Hvað ert þú að gera í lífinu? Ég? Ekki neitt Sigríður Karlsdóttir skrifar 4. júní 2019 08:30 Ég hitti konu á sjötugsaldri á förnum vegi um daginn. Eftir að hafa spjallað um veðrið eins og sannir Íslendingar gera, þá spyr hún mig hvað ég sé nú að gera í lífinu. Ég sagðist ekki vera að gera neitt. Henni svelgdist á vatni sem hún var að drekka úr plastglasinu sínu. Hún sullaði smá vatni á handarbakið á sér. Hún þurrkaði það og kvaddi svo vingjarnlega og bað mig um að hugsa vel um mig. Viðbrögðin gætu allteins hafa verið mín eigin viðbrögð. Mér fannst ég hafa sigrað. Ekki konuna. Heldur Siggu sjálfa. Ég mætti sjálfri mér og mínum fordómum og sagði sannleikann án þess að þurfa útskýra mig eða koma með 2 blaðsíðna umfjöllun af hverju ég væri ekki að vinna eða gera eitthvað að viti. Þegar ég kynntist manninum mínum fyrir áratug síðan sagði hann við mig að ég hlyti að vera níræð, ég væri búin að gera svo margt í lífinu og ferilskrá mín væri jafnþykk og símaskráin. Þá, þegar hann nefndi þetta, tók ég þessu sem hrósi og veðraðist öll upp. Svo brjálað að gera maður. Það býr svo mikill eldmóður inn í mér. Stundum þá ræð ég ekki við hann og þegar það blandast barnslegri hvatvísi þá enda ég á stöðum sem ég veit ekki hvað ég er að gera á. Að hafa mörg járn í eldinum - fyrir mig - er ekki dyggð. Það er stjórnleysi. Að hafa brjálað að gera er ekki kraftur. Það er skortur á einbeitingu. Það er skortur á sjálfsvirðingu. Að vera á fullu allan sólarhringinn er ekki töff. Það er slítandi. Ég fæddist undir heillastjörnu. Ég fer ekki ofan af því. Hæfileikarnir sem ég fékk í vöggugjöf ásamt styrknum frá umhverfinu gerir það að verkum að stundum finnst mér ég vera að drukkna í hæfileikum. Ég er brjálæðislega þakklát fyrir alla þessa hluti sem ég kann og get. Og ég segi þetta ekki i hroka. Við erum öll að drukkna í hæfileikum. Við þurfum bara að sjá þá. En þegar ég er að nota alla hæfileika mína í einu, þá gerist bara ekki neitt. Annað en að verð bara þreytt. Fyrst og fremst bara á sjálfri mér. Síðustu 2 mánuði hef ég verið að mæta í leikfimi þar sem meðalaldurinn er um 65 ára. Ég má ekki gera neitt - nema að vera - fyrir klukkan 10 á morgnana og þess á milli hitti ég fólk og álfa og eyði stundum með sjálfri mér án þess að skila afrakstri. Þvílík gjöf! Ég hef aldrei gert neitt jafn erfitt. Að gera ekki neitt. Og heldur hef ég sjaldan skemmt mér jafn vel. Ég er nefnilega besta vinkona mín, ef ég er ein. Eldmóðurinn minn brann. Ég brann upp. Brunarústir skrifa ekki bækur, halda ekki fyrirlestra eða kenna börnum eða fullorðnum. Brunarústir eru ekki góðar mæður. Brunarústir eru ekki góðar eiginkonur eða dætur eða í raun ekki góðar í neinu. Þær vilja bara sofa. Þvílíkt ævintýri sem lífið er. Eldmóðnum þarf ég að læra stýra betur. Og það er það sem ég er að gera. Með því að gera ekki neitt nema hugsa um sjálfan mig. Ég mæti í Crocs skóm og úfið hár út í búð. Eg dansa ein heima hjá mér á náttfötunum. Ég omma hátt og kjánalega. Ég anda djúpt. Ég tala við konu inn í mér sem heitir Gréta. Ég mála myndir og ég skrifa til að heila. Ég skapa. Ég hangi ein. Ég hangi á Facebook. Ég öskra á hafið og ég sef. Ég les og og brýt saman þvott. Ég hlusta á tónlist og tala við engla. Allt þetta hjálpar mér að stilla eldmóðinn svo ég geti gefið hann áfram. Líkaminn minn stoppaði mig af. Hann öskraði með sínu tungumáli. En það er oft tilfellið í bruna. Að eitthvað gefi sig. Því við hvort sem hlustum ekki á sálina fyrr en líkaminn stígur inn í. Ég elska hvað líkaminn tjáir sig hreint og beint. Engin meðvirkni þar. Stundum - þá má maður bara gera ekki neitt. Án þess að brjóta sjálfan sig niður. Stundum - þá þarf maður bara tíma til að finna sig eins og konurnar í bíómyndunum. Stundum - þá ekur lífsins bíll í aðra átt og þá þarf bara að sleppa stýrinu. Við eigum bara einn líkama og eina heilsu. Ef að „gera ekki neitt“ gerir það að verkum við náum betri líðan og getum haldið áfram að vera svona yndisleg eins og við erum, þá gerum við það. Brosum - strjúkum kviðinn - elskum friðinn og gerum ekki neitt. Ég get ekki endilega lofað því að þið prumpið glimmeri - en það gæti verið smá glimmer með prumpinu! Hafið yndislega viku, Ykkar SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Ég hitti konu á sjötugsaldri á förnum vegi um daginn. Eftir að hafa spjallað um veðrið eins og sannir Íslendingar gera, þá spyr hún mig hvað ég sé nú að gera í lífinu. Ég sagðist ekki vera að gera neitt. Henni svelgdist á vatni sem hún var að drekka úr plastglasinu sínu. Hún sullaði smá vatni á handarbakið á sér. Hún þurrkaði það og kvaddi svo vingjarnlega og bað mig um að hugsa vel um mig. Viðbrögðin gætu allteins hafa verið mín eigin viðbrögð. Mér fannst ég hafa sigrað. Ekki konuna. Heldur Siggu sjálfa. Ég mætti sjálfri mér og mínum fordómum og sagði sannleikann án þess að þurfa útskýra mig eða koma með 2 blaðsíðna umfjöllun af hverju ég væri ekki að vinna eða gera eitthvað að viti. Þegar ég kynntist manninum mínum fyrir áratug síðan sagði hann við mig að ég hlyti að vera níræð, ég væri búin að gera svo margt í lífinu og ferilskrá mín væri jafnþykk og símaskráin. Þá, þegar hann nefndi þetta, tók ég þessu sem hrósi og veðraðist öll upp. Svo brjálað að gera maður. Það býr svo mikill eldmóður inn í mér. Stundum þá ræð ég ekki við hann og þegar það blandast barnslegri hvatvísi þá enda ég á stöðum sem ég veit ekki hvað ég er að gera á. Að hafa mörg járn í eldinum - fyrir mig - er ekki dyggð. Það er stjórnleysi. Að hafa brjálað að gera er ekki kraftur. Það er skortur á einbeitingu. Það er skortur á sjálfsvirðingu. Að vera á fullu allan sólarhringinn er ekki töff. Það er slítandi. Ég fæddist undir heillastjörnu. Ég fer ekki ofan af því. Hæfileikarnir sem ég fékk í vöggugjöf ásamt styrknum frá umhverfinu gerir það að verkum að stundum finnst mér ég vera að drukkna í hæfileikum. Ég er brjálæðislega þakklát fyrir alla þessa hluti sem ég kann og get. Og ég segi þetta ekki i hroka. Við erum öll að drukkna í hæfileikum. Við þurfum bara að sjá þá. En þegar ég er að nota alla hæfileika mína í einu, þá gerist bara ekki neitt. Annað en að verð bara þreytt. Fyrst og fremst bara á sjálfri mér. Síðustu 2 mánuði hef ég verið að mæta í leikfimi þar sem meðalaldurinn er um 65 ára. Ég má ekki gera neitt - nema að vera - fyrir klukkan 10 á morgnana og þess á milli hitti ég fólk og álfa og eyði stundum með sjálfri mér án þess að skila afrakstri. Þvílík gjöf! Ég hef aldrei gert neitt jafn erfitt. Að gera ekki neitt. Og heldur hef ég sjaldan skemmt mér jafn vel. Ég er nefnilega besta vinkona mín, ef ég er ein. Eldmóðurinn minn brann. Ég brann upp. Brunarústir skrifa ekki bækur, halda ekki fyrirlestra eða kenna börnum eða fullorðnum. Brunarústir eru ekki góðar mæður. Brunarústir eru ekki góðar eiginkonur eða dætur eða í raun ekki góðar í neinu. Þær vilja bara sofa. Þvílíkt ævintýri sem lífið er. Eldmóðnum þarf ég að læra stýra betur. Og það er það sem ég er að gera. Með því að gera ekki neitt nema hugsa um sjálfan mig. Ég mæti í Crocs skóm og úfið hár út í búð. Eg dansa ein heima hjá mér á náttfötunum. Ég omma hátt og kjánalega. Ég anda djúpt. Ég tala við konu inn í mér sem heitir Gréta. Ég mála myndir og ég skrifa til að heila. Ég skapa. Ég hangi ein. Ég hangi á Facebook. Ég öskra á hafið og ég sef. Ég les og og brýt saman þvott. Ég hlusta á tónlist og tala við engla. Allt þetta hjálpar mér að stilla eldmóðinn svo ég geti gefið hann áfram. Líkaminn minn stoppaði mig af. Hann öskraði með sínu tungumáli. En það er oft tilfellið í bruna. Að eitthvað gefi sig. Því við hvort sem hlustum ekki á sálina fyrr en líkaminn stígur inn í. Ég elska hvað líkaminn tjáir sig hreint og beint. Engin meðvirkni þar. Stundum - þá má maður bara gera ekki neitt. Án þess að brjóta sjálfan sig niður. Stundum - þá þarf maður bara tíma til að finna sig eins og konurnar í bíómyndunum. Stundum - þá ekur lífsins bíll í aðra átt og þá þarf bara að sleppa stýrinu. Við eigum bara einn líkama og eina heilsu. Ef að „gera ekki neitt“ gerir það að verkum við náum betri líðan og getum haldið áfram að vera svona yndisleg eins og við erum, þá gerum við það. Brosum - strjúkum kviðinn - elskum friðinn og gerum ekki neitt. Ég get ekki endilega lofað því að þið prumpið glimmeri - en það gæti verið smá glimmer með prumpinu! Hafið yndislega viku, Ykkar SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar