Orkuskiptin Eyþór Arnalds skrifar 3. júní 2019 07:00 Orkan okkar hefur breytt miklu. Rafljós kom í stað gas- og lýsisljóss. Heita vatnið kom í stað kolakyndingar. Fyrst kom hitaveita í Reykjavík fyrir 90 árum. Það var bylting. „Kolefnissporið“ var ansi áberandi enda lá þykkur reykjarmökkur yfir borginni. Tvennt vannst með hitaveitunni. Umhverfisbót og sparnaður gjaldeyris. Sambærilegt átak er mögulegt með orkuskiptum í samgöngum. Á hverju ári flytjum við inn gríðarlega mikið af eldsneyti á bifreiðar, bæði dísil og bensín. Kostnaðurinn er tugir milljarða á hverju ári. Flestir eru sammála um að ekkert land sé í betri færum til að fara í orkuskipti í samgöngum, en einmitt Ísland. Við höfum stigið varfærin skref á síðustu fimm árum, en lengra þarf að ganga til að fara alla leið. Í Noregi hefur sala rafbíla tekið risastökk og voru 58% nýrra bíla hreinir rafbílar í mars. Þar hefur þó komið í ljós að uppbygging innviða hefur verið of hæg. Við þurfum að auðvelda þeim sem búa í fjölbýli að hlaða rafbíla sína. Reykjavíkurborg getur sem eigandi Orkuveitu Reykjavíkur farið í hraða uppbyggingu á innviðum fyrir rafbíla. Hingað til hefur verið farið í takmörkuð tilraunaverkefni sem lofa góðu. Nú er rétti tíminn til að taka stóra skrefið líkt og forverar okkar í borgarstjórn gerðu þegar hitaveitan fór af stað. Með þessu vinnum við svo margt. Loftgæði batna. Losun gróðurhúsalofttegunda minnkar. Gjaldeyrir fyrir tugi milljarða sparast. Svo ekki sé minnst á bætta hljóðvist. Sjálfur hefur ég verið á rafmagnsbílum eingöngu síðustu fimm og hálft ár. Reynslan er ekki góð. Hún er frábær. Ef Jón Þorláksson og aðrir forgöngumenn hitaveitunnar í Reykjavík gátu gert þetta mikla átak fyrir um 90 árum eigum við tvímælalaust að geta auðveldað íbúum höfuðborgarinnar að nýta íslenska og hreina orku á bílana okkar. Strætó og atvinnutæki eru ekki undanskilin. Rafhjól og skutlur líka. Nýtum þetta tækifæri og förum alla leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Samgöngur Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Orkan okkar hefur breytt miklu. Rafljós kom í stað gas- og lýsisljóss. Heita vatnið kom í stað kolakyndingar. Fyrst kom hitaveita í Reykjavík fyrir 90 árum. Það var bylting. „Kolefnissporið“ var ansi áberandi enda lá þykkur reykjarmökkur yfir borginni. Tvennt vannst með hitaveitunni. Umhverfisbót og sparnaður gjaldeyris. Sambærilegt átak er mögulegt með orkuskiptum í samgöngum. Á hverju ári flytjum við inn gríðarlega mikið af eldsneyti á bifreiðar, bæði dísil og bensín. Kostnaðurinn er tugir milljarða á hverju ári. Flestir eru sammála um að ekkert land sé í betri færum til að fara í orkuskipti í samgöngum, en einmitt Ísland. Við höfum stigið varfærin skref á síðustu fimm árum, en lengra þarf að ganga til að fara alla leið. Í Noregi hefur sala rafbíla tekið risastökk og voru 58% nýrra bíla hreinir rafbílar í mars. Þar hefur þó komið í ljós að uppbygging innviða hefur verið of hæg. Við þurfum að auðvelda þeim sem búa í fjölbýli að hlaða rafbíla sína. Reykjavíkurborg getur sem eigandi Orkuveitu Reykjavíkur farið í hraða uppbyggingu á innviðum fyrir rafbíla. Hingað til hefur verið farið í takmörkuð tilraunaverkefni sem lofa góðu. Nú er rétti tíminn til að taka stóra skrefið líkt og forverar okkar í borgarstjórn gerðu þegar hitaveitan fór af stað. Með þessu vinnum við svo margt. Loftgæði batna. Losun gróðurhúsalofttegunda minnkar. Gjaldeyrir fyrir tugi milljarða sparast. Svo ekki sé minnst á bætta hljóðvist. Sjálfur hefur ég verið á rafmagnsbílum eingöngu síðustu fimm og hálft ár. Reynslan er ekki góð. Hún er frábær. Ef Jón Þorláksson og aðrir forgöngumenn hitaveitunnar í Reykjavík gátu gert þetta mikla átak fyrir um 90 árum eigum við tvímælalaust að geta auðveldað íbúum höfuðborgarinnar að nýta íslenska og hreina orku á bílana okkar. Strætó og atvinnutæki eru ekki undanskilin. Rafhjól og skutlur líka. Nýtum þetta tækifæri og förum alla leið.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar