Fjórar milljónir sparast við að hætta við flugeldasýningu menningarnætur Sighvatur Jónsson skrifar 28. júní 2019 12:00 Menningarnótt lýkur með tilkomumikilli flugeldasýningu. Vísir/Vilhelm Flugeldasýning á menningarnótt í Reykjavík í sumar gæti orðið sú síðasta. Innan borgarkerfisins er til umræðu að hætta að skjóta upp flugeldum vegna umhverfisáhrifa þeirra. Engin ákvörðun hefur verið tekin. Menningarnótt Reykjavíkurborgar fer fram í 24. skiptið 24. ágúst næstkomandi. Flugeldasýning afmælishátíðar Reykjavíkurborgar í sumar gæti orðið sú síðasta. „Við höfum í ljósi þessarar umræðu haft samband við og leitað leiðsagnar hjá sérfræðingum í meðal annars flugeldum og áhrifum þeirra. Við höfum fengið góðar ráðleggingar frá þeim þar sem vísað er í rannsóknir á áhrifum flugelda á umhverfið,“ segir Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs hjá Reykjavíkurborg. Arna segir að hugmyndin hafi verið rædd víða innan borgarkerfisins, í ráðum og hjá yfirstjórn. Að hætta við flugeldasýninguna er hluti aðgerða sem borgaryfirvöld íhuga að grípa til í umhverfismálum. Meðal þess sem kemur fram í sérfræðiáliti um neikvæð umhverfisáhrif skipulagðra flugeldasýninga er að jarðvegsmengun geti verið nokkur þar sem sýningar fara fram. Þá er vísað til rannsókna sem leiða í ljós að marktæk hækkun verði á meðalgildi fíns svifryks eftir flugeldasýningar. Einnig er bent á áhyggjur vegna losunar mengandi efna í sjó í nánd við þá staði þar sem flugeldasýningar fara fram. „Það er ljóst að við erum ekki að fara að slá af flugeldasýningu á þessu ári en ég held að það sé gott og hollt að hefja þessa vegferð og það er það sem við erum að gera hér hjá menningar- og ferðamálasviði og víðar í borginni veit ég,“ segir Arna Schram.En þetta gæti þá orðið síðasta flugeldasýning menningarnætur? „Ég þori ekki að fullyrða, það á eftir að taka ákvörðun um það. Það getur vel verið en það er of snemmt að segja til um það,“ segir Arna. Burtséð frá umhverfisáhrifum sparast um fjórar milljónir króna við að sleppa flugeldasýningu á menningarnótt. „Það er hægt að gera ýmislegt annað við þá fjármuni, spara þá eða nýta þá í aðra menningartengda starfsemi, aðra viðburði eða verkefni sem borgarbúar og aðrir geta notið,“ segir Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn Flugeldar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Flugeldasýning á menningarnótt í Reykjavík í sumar gæti orðið sú síðasta. Innan borgarkerfisins er til umræðu að hætta að skjóta upp flugeldum vegna umhverfisáhrifa þeirra. Engin ákvörðun hefur verið tekin. Menningarnótt Reykjavíkurborgar fer fram í 24. skiptið 24. ágúst næstkomandi. Flugeldasýning afmælishátíðar Reykjavíkurborgar í sumar gæti orðið sú síðasta. „Við höfum í ljósi þessarar umræðu haft samband við og leitað leiðsagnar hjá sérfræðingum í meðal annars flugeldum og áhrifum þeirra. Við höfum fengið góðar ráðleggingar frá þeim þar sem vísað er í rannsóknir á áhrifum flugelda á umhverfið,“ segir Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs hjá Reykjavíkurborg. Arna segir að hugmyndin hafi verið rædd víða innan borgarkerfisins, í ráðum og hjá yfirstjórn. Að hætta við flugeldasýninguna er hluti aðgerða sem borgaryfirvöld íhuga að grípa til í umhverfismálum. Meðal þess sem kemur fram í sérfræðiáliti um neikvæð umhverfisáhrif skipulagðra flugeldasýninga er að jarðvegsmengun geti verið nokkur þar sem sýningar fara fram. Þá er vísað til rannsókna sem leiða í ljós að marktæk hækkun verði á meðalgildi fíns svifryks eftir flugeldasýningar. Einnig er bent á áhyggjur vegna losunar mengandi efna í sjó í nánd við þá staði þar sem flugeldasýningar fara fram. „Það er ljóst að við erum ekki að fara að slá af flugeldasýningu á þessu ári en ég held að það sé gott og hollt að hefja þessa vegferð og það er það sem við erum að gera hér hjá menningar- og ferðamálasviði og víðar í borginni veit ég,“ segir Arna Schram.En þetta gæti þá orðið síðasta flugeldasýning menningarnætur? „Ég þori ekki að fullyrða, það á eftir að taka ákvörðun um það. Það getur vel verið en það er of snemmt að segja til um það,“ segir Arna. Burtséð frá umhverfisáhrifum sparast um fjórar milljónir króna við að sleppa flugeldasýningu á menningarnótt. „Það er hægt að gera ýmislegt annað við þá fjármuni, spara þá eða nýta þá í aðra menningartengda starfsemi, aðra viðburði eða verkefni sem borgarbúar og aðrir geta notið,“ segir Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar.
Borgarstjórn Flugeldar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira