Staðfestu dóm yfir manni sem braut gegn æskuvinkonu Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2019 16:27 Dómur var kveðinn upp í Landsrétt í dag. Vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að hafa nauðgað æskuvinkonu sinni sem gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar i september árið 2014. Konan lagði fram kæru á hendur manninum í febrúar 2017 en við skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hún hafa vaknað upp við það að maðurinn hafi verið að hafa við hana samræði um leggöng aftan frá. Hún hafi risið upp og fært sig frá ákærða. Sökum ölvunar hafi hún strax lognast út af aftur.Ákvað að reyna að „lifa með þessum atburði“ Þegar hún vaknaði um morgunin hafi hún verið aum í kynfærunum en „á þeirri stundu ákveðið að reyna að lifa með þessum atburði.“ Mánuðum síðar áttaði sig hún hins vegar á því hvers eðlis brotin hafi verið og sótti hún sér aðstoð til að glíma við afleiðingarnar af atburðum kvöldsins. Maðurinn neitaði alfarið sök og sagðist hann hafa spurt konuna hvort hann mætti sofa hjá henni og sagði hana hafa samþykkt það. Þau hafi því háttað sig og lagst upp í rúm. Er hann tók utan um konuna sagðist hann hafa fundið fyrir kynferðislegri spennu á milli þeirra. Eftir það hafi þau afklæðst og haft samfarir. Sagði hann að þau hafi bæði verið í sambandi á þessum tíma og liðið illa eftir atburði næturinnar. Skildist honum á konunni að þau ættu að gleyma atvikinu og láta eins og ekkert hafi í skorist. Þegar konan sagði honum svo frá því hvernig hún teldi að hann hafi brotið á henni hafi hann fengið áfall og til þess að láta henni líða betur hafi hann tjáð henni og vinum þeirra að hann hefði brotið gegn henni umrætt kvöld. Ákvað hún þó að hitta manninn og segja honum frá því hvernig hann hefði brotið af sér. Sagði hún við skýrslutöku að hann hefði viðurkennt fyrir henni að hafa brotið gegn henni. Það sama á að hann að hafa viðurkennt fyrir sameiginlegum vinum þeirra.Framburður hans metinn ótrúverðugur Fyrir dómi komu ýmis vitni sem voru í samskiptum við manninn í september 2016, um það leyti sem fundur mannsins og konunnar átti sér stað. Báru þau vitni um að maðurinn hefði viðurkennt að hafa brotið gegn konunni og sagði eitt vitnið meðal annars að maðurinn hafi verið skýr um það að hann hefði nauðgað konunni, það hafi ekki verið fyrr en maðurinn ræddi við lögfræðing að hann fór að draga framburð sinn til baka. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavík segir að skýringar á því af hverju hann hafi gengist við brotinu þrátt fyrir að telja sig saklausan væru ekki trúverðugar. Honum hafi verið ljóst að hann hafi verið að játa á sig alvarlega sakir, því væri ekki hægt að túlka framburð hans um veigamestu atriði málsins trúverðugan. Framburður konunnar var hins vegar metinn trúverðugur að mati dómsins. Hún hefði alla tíð verið sjálfri sér samkvæm um meginatriði málsins og gefið haldbærar skýringar á því af hverju hún kærði málið ekki strax til lögreglu. Var maðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi auk greiðslu miskabóta, 1,8 milljónir króna, sem og sakarkostnað, 2,5 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að hafa nauðgað æskuvinkonu sinni sem gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar i september árið 2014. Konan lagði fram kæru á hendur manninum í febrúar 2017 en við skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hún hafa vaknað upp við það að maðurinn hafi verið að hafa við hana samræði um leggöng aftan frá. Hún hafi risið upp og fært sig frá ákærða. Sökum ölvunar hafi hún strax lognast út af aftur.Ákvað að reyna að „lifa með þessum atburði“ Þegar hún vaknaði um morgunin hafi hún verið aum í kynfærunum en „á þeirri stundu ákveðið að reyna að lifa með þessum atburði.“ Mánuðum síðar áttaði sig hún hins vegar á því hvers eðlis brotin hafi verið og sótti hún sér aðstoð til að glíma við afleiðingarnar af atburðum kvöldsins. Maðurinn neitaði alfarið sök og sagðist hann hafa spurt konuna hvort hann mætti sofa hjá henni og sagði hana hafa samþykkt það. Þau hafi því háttað sig og lagst upp í rúm. Er hann tók utan um konuna sagðist hann hafa fundið fyrir kynferðislegri spennu á milli þeirra. Eftir það hafi þau afklæðst og haft samfarir. Sagði hann að þau hafi bæði verið í sambandi á þessum tíma og liðið illa eftir atburði næturinnar. Skildist honum á konunni að þau ættu að gleyma atvikinu og láta eins og ekkert hafi í skorist. Þegar konan sagði honum svo frá því hvernig hún teldi að hann hafi brotið á henni hafi hann fengið áfall og til þess að láta henni líða betur hafi hann tjáð henni og vinum þeirra að hann hefði brotið gegn henni umrætt kvöld. Ákvað hún þó að hitta manninn og segja honum frá því hvernig hann hefði brotið af sér. Sagði hún við skýrslutöku að hann hefði viðurkennt fyrir henni að hafa brotið gegn henni. Það sama á að hann að hafa viðurkennt fyrir sameiginlegum vinum þeirra.Framburður hans metinn ótrúverðugur Fyrir dómi komu ýmis vitni sem voru í samskiptum við manninn í september 2016, um það leyti sem fundur mannsins og konunnar átti sér stað. Báru þau vitni um að maðurinn hefði viðurkennt að hafa brotið gegn konunni og sagði eitt vitnið meðal annars að maðurinn hafi verið skýr um það að hann hefði nauðgað konunni, það hafi ekki verið fyrr en maðurinn ræddi við lögfræðing að hann fór að draga framburð sinn til baka. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavík segir að skýringar á því af hverju hann hafi gengist við brotinu þrátt fyrir að telja sig saklausan væru ekki trúverðugar. Honum hafi verið ljóst að hann hafi verið að játa á sig alvarlega sakir, því væri ekki hægt að túlka framburð hans um veigamestu atriði málsins trúverðugan. Framburður konunnar var hins vegar metinn trúverðugur að mati dómsins. Hún hefði alla tíð verið sjálfri sér samkvæm um meginatriði málsins og gefið haldbærar skýringar á því af hverju hún kærði málið ekki strax til lögreglu. Var maðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi auk greiðslu miskabóta, 1,8 milljónir króna, sem og sakarkostnað, 2,5 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira