Eiturlyfjaneysla Ástrala og Nýsjálendinga hefur áhrif á lífið á Kyrrahafseyjunum Andri Eysteinsson skrifar 26. júní 2019 00:05 Frá Cook-eyjum í Kyrrahafi Getty/James D. Morgan Eiturlyfjaneysla Ástrala og Nýsjálendinga hefur gríðarleg og neikvæð áhrif á samfélög eyríkjanna smáu í Kyrrahafinu. Flutningur á eiturlyfjum á borð við kókaín og metamfetamín til Ástralíu og Nýja Sjálands fer frá Bandaríkjunum eða rómönsku Ameríku og fer í gegnum eyríkin á leiðinni. Leiðin hefur verið notuð í fjölda ára en fíkniefnalögreglumenn sem Guardian ræddi við segja að aukning á magni eiturlyfja sem farið hefur í gegnum Kyrrahafseyjurnar á undanförnum fimm árum hafi verið óeðlilega hröð og mikil.Götuverð í Ástralíu með því hæsta í heiminum Eiturlyfin sem áður voru nefnd, kókaín og metamfetamín, eiga uppruna sinn hjá gengjum bæði í Suður Ameríku og einnig norðar í álfunni. Gengin hafa í auknum mæli litið vestur um Kyrrahafið, sérstaklega til stórborga líkt og Sydney og Auckland þar sem götuverðið er með einu hæsta móti í heiminum, um 300 ástralskir dalir eða um 26 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem að kókaínneysla sé miðað við höfðatölu sé hærri þar en gengur og gerist í heiminum. John Coyne, yfirmaður tolla- og landrýmisgæslu hjá áströlskum lögregluyfirvöldum, segir í samtali við Guardian að Kyrrahafsríkin, líkt og Samóa, Tonga, Fiji og fleiri, séu fórnarlömb eiturlyfjafíknar Ástrala og Nýsjálendinga. „Ríkin eru viðkomustaður eiturlyfjasmyglara og skipulagðrar glæpastarfsemi í tengslum við smyglið, það hefur áhrif á málefni eins og spillingu, mútuþægni, löggjöf og alls kostar vandamál. Það má ekki vanmeta ábyrgð Ástralíu og áhrif eiturlyfjaþorsta landsmanna á litlu ríkin,“ segir Coyne.Frá Sydney hvar eiturlyfjaverð er með því hæsta.Getty/Lucas SchifresÁstralía hefur löngum aðstoðað stjórnvöld í smáríkjunum í varnarmálum og löggæslu svo einhverjir málaflokkar séu nefndir og segr Brett Kidner, sem áður fyrr var yfirmaður Kyrrahafsdeildar áströlsku ríkislögreglunnar og var staðsettur á Fiji, að Ríkislögreglan, jafnt sem ríkisstjórnin taki málinu gríðarlega alvarlega. „Við verðum að aðstoða félaga okkar í Kyrrahafinu í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi og ólöglegu smygli varnings, sérstaklega eiturlyfja,“ sagði Kidner.„Ef markaðurinn væri ekki svona stór væri ekkert vandamál“ Jose Sousa-Santos sem rannsakaður hefur milliríkjaglæpastarfsemi í Kyrrahafinu í Massey háskólanum á Nýja Sjálandi segir að löndin tvö verði að taka ábyrgð á áhrifunum sem sala eiturlyfja til Ástralíu og Nýja Sjálands hefur á smáríkin. „Ef markaðurinn væri ekki svona stór, væri vandamálið ekki til staðar á Kyrrahafinu,“ segir Sousa. „Tilfinningin í Kyrrahafsríkjunum er sú að Ástralía og Nýja Sjáland veiti ekki nægum fjármunum í þetta verkefni en einnig að ríkin séu að reyna að vernda eigin landamæri og hugsa ekki út í áhrifin á kyrrahafið. Afstaða þeirra er að reyna að stöðva aðgang fíkniefna að eigin ríkjum og nota kyrrahafseyjarnar sem skjöld,“ segir Sousa og bætir við að upplifun lögregluyfirvalda á Kyrrahafseyjunum sé sú að ástralska og nýsjálenska lögreglan líti ekki á þá sem jafningja. Ríkisstjórn Nýja Sjálands hefur þó ákveðið að veita fjármunum til stuðnings við lögregluembætti kyrrahafslands í baráttunni gegn eiturlyfjum. 9 milljónum nýsjálenskra dala verður veitt til lögreglunnar í Tonga, til leitarhundaverkefnis á Cook-eyjum,sem tilheyra Nýja Sjáland, Samóa, Tonga og Fiji. Þá verður einnig haldið áfram að vinna að aðstoð í tolla og innflutningsmálum, þetta segir talsmaður utanríkisráðuneytis Nýja Sjálands. Ástralía Fídji Marshall-eyjar Naúrú Nýja-Sjáland Palaú Salómonseyjar Samóa Tonga Túvalú Vanúatú Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Eiturlyfjaneysla Ástrala og Nýsjálendinga hefur gríðarleg og neikvæð áhrif á samfélög eyríkjanna smáu í Kyrrahafinu. Flutningur á eiturlyfjum á borð við kókaín og metamfetamín til Ástralíu og Nýja Sjálands fer frá Bandaríkjunum eða rómönsku Ameríku og fer í gegnum eyríkin á leiðinni. Leiðin hefur verið notuð í fjölda ára en fíkniefnalögreglumenn sem Guardian ræddi við segja að aukning á magni eiturlyfja sem farið hefur í gegnum Kyrrahafseyjurnar á undanförnum fimm árum hafi verið óeðlilega hröð og mikil.Götuverð í Ástralíu með því hæsta í heiminum Eiturlyfin sem áður voru nefnd, kókaín og metamfetamín, eiga uppruna sinn hjá gengjum bæði í Suður Ameríku og einnig norðar í álfunni. Gengin hafa í auknum mæli litið vestur um Kyrrahafið, sérstaklega til stórborga líkt og Sydney og Auckland þar sem götuverðið er með einu hæsta móti í heiminum, um 300 ástralskir dalir eða um 26 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem að kókaínneysla sé miðað við höfðatölu sé hærri þar en gengur og gerist í heiminum. John Coyne, yfirmaður tolla- og landrýmisgæslu hjá áströlskum lögregluyfirvöldum, segir í samtali við Guardian að Kyrrahafsríkin, líkt og Samóa, Tonga, Fiji og fleiri, séu fórnarlömb eiturlyfjafíknar Ástrala og Nýsjálendinga. „Ríkin eru viðkomustaður eiturlyfjasmyglara og skipulagðrar glæpastarfsemi í tengslum við smyglið, það hefur áhrif á málefni eins og spillingu, mútuþægni, löggjöf og alls kostar vandamál. Það má ekki vanmeta ábyrgð Ástralíu og áhrif eiturlyfjaþorsta landsmanna á litlu ríkin,“ segir Coyne.Frá Sydney hvar eiturlyfjaverð er með því hæsta.Getty/Lucas SchifresÁstralía hefur löngum aðstoðað stjórnvöld í smáríkjunum í varnarmálum og löggæslu svo einhverjir málaflokkar séu nefndir og segr Brett Kidner, sem áður fyrr var yfirmaður Kyrrahafsdeildar áströlsku ríkislögreglunnar og var staðsettur á Fiji, að Ríkislögreglan, jafnt sem ríkisstjórnin taki málinu gríðarlega alvarlega. „Við verðum að aðstoða félaga okkar í Kyrrahafinu í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi og ólöglegu smygli varnings, sérstaklega eiturlyfja,“ sagði Kidner.„Ef markaðurinn væri ekki svona stór væri ekkert vandamál“ Jose Sousa-Santos sem rannsakaður hefur milliríkjaglæpastarfsemi í Kyrrahafinu í Massey háskólanum á Nýja Sjálandi segir að löndin tvö verði að taka ábyrgð á áhrifunum sem sala eiturlyfja til Ástralíu og Nýja Sjálands hefur á smáríkin. „Ef markaðurinn væri ekki svona stór, væri vandamálið ekki til staðar á Kyrrahafinu,“ segir Sousa. „Tilfinningin í Kyrrahafsríkjunum er sú að Ástralía og Nýja Sjáland veiti ekki nægum fjármunum í þetta verkefni en einnig að ríkin séu að reyna að vernda eigin landamæri og hugsa ekki út í áhrifin á kyrrahafið. Afstaða þeirra er að reyna að stöðva aðgang fíkniefna að eigin ríkjum og nota kyrrahafseyjarnar sem skjöld,“ segir Sousa og bætir við að upplifun lögregluyfirvalda á Kyrrahafseyjunum sé sú að ástralska og nýsjálenska lögreglan líti ekki á þá sem jafningja. Ríkisstjórn Nýja Sjálands hefur þó ákveðið að veita fjármunum til stuðnings við lögregluembætti kyrrahafslands í baráttunni gegn eiturlyfjum. 9 milljónum nýsjálenskra dala verður veitt til lögreglunnar í Tonga, til leitarhundaverkefnis á Cook-eyjum,sem tilheyra Nýja Sjáland, Samóa, Tonga og Fiji. Þá verður einnig haldið áfram að vinna að aðstoð í tolla og innflutningsmálum, þetta segir talsmaður utanríkisráðuneytis Nýja Sjálands.
Ástralía Fídji Marshall-eyjar Naúrú Nýja-Sjáland Palaú Salómonseyjar Samóa Tonga Túvalú Vanúatú Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira