsti dreifingar- og söluaðili á tölvum og tölvubúnaði á Íslandi. Þá hefur Tölvutek boðið upp á síma- og tölvuviðgerðir.Veist þú meira um málið? Vísir tekur tekur ábendingum fagnandi á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði heitið. Akureyri Reykjavík Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tölvutek sektað um 250 þúsund krónur Raftækjaverslunin Tölvutek hlaut í desember 250 þúsund króna stjórnvaldssekt vegna þess sem Neytendastofa taldi villandi fullyrðing í auglýsingaefni fyrirtækisins. 8. janúar 2019 13:22 Tölvutek og Símafélagið í samstarf Samningurinn sem felur í sér að Tölvutek hefur nú sölu á internet- og símaþjónustu auk afhendingu og móttöku á búnaði frá Símafélaginu í verslunum sínum í Reykjavík og á Akureyri. 9. október 2017 14:55 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Forsvarsmenn verslunarinnar Tölvuteks hafa ákveðið að hætta rekstri og loka verslunum sínum frá og með deginum í dag, 24. júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til „óviðráðanlegra ástæðna“. Tölvutek rekur tvær verslanir, að Hallarmúla 2 í Reykjavík og Undirhlíð 2 á Akureyri. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að þar starfi um fimmtíu starfsmenn. „Þetta er búið að vera einstakt ferðalag og við þökkum viðskiptavinum okkar fyrir viðskiptin og einstaka velvild í okkar garð frá upphafi, takk fyrir okkur,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Halldór Hrafn Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Tölvuteki, vildi ekki tjá sig um lokun verslananna þegar Vísir náði tali af honum um hádegisbil. Hann vísaði á Hafþór Helgason framkvæmdastjóra Tölvuteks. Ekki hefur náðst í Hafþór það sem af er degi.Verslun Tölvuteks í Hallarmúla.Vísir/EgillAÞegar hringt er í númer sem gefin eru upp á vefsíðu Tölvuteks fæst aðeins samband við símsvara þar sem vísað er í tilkynningu um lokunina á Facebook-síðu fyrirtækisins. Því er beint til viðskiptavina fyrirtækisins í tilkynningu að starfsfólk Tölvuteks verði í símasambandi næstu daga við þá sem eiga tölvubúnað í viðgerð. Búnaðinum verði komið til þeirra viðskiptavina sem hann eiga. Þá sé verið að vinna í ábyrgðarmálum en ferli fyrir öll vörumerki í verslununum verður tilkynnt fljótlega. Frekari upplýsingar fyrir viðskiptavini má nálgast Á heimasíðu Tölvuteks segir að fyrirtækið sé einn stærsti dreifingar- og söluaðili á tölvum og tölvubúnaði á Íslandi. Þá hefur Tölvutek boðið upp á síma- og tölvuviðgerðir.Veist þú meira um málið? Vísir tekur tekur ábendingum fagnandi á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Akureyri Reykjavík Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tölvutek sektað um 250 þúsund krónur Raftækjaverslunin Tölvutek hlaut í desember 250 þúsund króna stjórnvaldssekt vegna þess sem Neytendastofa taldi villandi fullyrðing í auglýsingaefni fyrirtækisins. 8. janúar 2019 13:22 Tölvutek og Símafélagið í samstarf Samningurinn sem felur í sér að Tölvutek hefur nú sölu á internet- og símaþjónustu auk afhendingu og móttöku á búnaði frá Símafélaginu í verslunum sínum í Reykjavík og á Akureyri. 9. október 2017 14:55 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Tölvutek sektað um 250 þúsund krónur Raftækjaverslunin Tölvutek hlaut í desember 250 þúsund króna stjórnvaldssekt vegna þess sem Neytendastofa taldi villandi fullyrðing í auglýsingaefni fyrirtækisins. 8. janúar 2019 13:22
Tölvutek og Símafélagið í samstarf Samningurinn sem felur í sér að Tölvutek hefur nú sölu á internet- og símaþjónustu auk afhendingu og móttöku á búnaði frá Símafélaginu í verslunum sínum í Reykjavík og á Akureyri. 9. október 2017 14:55