Jessica Biel: „Ég er ekki á móti bólusetningum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2019 16:45 Jessica Biel er meðal annars þekkt fyrir leik sinn í myndunum The Illusionist, The A Team og Total Recall og sjónvarpsþáttunum The Sinner. Hún er gift bandaríska tónlistarmanninum Justin Timberlake. vísir/getty Bandaríska leikkonan Jessica Biel áréttar skoðanir sínar á bólusetningum í færslu á Instagram-síðu sinni í dag eftir að hafa verið gagnrýnd fyrir að taka þátt í baráttu lögmannsins Robert F. Kennedy yngri gegn bólusetningafrumvarpi í Kaliforníu. Frumvarpið miðar að því að draga úr undanþágum vegna bólusetninga í ríkinu. Ef læknir ákveður að barn skuli vera undanþegið bólusetningu sökum undirliggjandi veikinda þarf sú undanþága að fá samþykki frá opinberum heilbrigðisstarfsmönnum Kaliforníuríkis. „Ég er ekki á móti bólusetningum. Ég styð það að börn séu bólusett en ég styð líka rétt fjölskyldna til þess að taka upplýstar ákvarðanir varðandi heilsu barna sinna í samráði við sína lækna,“ skrifar Biel í Instagram-færslunni. View this post on InstagramThis week I went to Sacramento to talk to legislators in California about a proposed bill. I am not against vaccinations — I support children getting vaccinations and I also support families having the right to make educated medical decisions for their children alongside their physicians. My concern with #SB276 is solely regarding medical exemptions. My dearest friends have a child with a medical condition that warrants an exemption from vaccinations, and should this bill pass, it would greatly affect their family’s ability to care for their child in this state. That’s why I spoke to legislators and argued against this bill. Not because I don’t believe in vaccinations, but because I believe in giving doctors and the families they treat the ability to decide what’s best for their patients and the ability to provide that treatment. I encourage everyone to read more on this issue and to learn about the intricacies of #SB276. Thank you to everyone who met with me this week to engage in this important discussion! A post shared by Jessica Biel (@jessicabiel) on Jun 13, 2019 at 5:32am PDT Þannig eigi hún mjög góða vini sem eigi barn sem hafi heimild til undanþágu frá bólusetningum af heilsufarsástæðum. Segir Biel að ef frumvarpið verði samþykkt í Kaliforníu muni það hafa mikil áhrif á vini hennar þegar kemur að því að hugsa um heilsu barnsins. „Þess vegna ræddi ég við löggjafann og kom með rök gegn þessu frumvarpi. Það er ekki vegna þess að ég trúi ekki á bólusetningar heldur vegna þess að ég trúi því að það eigi að gefa læknunum og fjölskyldunum sem þeir sinna svigrúm til þess að ákveða hvað er best fyrir sjúklinginn og að þeir geti veitt viðeigandi meðferð,“ segir Biel. Stuðningsmenn frumvarpsins hafa aftur á móti bent á að það tryggi stöðu þeirra sem eru veikir fyrir og að það séu nákvæmlega þeir einstaklingar sem eru veikir sem þurfa á því að halda að almenningur sé bólusettur til að koma í veg fyrir farsóttir sem gætu orðið þeim að aldurtila. Bandaríkin Bólusetningar Hollywood Tengdar fréttir Jessica Biel gengur til liðs við baráttumann gegn bólusetningum Viðruðu áhyggjur sínar af nýju frumvarpi í Kaliforníu sem mun draga úr undanþágum vegna bólusetninga. 13. júní 2019 08:37 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Sjá meira
Bandaríska leikkonan Jessica Biel áréttar skoðanir sínar á bólusetningum í færslu á Instagram-síðu sinni í dag eftir að hafa verið gagnrýnd fyrir að taka þátt í baráttu lögmannsins Robert F. Kennedy yngri gegn bólusetningafrumvarpi í Kaliforníu. Frumvarpið miðar að því að draga úr undanþágum vegna bólusetninga í ríkinu. Ef læknir ákveður að barn skuli vera undanþegið bólusetningu sökum undirliggjandi veikinda þarf sú undanþága að fá samþykki frá opinberum heilbrigðisstarfsmönnum Kaliforníuríkis. „Ég er ekki á móti bólusetningum. Ég styð það að börn séu bólusett en ég styð líka rétt fjölskyldna til þess að taka upplýstar ákvarðanir varðandi heilsu barna sinna í samráði við sína lækna,“ skrifar Biel í Instagram-færslunni. View this post on InstagramThis week I went to Sacramento to talk to legislators in California about a proposed bill. I am not against vaccinations — I support children getting vaccinations and I also support families having the right to make educated medical decisions for their children alongside their physicians. My concern with #SB276 is solely regarding medical exemptions. My dearest friends have a child with a medical condition that warrants an exemption from vaccinations, and should this bill pass, it would greatly affect their family’s ability to care for their child in this state. That’s why I spoke to legislators and argued against this bill. Not because I don’t believe in vaccinations, but because I believe in giving doctors and the families they treat the ability to decide what’s best for their patients and the ability to provide that treatment. I encourage everyone to read more on this issue and to learn about the intricacies of #SB276. Thank you to everyone who met with me this week to engage in this important discussion! A post shared by Jessica Biel (@jessicabiel) on Jun 13, 2019 at 5:32am PDT Þannig eigi hún mjög góða vini sem eigi barn sem hafi heimild til undanþágu frá bólusetningum af heilsufarsástæðum. Segir Biel að ef frumvarpið verði samþykkt í Kaliforníu muni það hafa mikil áhrif á vini hennar þegar kemur að því að hugsa um heilsu barnsins. „Þess vegna ræddi ég við löggjafann og kom með rök gegn þessu frumvarpi. Það er ekki vegna þess að ég trúi ekki á bólusetningar heldur vegna þess að ég trúi því að það eigi að gefa læknunum og fjölskyldunum sem þeir sinna svigrúm til þess að ákveða hvað er best fyrir sjúklinginn og að þeir geti veitt viðeigandi meðferð,“ segir Biel. Stuðningsmenn frumvarpsins hafa aftur á móti bent á að það tryggi stöðu þeirra sem eru veikir fyrir og að það séu nákvæmlega þeir einstaklingar sem eru veikir sem þurfa á því að halda að almenningur sé bólusettur til að koma í veg fyrir farsóttir sem gætu orðið þeim að aldurtila.
Bandaríkin Bólusetningar Hollywood Tengdar fréttir Jessica Biel gengur til liðs við baráttumann gegn bólusetningum Viðruðu áhyggjur sínar af nýju frumvarpi í Kaliforníu sem mun draga úr undanþágum vegna bólusetninga. 13. júní 2019 08:37 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Sjá meira
Jessica Biel gengur til liðs við baráttumann gegn bólusetningum Viðruðu áhyggjur sínar af nýju frumvarpi í Kaliforníu sem mun draga úr undanþágum vegna bólusetninga. 13. júní 2019 08:37