Öldungadeildin felldi frumvarp um mannúðaraðstoð á landamærunum Sylvía Hall skrifar 26. júní 2019 19:18 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild þingsins, gagnrýndi bæði tillögu Demókrata og sagði þá vera ósamvinnuþýða. Vísir/getty Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði gegn því að ráðstafa hátt í fimm milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Frumvarpið var komið frá fulltrúadeild þingsins þar sem Demókratar eru í meirihluta. BBC greinir frá. Repúblikanar eru með meirihluta á í öldungadeildinni með 53 þingmenn. 55 þingmenn greiddu atkvæði gegn og voru þrír Demókratar á meðal þeirra sem studdu ekki frumvarpið. 37 greiddu atkvæði með. Öldungadeildin mun nú greiða atkvæði um sína útgáfu af mannúðaraðstoð á landamærunum en málið hefur vakið mikið umtal undanfarna daga. Fregnir af dauðsföllum innflytjenda sem freista þess að komast yfir landamærin færast í aukana og börn eru sögð búa við óviðunandi aðstæður í flóttamannabúðum á svæðinu. Um helgina drukknuðu feðgin frá El Salvador í ánni Río Grande á landamærunum, hinn 25 ára gamli Óscar Alberto Martínez Ramírez og dóttir hans Valeria. Valera var 23 mánaða gömul en mynd af feðginunum hefur vakið mikinn óhug og segja margir hana vera vitnisburð um hversu mikið fólk þarf að leggja á sig í leit að betra lífi.Nancy Pelosi ræddi við Bandaríkjaforseta í dag.Vísir/GettyÓlík sjónarmið hjá deildum þingsins Frumvörp beggja deilda innihalda tillögur um hvernig skuli veita aðstoð á landamærunum og er lagt bann við því að fjármagnið verði notað til þess að byggja hinn svokallaða múr á landamærunum. Í tillögu fulltrúadeildarinnar er að finna nánari útlistun á því hvernig skuli nýta fjármagnið á meðan tillaga öldungadeildarinnar gefur stofnunum frjálsari hendur í ráðstöfun þess. Þingmaður Repúblikana, Mich McConnell, sagði tillögu fulltrúadeildarinnar ekki stefna neitt og gagnrýndi fulltrúadeildarþingmenn Demókrata fyrir að vera ósamvinnuþýða og reyna að fella pólitískar keilur. Fulltrúadeildin samþykkti í gær eigin tillögu um að ráðstafa 4,5 milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærunum. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði að það sætta þyrfti nokkur sjónarmið varðandi frumvarpið. Hún ræddi við Donald Trump Bandaríkjaforseta um tillöguna í dag. Báðar deildir þingsins munu þurfa að samþykkja samræmdar tillögur svo hægt sé að senda frumvarpið til undirritunar hjá Bandaríkjaforseta en hann hefur áður hótað því að beita neitunarvaldi á tillögu fulltrúadeildarinnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hópur stuðningsmanna Trumps reisir landamæramúr Hópur stuðningsmanna Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa hafið að reisa fyrsta hluta múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reistur hefur verið með einkaframtaki. 28. maí 2019 21:34 Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45 Trump danglaði blaði með meintum leyniákvæðum framan í fréttamenn Ekkert liggur frekar fyrir um hver ákvæðin eru. Mexíkósk stjórnvöld hafa neitað því að fleira sé í samkomulagi þeirra við Trump en gefið hefur verið upp. 11. júní 2019 20:44 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði gegn því að ráðstafa hátt í fimm milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Frumvarpið var komið frá fulltrúadeild þingsins þar sem Demókratar eru í meirihluta. BBC greinir frá. Repúblikanar eru með meirihluta á í öldungadeildinni með 53 þingmenn. 55 þingmenn greiddu atkvæði gegn og voru þrír Demókratar á meðal þeirra sem studdu ekki frumvarpið. 37 greiddu atkvæði með. Öldungadeildin mun nú greiða atkvæði um sína útgáfu af mannúðaraðstoð á landamærunum en málið hefur vakið mikið umtal undanfarna daga. Fregnir af dauðsföllum innflytjenda sem freista þess að komast yfir landamærin færast í aukana og börn eru sögð búa við óviðunandi aðstæður í flóttamannabúðum á svæðinu. Um helgina drukknuðu feðgin frá El Salvador í ánni Río Grande á landamærunum, hinn 25 ára gamli Óscar Alberto Martínez Ramírez og dóttir hans Valeria. Valera var 23 mánaða gömul en mynd af feðginunum hefur vakið mikinn óhug og segja margir hana vera vitnisburð um hversu mikið fólk þarf að leggja á sig í leit að betra lífi.Nancy Pelosi ræddi við Bandaríkjaforseta í dag.Vísir/GettyÓlík sjónarmið hjá deildum þingsins Frumvörp beggja deilda innihalda tillögur um hvernig skuli veita aðstoð á landamærunum og er lagt bann við því að fjármagnið verði notað til þess að byggja hinn svokallaða múr á landamærunum. Í tillögu fulltrúadeildarinnar er að finna nánari útlistun á því hvernig skuli nýta fjármagnið á meðan tillaga öldungadeildarinnar gefur stofnunum frjálsari hendur í ráðstöfun þess. Þingmaður Repúblikana, Mich McConnell, sagði tillögu fulltrúadeildarinnar ekki stefna neitt og gagnrýndi fulltrúadeildarþingmenn Demókrata fyrir að vera ósamvinnuþýða og reyna að fella pólitískar keilur. Fulltrúadeildin samþykkti í gær eigin tillögu um að ráðstafa 4,5 milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærunum. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði að það sætta þyrfti nokkur sjónarmið varðandi frumvarpið. Hún ræddi við Donald Trump Bandaríkjaforseta um tillöguna í dag. Báðar deildir þingsins munu þurfa að samþykkja samræmdar tillögur svo hægt sé að senda frumvarpið til undirritunar hjá Bandaríkjaforseta en hann hefur áður hótað því að beita neitunarvaldi á tillögu fulltrúadeildarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hópur stuðningsmanna Trumps reisir landamæramúr Hópur stuðningsmanna Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa hafið að reisa fyrsta hluta múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reistur hefur verið með einkaframtaki. 28. maí 2019 21:34 Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45 Trump danglaði blaði með meintum leyniákvæðum framan í fréttamenn Ekkert liggur frekar fyrir um hver ákvæðin eru. Mexíkósk stjórnvöld hafa neitað því að fleira sé í samkomulagi þeirra við Trump en gefið hefur verið upp. 11. júní 2019 20:44 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Hópur stuðningsmanna Trumps reisir landamæramúr Hópur stuðningsmanna Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa hafið að reisa fyrsta hluta múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reistur hefur verið með einkaframtaki. 28. maí 2019 21:34
Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45
Trump danglaði blaði með meintum leyniákvæðum framan í fréttamenn Ekkert liggur frekar fyrir um hver ákvæðin eru. Mexíkósk stjórnvöld hafa neitað því að fleira sé í samkomulagi þeirra við Trump en gefið hefur verið upp. 11. júní 2019 20:44