Hreiðrið við Stekkjarbakka yfirgefið og tómt eftir árás máva Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2019 15:45 Gæsin sést hér liggja á hreiðri sínu í síðustu viku. vísir/egill Svo virðist sem að gæsapar sem komið hafði sér upp hreiðri á hringtorgi við Stekkjarbakka í Breiðholti hafi yfirgefið hreiðrið í dag eftir að fjöldi máva réðst að hreiðrinu. Anton Magnússon sá þegar mávarnir réðust að hreiðrinu og segist í samtali við Vísi hafa séð þegar einn mávurinn át einn af ungunum sem voru í hreiðrinu. Hann vakti fyrst máls á þessu í Facebook-hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt. Fjallað var um gæsina sem lá á hreiðrinu í fjölmiðlum í síðustu viku þar sem hún hafði vakið athygli vegfarenda fyrir að hvæsa á vegfarendur eða hreinlega ráðast til atlögu til að vernda hreiðrið sitt. Anton keyrir fram hjá hringtorginu daglega þar sem hann vinnur í nágrenninu. „Ég var búinn að fylgjast með þeim áður en fréttin um gæsina kom. Þau hafa verið þarna að dúlla sér og gaman að fylgjast með þeim vegna þess að gassinn var voða duglegur að passa sína frú. Hann leyfði ungum krökkum og fólki að labba þarna fram hjá en gat orðið grimmur út í hjólreiðamenn því þeir virka svo stórir fyrir hann,“ segir Anton.Sjá hér fyrir neðan frétt Stöðvar 2 um gæsina frá því í síðustu viku.Tugir máva á sveimi við hreiðrið Það var þó eitthvað allt annað í gangi við hreiðrið á hringtorginu um klukkan ellefu í morgun. „Þá sé ég í fyrsta lagi 30 til 40 máva og hamagang og læti. Svo sé ég þarna brauð eða kökur á grasinu fyrir framan gæsina og ísboxdollu með væntanlega vatni. Síðan horfi ég á þá þar sem þeir eru að éta brauðið eða kökuna og hamast áfram og í gæsinni sem er náttúrulega alveg brjáluð greyið. Ég sé þá ekki borða nema einn unga, ég sé bara einn mávinn koma með einn unga alveg brjálaður og hinir fara allir í hreiðrið,“ segir Anton. Eftir smástund hafi gæsaparið því farið í burtu en engir ungar á eftir þeim. Anton segist gera ráð fyrir því að mávarnir hafi étið hina ungana sem hafi væntanlega verið nýkomnir úr eggjunum. Anton segir að þeir sem hafi komið með brauðið og vatnið hafi auðvitað gert það í góðu. „En gassinn sér bara um sína frú og ef þau hefðu verið látin í friði þá hefði ekkert gerst vegna þess að hún er í felum af ástæðu. Hún vill bara í felum. Steggurinn er alltaf hinu megin við götuna, hann er ekki alveg við hreiðrið því hann vill ekki vekja athygli á frúnni og hreiðrinu. Þetta var agalega sorglegt,“ segir Anton sem hefur enga trú á að nokkrir ungar hafi lifað árás mávanna af. „Ég er búinn að fara þarna niður eftir einu sinni síðan og hreiðrið er yfirgefið og tómt og engir fuglar.“ Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Dýravistfræðingur segir hegðun gæsarinnar eðlilega 5. júní 2019 20:30 Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Sjá meira
Svo virðist sem að gæsapar sem komið hafði sér upp hreiðri á hringtorgi við Stekkjarbakka í Breiðholti hafi yfirgefið hreiðrið í dag eftir að fjöldi máva réðst að hreiðrinu. Anton Magnússon sá þegar mávarnir réðust að hreiðrinu og segist í samtali við Vísi hafa séð þegar einn mávurinn át einn af ungunum sem voru í hreiðrinu. Hann vakti fyrst máls á þessu í Facebook-hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt. Fjallað var um gæsina sem lá á hreiðrinu í fjölmiðlum í síðustu viku þar sem hún hafði vakið athygli vegfarenda fyrir að hvæsa á vegfarendur eða hreinlega ráðast til atlögu til að vernda hreiðrið sitt. Anton keyrir fram hjá hringtorginu daglega þar sem hann vinnur í nágrenninu. „Ég var búinn að fylgjast með þeim áður en fréttin um gæsina kom. Þau hafa verið þarna að dúlla sér og gaman að fylgjast með þeim vegna þess að gassinn var voða duglegur að passa sína frú. Hann leyfði ungum krökkum og fólki að labba þarna fram hjá en gat orðið grimmur út í hjólreiðamenn því þeir virka svo stórir fyrir hann,“ segir Anton.Sjá hér fyrir neðan frétt Stöðvar 2 um gæsina frá því í síðustu viku.Tugir máva á sveimi við hreiðrið Það var þó eitthvað allt annað í gangi við hreiðrið á hringtorginu um klukkan ellefu í morgun. „Þá sé ég í fyrsta lagi 30 til 40 máva og hamagang og læti. Svo sé ég þarna brauð eða kökur á grasinu fyrir framan gæsina og ísboxdollu með væntanlega vatni. Síðan horfi ég á þá þar sem þeir eru að éta brauðið eða kökuna og hamast áfram og í gæsinni sem er náttúrulega alveg brjáluð greyið. Ég sé þá ekki borða nema einn unga, ég sé bara einn mávinn koma með einn unga alveg brjálaður og hinir fara allir í hreiðrið,“ segir Anton. Eftir smástund hafi gæsaparið því farið í burtu en engir ungar á eftir þeim. Anton segist gera ráð fyrir því að mávarnir hafi étið hina ungana sem hafi væntanlega verið nýkomnir úr eggjunum. Anton segir að þeir sem hafi komið með brauðið og vatnið hafi auðvitað gert það í góðu. „En gassinn sér bara um sína frú og ef þau hefðu verið látin í friði þá hefði ekkert gerst vegna þess að hún er í felum af ástæðu. Hún vill bara í felum. Steggurinn er alltaf hinu megin við götuna, hann er ekki alveg við hreiðrið því hann vill ekki vekja athygli á frúnni og hreiðrinu. Þetta var agalega sorglegt,“ segir Anton sem hefur enga trú á að nokkrir ungar hafi lifað árás mávanna af. „Ég er búinn að fara þarna niður eftir einu sinni síðan og hreiðrið er yfirgefið og tómt og engir fuglar.“
Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Dýravistfræðingur segir hegðun gæsarinnar eðlilega 5. júní 2019 20:30 Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Sjá meira
Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00