Framhaldsskóli verður grunnskóli Guðjón H. Hauksson skrifar 19. júní 2019 10:48 Kennarar eru stolt stétt. Leikskólakennarar eru sérfræðingar í því að byggja upp sterka einstaklinga gegnum leik og samskipti við önnur börn, eflingu hreyfi- og málþroska. Þessir kennarar eru gríðarlega mikilvægir fyrir yngsta stig grunnskólans þar sem kennarar eru sérfræðingar í að vinna með þann grunn sem leikskólinn byggir. Á yngsta stigi grunnskólans heldur vinnan með einstaklinginn og félagsþroskann áfram en hér byggist snilldin á að færa börnunum tæki til læsis og tjáningar og kenna grunnaðferðir stærðfræðinnar. Kennarar á miðstigi taka við boltanum og nú fá nemendur sífellt ný tæki til að hugsa og tjá sig um, erlend tungumál bætast við, rökhugsun og ýmis óræð eða abstrakt hugtök velta fyrir sér og öðrum á skapandi hátt. Þetta er ótrúlega flókið samspil og alltaf byggt á því góða sem næstu kennarar á undan hafa mótað með nemendum. Á unglingastiginu vinna færustu kennarar við að efla félags- og einstaklingsþroska nemenda, samkennd, sjálfstraust, sjálfsmynd og ábyrgð á eigin ákvörðunum og vali um leið og sífellt er farið meira á dýptina á hinum ýmsu fagsviðum. Enda er svo hér komið sögu í lífi nemenda að skólaskyldu lýkur og þeir geta valið sér áframhaldandi leið gegnum skólakerfið. Unginn tekur flugið úr hreiðrinu. Langflestir kjósa, sem betur fer, að halda áfram námi eftir grunnskóla og velja sér framhaldsskóla sem hentar þeirra áhuga og styrkleikum. Kennarar í framhaldsskólum eru sömuleiðis stoltir af verkum sínum sem byggja á því að kenna þau fagsvið sem þeir hafa helgað sér á oft löngum náms- og starfsferli. Framhaldsskólakennarar eru því í grunninn fyrst sérfræðingar í ákveðnum fögum sem síðan ákveða að gerast kennarar. Langoftast er það þannig að þessir sérfræðingar taka kennsluréttindi eftir sitt fagnám og jafnvel eftir að þeir hafa hafið störf við kennslu. Enda byggir framhaldsskólinn á því að nemendur hafi öðlast færni til sjálfstæðra vinnubragða og góðan almennan þekkingargrunn og félagsfærni þegar þeir ljúka grunnskóla. Þessi mynd sem hér er dregin upp af íslenskum skóla er auðvitað mun flóknari, bæði eru störf kennara miklu fjölbreyttari og sömuleiðis eru skil milli skólastiga mun meira fljótandi. Í grunninn er það nú samt svo að reginmunur er á námi nemenda í framhaldsskólum annars vegar og í leik- og grunnskólum hins vegar. Í framhaldsskólanum byggist allt á því að nemendur takast á við ákveðið efni undir leiðsögn sérfræðinga sem hafa djúpa þekkingu á viðfangsefninu. Með nýju frumvarpi um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum á að draga úr sérfræðiþekkingu framhaldsskólakennara en auka vægi uppeldis- og kennslufræði í staðinn. Eitt leyfisbréf kennara tekur gildi fyrir alla kennara á þremur skólastigum. Í staðinn fyrir að vinna með styrkleika hvers skólastigs er verið að steypa allt í sama formið. Grunnskólinn einn hefur vaxið um heil tvö skólaár síðustu 20 árin (Hann er 20% lengri en hann var árið 1996) en nú má ætla að fari svo á endanum að hann gleypi í sig leikskólann og framhaldsskólann. Leikurinn er í stórhættu í leikskólanum, læsið og stærðfræðikunnáttan er í hættu í grunnskólanum og dýpri fagþekking í framhaldsskólanum er í uppnámi. Hvar ætlum við að enda þetta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Skóla - og menntamál Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Kennarar eru stolt stétt. Leikskólakennarar eru sérfræðingar í því að byggja upp sterka einstaklinga gegnum leik og samskipti við önnur börn, eflingu hreyfi- og málþroska. Þessir kennarar eru gríðarlega mikilvægir fyrir yngsta stig grunnskólans þar sem kennarar eru sérfræðingar í að vinna með þann grunn sem leikskólinn byggir. Á yngsta stigi grunnskólans heldur vinnan með einstaklinginn og félagsþroskann áfram en hér byggist snilldin á að færa börnunum tæki til læsis og tjáningar og kenna grunnaðferðir stærðfræðinnar. Kennarar á miðstigi taka við boltanum og nú fá nemendur sífellt ný tæki til að hugsa og tjá sig um, erlend tungumál bætast við, rökhugsun og ýmis óræð eða abstrakt hugtök velta fyrir sér og öðrum á skapandi hátt. Þetta er ótrúlega flókið samspil og alltaf byggt á því góða sem næstu kennarar á undan hafa mótað með nemendum. Á unglingastiginu vinna færustu kennarar við að efla félags- og einstaklingsþroska nemenda, samkennd, sjálfstraust, sjálfsmynd og ábyrgð á eigin ákvörðunum og vali um leið og sífellt er farið meira á dýptina á hinum ýmsu fagsviðum. Enda er svo hér komið sögu í lífi nemenda að skólaskyldu lýkur og þeir geta valið sér áframhaldandi leið gegnum skólakerfið. Unginn tekur flugið úr hreiðrinu. Langflestir kjósa, sem betur fer, að halda áfram námi eftir grunnskóla og velja sér framhaldsskóla sem hentar þeirra áhuga og styrkleikum. Kennarar í framhaldsskólum eru sömuleiðis stoltir af verkum sínum sem byggja á því að kenna þau fagsvið sem þeir hafa helgað sér á oft löngum náms- og starfsferli. Framhaldsskólakennarar eru því í grunninn fyrst sérfræðingar í ákveðnum fögum sem síðan ákveða að gerast kennarar. Langoftast er það þannig að þessir sérfræðingar taka kennsluréttindi eftir sitt fagnám og jafnvel eftir að þeir hafa hafið störf við kennslu. Enda byggir framhaldsskólinn á því að nemendur hafi öðlast færni til sjálfstæðra vinnubragða og góðan almennan þekkingargrunn og félagsfærni þegar þeir ljúka grunnskóla. Þessi mynd sem hér er dregin upp af íslenskum skóla er auðvitað mun flóknari, bæði eru störf kennara miklu fjölbreyttari og sömuleiðis eru skil milli skólastiga mun meira fljótandi. Í grunninn er það nú samt svo að reginmunur er á námi nemenda í framhaldsskólum annars vegar og í leik- og grunnskólum hins vegar. Í framhaldsskólanum byggist allt á því að nemendur takast á við ákveðið efni undir leiðsögn sérfræðinga sem hafa djúpa þekkingu á viðfangsefninu. Með nýju frumvarpi um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum á að draga úr sérfræðiþekkingu framhaldsskólakennara en auka vægi uppeldis- og kennslufræði í staðinn. Eitt leyfisbréf kennara tekur gildi fyrir alla kennara á þremur skólastigum. Í staðinn fyrir að vinna með styrkleika hvers skólastigs er verið að steypa allt í sama formið. Grunnskólinn einn hefur vaxið um heil tvö skólaár síðustu 20 árin (Hann er 20% lengri en hann var árið 1996) en nú má ætla að fari svo á endanum að hann gleypi í sig leikskólann og framhaldsskólann. Leikurinn er í stórhættu í leikskólanum, læsið og stærðfræðikunnáttan er í hættu í grunnskólanum og dýpri fagþekking í framhaldsskólanum er í uppnámi. Hvar ætlum við að enda þetta?
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar