Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2019 10:55 Sir Elton virðist eiga eitthvað vantalað við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Stephane Cardinale/Getty Enski söngvarinn Sir Elton John er ekki par hrifinn af ákvörðun rússnesks dreifiaðila nýrrar ævisögukvikmyndar um hann, Rocketman, um að klippa atriði sem snúa að samkynhneigð söngvarans út úr myndinni. Dreifiaðili myndarinnar í rússlandi staðfesti við ríkisfjölmiðilinn þar í landi að atriðin sem um ræðir hafi verið fjarlægð og segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. Söngvarinn gaf ásamt framleiðendum myndarinnar út yfirlýsingu í gær þar sem ritskoðuninni var „hafnað eins harkalega og hægt er.“ Í yfirlýsingunni, sem birtist á Twitter-síðu söngvarans í gær, segir hann ritskoðunina „til marks um þá klofnu veröld sem við búum enn í og hvernig hún getur hafnað ást tveggja einstaklinga á jafn grimmilegan hátt.“ „Við trúum á að byggja brýr og opna á samtöl, og við munum halda áfram að leitast við að brjóta niður hindranir þar hlustað er á alla til jafns, hvar sem er í heiminum,“ segir einnig í yfirlýsingunni.pic.twitter.com/WT05TvCHT7 — Elton John (@eltonofficial) May 31, 2019 Blaðamenn sem sóttu forsýningu Rocketman í Moskvu áætla að um fimm mínútur af myndefni hafi verið klipptar út úr upphaflegri útgáfu myndarinnar. Kvikmyndarýnandinn Anton Dolin sagði frá því á Facebook-síðu sinni að „öll atriði sem innihéldu kossa, kynlíf og munnmök milli karlmanna“ hafi verið klippt út. Hann bætti við að svæsnasta dæmið um ritskoðunina væri að mynd af Sir Elton og eiginmanni hans, sem birtist við lok myndarinnar, hafi verið fjarlægð. Annar blaðamaður sem var viðstaddur forsýninguna sagði atriði sem sýndu neyslu fíkniefna einnig hafa verið fjarlægð. Olga Lyubimova, sem fer fyrir kvikmyndadeild menningarmálaráðuneytis Rússlands, segir engar kröfur um breytingar á myndinni hafa verið settar fram af hálfu ráðuneytisins. „Það er ekkert launungarmál að margar vestrænar og rússneskar myndir tengjast fíkniefnaneyslu. Þannig væri rangt að halda því fram að við stunduðum nokkurs konar ritskoðun.“ Hún bætti því þó við að gert væri ráð fyrir að kvikmyndir fylgdu rússneskum lögum er kemur að „barnagirnd, hatri á grundvelli uppruna eða trúar og klámi.“ Sir Elton hefur áður gagnrýnt stefnu Rússa í málefnum samkynhneigðra. Árið 2015 sagði söngvarinn ástsæli, í samtali við BBC, að viðhorf Vladímírs Pútín Rússlandsforseta til réttinda samkynhneigðra væru „fáránleg,“ og lýsti yfir áhuga á að hitta forsetann til þess að fara yfir þau mál. Bíó og sjónvarp Rússland Tónlist Tengdar fréttir Frumsýning á Rocketman í London Rocketman fjallar um líf og starf tónlistarmannsins Eltons John. Hún var frumsýnd með pompi og prakt í London fyrr í vikunni. 30. maí 2019 07:00 Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Enski söngvarinn Sir Elton John er ekki par hrifinn af ákvörðun rússnesks dreifiaðila nýrrar ævisögukvikmyndar um hann, Rocketman, um að klippa atriði sem snúa að samkynhneigð söngvarans út úr myndinni. Dreifiaðili myndarinnar í rússlandi staðfesti við ríkisfjölmiðilinn þar í landi að atriðin sem um ræðir hafi verið fjarlægð og segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. Söngvarinn gaf ásamt framleiðendum myndarinnar út yfirlýsingu í gær þar sem ritskoðuninni var „hafnað eins harkalega og hægt er.“ Í yfirlýsingunni, sem birtist á Twitter-síðu söngvarans í gær, segir hann ritskoðunina „til marks um þá klofnu veröld sem við búum enn í og hvernig hún getur hafnað ást tveggja einstaklinga á jafn grimmilegan hátt.“ „Við trúum á að byggja brýr og opna á samtöl, og við munum halda áfram að leitast við að brjóta niður hindranir þar hlustað er á alla til jafns, hvar sem er í heiminum,“ segir einnig í yfirlýsingunni.pic.twitter.com/WT05TvCHT7 — Elton John (@eltonofficial) May 31, 2019 Blaðamenn sem sóttu forsýningu Rocketman í Moskvu áætla að um fimm mínútur af myndefni hafi verið klipptar út úr upphaflegri útgáfu myndarinnar. Kvikmyndarýnandinn Anton Dolin sagði frá því á Facebook-síðu sinni að „öll atriði sem innihéldu kossa, kynlíf og munnmök milli karlmanna“ hafi verið klippt út. Hann bætti við að svæsnasta dæmið um ritskoðunina væri að mynd af Sir Elton og eiginmanni hans, sem birtist við lok myndarinnar, hafi verið fjarlægð. Annar blaðamaður sem var viðstaddur forsýninguna sagði atriði sem sýndu neyslu fíkniefna einnig hafa verið fjarlægð. Olga Lyubimova, sem fer fyrir kvikmyndadeild menningarmálaráðuneytis Rússlands, segir engar kröfur um breytingar á myndinni hafa verið settar fram af hálfu ráðuneytisins. „Það er ekkert launungarmál að margar vestrænar og rússneskar myndir tengjast fíkniefnaneyslu. Þannig væri rangt að halda því fram að við stunduðum nokkurs konar ritskoðun.“ Hún bætti því þó við að gert væri ráð fyrir að kvikmyndir fylgdu rússneskum lögum er kemur að „barnagirnd, hatri á grundvelli uppruna eða trúar og klámi.“ Sir Elton hefur áður gagnrýnt stefnu Rússa í málefnum samkynhneigðra. Árið 2015 sagði söngvarinn ástsæli, í samtali við BBC, að viðhorf Vladímírs Pútín Rússlandsforseta til réttinda samkynhneigðra væru „fáránleg,“ og lýsti yfir áhuga á að hitta forsetann til þess að fara yfir þau mál.
Bíó og sjónvarp Rússland Tónlist Tengdar fréttir Frumsýning á Rocketman í London Rocketman fjallar um líf og starf tónlistarmannsins Eltons John. Hún var frumsýnd með pompi og prakt í London fyrr í vikunni. 30. maí 2019 07:00 Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Frumsýning á Rocketman í London Rocketman fjallar um líf og starf tónlistarmannsins Eltons John. Hún var frumsýnd með pompi og prakt í London fyrr í vikunni. 30. maí 2019 07:00
Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49