Færri ferðamenn en rekstur Icelandair Hotels batnaði Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. júní 2019 06:15 Erlendir ferðamenn sem sóttu Ísland heim í maí voru heppnir með veður. Fréttablaðið/Eyþór Herbergjanýting Icelandair Hotels batnaði óvenjumikið í maí á milli ára miðað við aðrar hótelkeðjur. Það vekur athygli í ljósi þess að erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung á milli ára í mánuðinum í kjölfar gjaldþrots WOW air. Hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í maí og nýtingin batnaði um rúm átta prósentustig, í 82,9 prósent. „Tölur Icelandair Hotels um bæði nýtingu og seldar gistinætur í maí komu á óvart,“ segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. „Það hefur komið opinberlega fram að félagið hafi lækkað meðalverð í kjölfar þess að horfur voru á umtalsverðum framboðssamdrætti á flugsætum til landsins.“ Til samanburðar segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, að það hafi verið samdráttur hjá þeirra hótelum. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keahótela, segir að nýtingin hjá keðjunni hafi minnkað lítillega á milli ára, það sé þó misjafnt eftir hótelum og landshlutum. Verð hafi þróast með svipuðum hætti. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri CenterHotels, segir að nýtingin og verð hafi verið á pari miðað við maí árið áður. Elvar Ingi segir að það megi einnig hafa í huga að samsetning farþega í millilandaflugi Icelandair hafi reynst mjög sveigjanleg. „Þannig flutti Icelandair til að mynda rúmlega 30 prósent fleiri farþega til Íslands í maímánuði en á sama tíma í fyrra. Það gæti einnig hafa lagt hönd á plóg fyrir góðar hóteltölur í mánuðinum,“ segir hann.Elvar Ingi MöllerHildur Ómarsdóttir, forstöðumaður þróunar- og markaðssviðs Icelandair Hotels, sagði við vef Túrista að meðalverð hótelkeðjunnar hefði lækkað um sex prósent í maí miðað við árið áður en gistitekjur hefðu hækkað um átta prósent. Hún þakkaði bætta nýtingu aukningu í ráðstefnu- og hvataferðum. Icelandair Group vinnur að því að selja dótturfélagi malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation 80 prósenta hlut í Icelandair Hotels. Það var stofnað af malasíska auðkýfingnum Vincent Tan sem á velska knattspyrnuliðið Cardiff sem leikur í ensku úrvalsdeildinni. Aðspurður um ólíka þróun á gistináttatölum Icelandair Hotels og annarra hótela bendir Elvar Ingi á að Hagstofan hafi ekki enn birt þær upplýsingar fyrir maímánuð. „Aftur á móti má segja að tölurnar í apríl hafi verið blendnar. Samkvæmt þeim gáfu hótel á höfuðborgarsvæðinu nokkuð eftir hvað varðar nýtingu og fjölda gistinótta á meðan talsverður vöxtur var í fjölda gistinótta á hótelum utan höfuðborgarsvæðisins. Þær upplýsingar sem við höldum utan um, og ná fram í apríl, benda aftur á móti til þess að herbergjaverðin á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað í krónum talið undanfarna mánuði,“ segir Elvar Ingi. Að hans sögn hafi tölur á undanförnum vikum hvað varðar fjölda ferðamanna ekki komið greiningardeildinni á óvart. Nýjasta spá Isavia sé í góðu samræmi við þá spá sem Arion banki setti fram í lok mars síðastliðins. Hún geri ráð fyrir fækkun ferðamanna til landsins um 16 prósent á árinu. „Það er þó vissulega eðlilegt að ferðaþjónustuaðilar beri sig misvel í því árferði sem við erum að horfa upp á núna enda getur samsetning, tegund og dvalartími ferðamanna skipt töluverðu máli fyrir rekstur þessara fyrirtækja,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play Sjá meira
Herbergjanýting Icelandair Hotels batnaði óvenjumikið í maí á milli ára miðað við aðrar hótelkeðjur. Það vekur athygli í ljósi þess að erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung á milli ára í mánuðinum í kjölfar gjaldþrots WOW air. Hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í maí og nýtingin batnaði um rúm átta prósentustig, í 82,9 prósent. „Tölur Icelandair Hotels um bæði nýtingu og seldar gistinætur í maí komu á óvart,“ segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. „Það hefur komið opinberlega fram að félagið hafi lækkað meðalverð í kjölfar þess að horfur voru á umtalsverðum framboðssamdrætti á flugsætum til landsins.“ Til samanburðar segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, að það hafi verið samdráttur hjá þeirra hótelum. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keahótela, segir að nýtingin hjá keðjunni hafi minnkað lítillega á milli ára, það sé þó misjafnt eftir hótelum og landshlutum. Verð hafi þróast með svipuðum hætti. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri CenterHotels, segir að nýtingin og verð hafi verið á pari miðað við maí árið áður. Elvar Ingi segir að það megi einnig hafa í huga að samsetning farþega í millilandaflugi Icelandair hafi reynst mjög sveigjanleg. „Þannig flutti Icelandair til að mynda rúmlega 30 prósent fleiri farþega til Íslands í maímánuði en á sama tíma í fyrra. Það gæti einnig hafa lagt hönd á plóg fyrir góðar hóteltölur í mánuðinum,“ segir hann.Elvar Ingi MöllerHildur Ómarsdóttir, forstöðumaður þróunar- og markaðssviðs Icelandair Hotels, sagði við vef Túrista að meðalverð hótelkeðjunnar hefði lækkað um sex prósent í maí miðað við árið áður en gistitekjur hefðu hækkað um átta prósent. Hún þakkaði bætta nýtingu aukningu í ráðstefnu- og hvataferðum. Icelandair Group vinnur að því að selja dótturfélagi malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation 80 prósenta hlut í Icelandair Hotels. Það var stofnað af malasíska auðkýfingnum Vincent Tan sem á velska knattspyrnuliðið Cardiff sem leikur í ensku úrvalsdeildinni. Aðspurður um ólíka þróun á gistináttatölum Icelandair Hotels og annarra hótela bendir Elvar Ingi á að Hagstofan hafi ekki enn birt þær upplýsingar fyrir maímánuð. „Aftur á móti má segja að tölurnar í apríl hafi verið blendnar. Samkvæmt þeim gáfu hótel á höfuðborgarsvæðinu nokkuð eftir hvað varðar nýtingu og fjölda gistinótta á meðan talsverður vöxtur var í fjölda gistinótta á hótelum utan höfuðborgarsvæðisins. Þær upplýsingar sem við höldum utan um, og ná fram í apríl, benda aftur á móti til þess að herbergjaverðin á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað í krónum talið undanfarna mánuði,“ segir Elvar Ingi. Að hans sögn hafi tölur á undanförnum vikum hvað varðar fjölda ferðamanna ekki komið greiningardeildinni á óvart. Nýjasta spá Isavia sé í góðu samræmi við þá spá sem Arion banki setti fram í lok mars síðastliðins. Hún geri ráð fyrir fækkun ferðamanna til landsins um 16 prósent á árinu. „Það er þó vissulega eðlilegt að ferðaþjónustuaðilar beri sig misvel í því árferði sem við erum að horfa upp á núna enda getur samsetning, tegund og dvalartími ferðamanna skipt töluverðu máli fyrir rekstur þessara fyrirtækja,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play Sjá meira