Hagkvæm leið til að bregðast við fækkun ferðamanna Þórir Garðarsson skrifar 27. júní 2019 10:07 Framboð á flugferðum til Íslands hefur allt að segja um fjölda ferðamanna sem hingað koma. Brotthvarf WOW sýnir þetta með skýrum hætti, sem og fækkun flugferða hjá Easyjet. Fréttasíðan Túristi hefur sýnt hvernig þýskum ferðamönnum fækkaði þegar þýsk flugfélög hættu Íslandsflugi en þýskir ferðamenn eru mjög mikilvægir yfir sumartímann. Fleiri flugfélög hafa hætt eða dregið úr ferðum. Delta ætlar ekki að fljúga hingað næsta vetur frá New York. Það mun hafa áhrif á komu ferðamanna frá Norður-Ameríku sem eru mjög mikilvægir vetrarferðamenn á Íslandi. Afleiðingarnar af samdrættinum eru afar neikvæðar fyrir þjóðarbúið. Áætlað er að útflutningstekjur lækki um 100 milljarða króna á ári. Ríki og sveitarfélög verða af miklum skatttekjum. Atvinnulausum fjölgar. Afkoma fyrirtækja í ferðaþjónustu versnar. Keflavíkurflugvöllur undir stjórn ríkisfyrirtækisins Isavia hefur hagkvæmasta lykilinn að því að snúa þessari þróun við. Flugvöllurinn hefur í hendi sér að bjóða flugfélögum umtalsverðan tímabundinn hvata til að hefja flugferðir hingað eða fjölga þeim, sérstaklega þó næsta vetur. Notum hvatakerfið til fulls Þetta er ekkert nýtt. Keflavíkurflugvöllur hefur um árabil boðið niðurfellingu eða lækkun gjalda ef flugfélög hefja hingað flug frá nýjum áfangastöðum eða lenda utan mesta annatíma. Þannig hefur flugvöllurinn nýtt innviði og fastakostnað betur, auk þess að hafa miklar tekjur af farþegunum þegar þeir fara um flugstöðina. Með því að hugsa þetta hvatakerfi upp á nýtt, víkka það út og stórauka afslætti og niðurfellingu gjalda til flugfélaga hefur Keflavíkurflugvöllur í hendi sér að stoppa í gatið sem nú blasir við. Aðallega þyrfti að huga að næsta vetri, því þá er fyrirsjáanleg mikil fækkun flugferða. Sérstaklega mætti ná góðum árangri með því að fá flugfélög með stór leiðakerfi til að koma hingað eða auka núverandi ferðatíðni. Þar á meðal má nefna Lufthansa, Finnair, SAS, British Airways, Delta, United, American og KLM-AirFrance, að ógleymdu Icelandair. Þessi flugfélög hafa mestu möguleikana til að fylla vélar hingað til lands með farþegum sem koma í gegnum tengiflugvelli þeirra. Það hefur t.d. sýnt sig að farþegar með bandarísku flugfélögunum koma hvaðanæva að úr Norður-Ameríku í gegnum tengiflugvelli og sama má segja um farþega með stóru flugfélögunum sem hingað fljúga, British Airways, Finnair og SAS. Ef þessi flugfélög fá umtalsverðan hvata til að fljúga hingað til lands eða fjölga ferðum, þá býðst viðskiptavinum þeirra alls staðar að úr heiminum að komast til Íslands á hagstæðan hátt. Félögin eru þá ekki aðeins að selja flugið til Íslands, heldur einnig flug frá fjarmörkuðum, t.d. Indlandi, Kína og Japan. Það hefur t.d. sýnt sig að Asíubúar hafa mikinn áhuga á að koma til Íslands að vetri til með von um að sjá norðurljósin. Dæmi sem gengur upp Fastakostnaður á Keflavíkurflugvelli er sá sami hvort sem þar lenda 100 eða 150 flugvélar á dag. Jaðarkostnaður vegna hverrar flugvélar í viðbót er lítill í stóra samhenginu. Aftur á móti er ljóst að öll flugfélög sem þar lenda þyrftu að njóta góðs af róttæku hvatakerfi, líka þau sem þegar eru með áætlunarflug. Í heild gætu heildartekjur af flugvallargjöldum því lækkað töluvert í nokkurn tíma. Staðreyndin er þó sú að flugvallargjöldin á Keflavíkurflugvelli standa hvort sem er ekki undir rekstri hans. Það eru tekjurnar af viðskiptum farþega í flugstöðinni sem gera það og skila Isavia milljarða króna hagnaði að auki. Skynsemi þess að fjölga farþegum liggur því í augum uppi. Tekjurnar af þeim kæmu á móti lægri flugvallartekjum. Í versta falli kæmi flugvöllurinn út á sléttu. Ávinningurinn fyrir þjóðarbúið er ótvíræður. Hér er búið að fjárfesta verulega til að þjónusta ferðamenn. Meira að segja hefur fjármagn til vegagerðar verið stóraukið til að takast á við vaxandi umferð. Við þurfum öll – einstaklingar, fyrirtæki og hið opinbera – á tekjunum af ferðamönnum að halda til að standa undir þessum fjárfestingum og til að viðhalda atvinnustiginu. Það þarf að hugsa stórt til að láta dæmið ganga upp og það þarf að hugsa um heildarmyndina.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Framboð á flugferðum til Íslands hefur allt að segja um fjölda ferðamanna sem hingað koma. Brotthvarf WOW sýnir þetta með skýrum hætti, sem og fækkun flugferða hjá Easyjet. Fréttasíðan Túristi hefur sýnt hvernig þýskum ferðamönnum fækkaði þegar þýsk flugfélög hættu Íslandsflugi en þýskir ferðamenn eru mjög mikilvægir yfir sumartímann. Fleiri flugfélög hafa hætt eða dregið úr ferðum. Delta ætlar ekki að fljúga hingað næsta vetur frá New York. Það mun hafa áhrif á komu ferðamanna frá Norður-Ameríku sem eru mjög mikilvægir vetrarferðamenn á Íslandi. Afleiðingarnar af samdrættinum eru afar neikvæðar fyrir þjóðarbúið. Áætlað er að útflutningstekjur lækki um 100 milljarða króna á ári. Ríki og sveitarfélög verða af miklum skatttekjum. Atvinnulausum fjölgar. Afkoma fyrirtækja í ferðaþjónustu versnar. Keflavíkurflugvöllur undir stjórn ríkisfyrirtækisins Isavia hefur hagkvæmasta lykilinn að því að snúa þessari þróun við. Flugvöllurinn hefur í hendi sér að bjóða flugfélögum umtalsverðan tímabundinn hvata til að hefja flugferðir hingað eða fjölga þeim, sérstaklega þó næsta vetur. Notum hvatakerfið til fulls Þetta er ekkert nýtt. Keflavíkurflugvöllur hefur um árabil boðið niðurfellingu eða lækkun gjalda ef flugfélög hefja hingað flug frá nýjum áfangastöðum eða lenda utan mesta annatíma. Þannig hefur flugvöllurinn nýtt innviði og fastakostnað betur, auk þess að hafa miklar tekjur af farþegunum þegar þeir fara um flugstöðina. Með því að hugsa þetta hvatakerfi upp á nýtt, víkka það út og stórauka afslætti og niðurfellingu gjalda til flugfélaga hefur Keflavíkurflugvöllur í hendi sér að stoppa í gatið sem nú blasir við. Aðallega þyrfti að huga að næsta vetri, því þá er fyrirsjáanleg mikil fækkun flugferða. Sérstaklega mætti ná góðum árangri með því að fá flugfélög með stór leiðakerfi til að koma hingað eða auka núverandi ferðatíðni. Þar á meðal má nefna Lufthansa, Finnair, SAS, British Airways, Delta, United, American og KLM-AirFrance, að ógleymdu Icelandair. Þessi flugfélög hafa mestu möguleikana til að fylla vélar hingað til lands með farþegum sem koma í gegnum tengiflugvelli þeirra. Það hefur t.d. sýnt sig að farþegar með bandarísku flugfélögunum koma hvaðanæva að úr Norður-Ameríku í gegnum tengiflugvelli og sama má segja um farþega með stóru flugfélögunum sem hingað fljúga, British Airways, Finnair og SAS. Ef þessi flugfélög fá umtalsverðan hvata til að fljúga hingað til lands eða fjölga ferðum, þá býðst viðskiptavinum þeirra alls staðar að úr heiminum að komast til Íslands á hagstæðan hátt. Félögin eru þá ekki aðeins að selja flugið til Íslands, heldur einnig flug frá fjarmörkuðum, t.d. Indlandi, Kína og Japan. Það hefur t.d. sýnt sig að Asíubúar hafa mikinn áhuga á að koma til Íslands að vetri til með von um að sjá norðurljósin. Dæmi sem gengur upp Fastakostnaður á Keflavíkurflugvelli er sá sami hvort sem þar lenda 100 eða 150 flugvélar á dag. Jaðarkostnaður vegna hverrar flugvélar í viðbót er lítill í stóra samhenginu. Aftur á móti er ljóst að öll flugfélög sem þar lenda þyrftu að njóta góðs af róttæku hvatakerfi, líka þau sem þegar eru með áætlunarflug. Í heild gætu heildartekjur af flugvallargjöldum því lækkað töluvert í nokkurn tíma. Staðreyndin er þó sú að flugvallargjöldin á Keflavíkurflugvelli standa hvort sem er ekki undir rekstri hans. Það eru tekjurnar af viðskiptum farþega í flugstöðinni sem gera það og skila Isavia milljarða króna hagnaði að auki. Skynsemi þess að fjölga farþegum liggur því í augum uppi. Tekjurnar af þeim kæmu á móti lægri flugvallartekjum. Í versta falli kæmi flugvöllurinn út á sléttu. Ávinningurinn fyrir þjóðarbúið er ótvíræður. Hér er búið að fjárfesta verulega til að þjónusta ferðamenn. Meira að segja hefur fjármagn til vegagerðar verið stóraukið til að takast á við vaxandi umferð. Við þurfum öll – einstaklingar, fyrirtæki og hið opinbera – á tekjunum af ferðamönnum að halda til að standa undir þessum fjárfestingum og til að viðhalda atvinnustiginu. Það þarf að hugsa stórt til að láta dæmið ganga upp og það þarf að hugsa um heildarmyndina.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun