Elton John reiður Pútín eftir harðorð ummæli í garð innflytjenda og samkynhneigðra Sylvía Hall skrifar 28. júní 2019 23:27 Stórsöngvarinn var mjög ósáttur við ummæli Rússlandsforseta. Vísir/Getty Breski söngvarinn Sir Elton John er ekki par ánægður með ummæli Rússlandsforseta um frjálslynd gildi og nálgun varðandi innflytjendastefnu. Hélt forsetinn því fram í viðtali við Financial Times að gildin væru „úrelt“ og að meirihluti íbúa vestrænna þjóða hefði hafnað þeim. Þetta kemur fram á vef Reuters en þar kemur einnig fram að forsetinn hafi gagnrýnt hugmyndafræðina í heild sinni, hún gæfi það í skyn að „ekkert þurfi að gera“ og sagði það ekki ganga upp þar sem refsa þyrfti fyrir alla glæpi. „Hugmyndin um frjálslyndi gengur út frá því að ekkert þurfi að gera. Að innflytjendur megi drepa, ræna og nauðga refsilaust því réttindi þeirra sem innflytjendur verði að vernda. Hvaða réttindi eru þau? Öllum glæpum verður að fylgja refsing,“ sagði Pútín í viðtalinu þegar hann tjáði sig um störf Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Hann sagði þetta vera stærstu mistök kanslarans, að hún hefði tekið upp frjálslynda stefnu í innflytjendamálum. Nú væru gildi frjálslyndra úrelt og þeim hefði verið hafnað af meirihluta fólks.Pútín fór ekki leynt með skoðanir sínar á frjálslyndum gildum.Vísir/GettySegir Pútín vera hræsnara Forsetinn gagnrýndi einnig viðhorf vestrænna ríkja til samkynhneigðar. Hann sagðist ekki vera viðkvæmur fyrir henni en þætti fúsleiki Vesturlandabúa til þess að taka fjölbreytileikann í sátt vera „óhóflegur“. Söngvarinn lýsti yfir óánægju sinni með ummælin í yfirlýsingu og var henni beint að forsetanum sjálfum. Hann kallaði forsetann hræsnara fyrir að halda því fram í sama viðtali að hann vildi að hinsegin fólk væri hamingjusamt. „Ég er verulega ósammála þeirri hugmynd að hugmyndafræði sem fagnar fjölmenningu og fjölbreytileika kynvera sé úrelt í okkar samfélagi,“ sagði söngvarinn í yfirlýsingu sinni. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem söngvarinn beinir reiði sinni að Rússlandi en í byrjun mánaðar gagnrýndi hann ákvörðun rússneskra dreifiaðila nýrrar ævisögumyndar um hann, Rocketman, um að klippa atriði sem snúa að samkynhneigð hans úr myndinni. Sjá einnig: Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriðiDreifiaðili myndarinnar í Rússlandi sagði atriðin hafa verið fjarlægð þar sem þau brytu í bága við rússnesk lög en núgildandi lög í landinu banna sýningu efnis sem snýr að samkynhneigð til fólks undir lögaldri. Hinsegin Rússland Tengdar fréttir Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriði Sir Elton John gagnrýnir ákvörðun Rússa um að klippa um fimm mínútur af efni út úr ævisögukvikmynd hans, Rocketman. Dreifiaðili myndarinnar segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. 1. júní 2019 10:55 Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49 Elton John sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka Söngvarinn Elton John var í dag sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka við hátíðlega athöfn í París. Í ávarpi sínu eftir orðuveitinguna hvatti söngvarinn ráðamenn heims til þess að leggja báráttunni við eyðni lið með fjárútlátum til rannsókna. 21. júní 2019 23:53 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Breski söngvarinn Sir Elton John er ekki par ánægður með ummæli Rússlandsforseta um frjálslynd gildi og nálgun varðandi innflytjendastefnu. Hélt forsetinn því fram í viðtali við Financial Times að gildin væru „úrelt“ og að meirihluti íbúa vestrænna þjóða hefði hafnað þeim. Þetta kemur fram á vef Reuters en þar kemur einnig fram að forsetinn hafi gagnrýnt hugmyndafræðina í heild sinni, hún gæfi það í skyn að „ekkert þurfi að gera“ og sagði það ekki ganga upp þar sem refsa þyrfti fyrir alla glæpi. „Hugmyndin um frjálslyndi gengur út frá því að ekkert þurfi að gera. Að innflytjendur megi drepa, ræna og nauðga refsilaust því réttindi þeirra sem innflytjendur verði að vernda. Hvaða réttindi eru þau? Öllum glæpum verður að fylgja refsing,“ sagði Pútín í viðtalinu þegar hann tjáði sig um störf Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Hann sagði þetta vera stærstu mistök kanslarans, að hún hefði tekið upp frjálslynda stefnu í innflytjendamálum. Nú væru gildi frjálslyndra úrelt og þeim hefði verið hafnað af meirihluta fólks.Pútín fór ekki leynt með skoðanir sínar á frjálslyndum gildum.Vísir/GettySegir Pútín vera hræsnara Forsetinn gagnrýndi einnig viðhorf vestrænna ríkja til samkynhneigðar. Hann sagðist ekki vera viðkvæmur fyrir henni en þætti fúsleiki Vesturlandabúa til þess að taka fjölbreytileikann í sátt vera „óhóflegur“. Söngvarinn lýsti yfir óánægju sinni með ummælin í yfirlýsingu og var henni beint að forsetanum sjálfum. Hann kallaði forsetann hræsnara fyrir að halda því fram í sama viðtali að hann vildi að hinsegin fólk væri hamingjusamt. „Ég er verulega ósammála þeirri hugmynd að hugmyndafræði sem fagnar fjölmenningu og fjölbreytileika kynvera sé úrelt í okkar samfélagi,“ sagði söngvarinn í yfirlýsingu sinni. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem söngvarinn beinir reiði sinni að Rússlandi en í byrjun mánaðar gagnrýndi hann ákvörðun rússneskra dreifiaðila nýrrar ævisögumyndar um hann, Rocketman, um að klippa atriði sem snúa að samkynhneigð hans úr myndinni. Sjá einnig: Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriðiDreifiaðili myndarinnar í Rússlandi sagði atriðin hafa verið fjarlægð þar sem þau brytu í bága við rússnesk lög en núgildandi lög í landinu banna sýningu efnis sem snýr að samkynhneigð til fólks undir lögaldri.
Hinsegin Rússland Tengdar fréttir Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriði Sir Elton John gagnrýnir ákvörðun Rússa um að klippa um fimm mínútur af efni út úr ævisögukvikmynd hans, Rocketman. Dreifiaðili myndarinnar segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. 1. júní 2019 10:55 Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49 Elton John sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka Söngvarinn Elton John var í dag sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka við hátíðlega athöfn í París. Í ávarpi sínu eftir orðuveitinguna hvatti söngvarinn ráðamenn heims til þess að leggja báráttunni við eyðni lið með fjárútlátum til rannsókna. 21. júní 2019 23:53 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriði Sir Elton John gagnrýnir ákvörðun Rússa um að klippa um fimm mínútur af efni út úr ævisögukvikmynd hans, Rocketman. Dreifiaðili myndarinnar segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. 1. júní 2019 10:55
Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49
Elton John sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka Söngvarinn Elton John var í dag sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka við hátíðlega athöfn í París. Í ávarpi sínu eftir orðuveitinguna hvatti söngvarinn ráðamenn heims til þess að leggja báráttunni við eyðni lið með fjárútlátum til rannsókna. 21. júní 2019 23:53
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent