Vonast til að frumvarp um hæfni kennara verði samþykkt í næstu viku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2019 19:30 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki í vikunni frumvarp um menntun og hæfni kennara. Kennurum án réttinda hefur fjölgað verulega á síðustu árum og er frumvarpið liður í aðgerðum til að bæta stöðu kennara. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er boðuð stórsókn í menntamálum. Með því er lögð áhersla á að efla menntun í landinu með hagsmuni nemenda, kennara og þjóðarinnar allra að leiðarljósi. Í sáttmálanum er tekið fram að bregðast þurfi við kennaraskorti í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Markmið frumvarpsins er að tryggja að þeir sem sinni uppeldis-, kennslu-, og stjórnunarstörfum í leik-, grunn- og framhaldsskólum hafi menntun og hæfni í samræmi við störf þeirra og ábyrgð. Með frumvarpinu fá kennarar réttindi á öll skólastig. „Við erum að leggja fram kennarafrumvarpið. Það lítur að því að nú fá kennarar réttindi á öll skólastig að því gefnu að þeir uppfylli ákveðna hæfni. Þetta er til þess fallið að styðja við starfsþróun og auka starfsöryggi. Við sjáum að kennurum án réttinda hefur verið að fjölga verulega, en með þessu frumvarpi mun það breytast. Þetta er framfaramál sem við erum mjög ánægð með. Ég hlakka til að sjá það verða að veruleika,“ sagði Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Verði frumvarpið að lögum opnast sá möguleiki að framhaldsskólakennarar geti kennt á grunnskólastigi, en eins og staðan er núna hafa þeir ekki leyfi til þess. Frumvarpið var unnið í samráði við kennaraforystuna og menntavísindasviði Háskóla Íslands. „Það hefur verið mjög góð vinna. Ég er stolt af því hvernig allir hafa komið að því að styrkja þetta frumvarp og gera það að veruleika. Allsherjar og menntamálanefnd er núna að klára nefndarálit og svo geri ég ráð fyrir því að ég geti komið með það inn í þingið í næstu viku,“ sagði Lilja. Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki í vikunni frumvarp um menntun og hæfni kennara. Kennurum án réttinda hefur fjölgað verulega á síðustu árum og er frumvarpið liður í aðgerðum til að bæta stöðu kennara. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er boðuð stórsókn í menntamálum. Með því er lögð áhersla á að efla menntun í landinu með hagsmuni nemenda, kennara og þjóðarinnar allra að leiðarljósi. Í sáttmálanum er tekið fram að bregðast þurfi við kennaraskorti í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Markmið frumvarpsins er að tryggja að þeir sem sinni uppeldis-, kennslu-, og stjórnunarstörfum í leik-, grunn- og framhaldsskólum hafi menntun og hæfni í samræmi við störf þeirra og ábyrgð. Með frumvarpinu fá kennarar réttindi á öll skólastig. „Við erum að leggja fram kennarafrumvarpið. Það lítur að því að nú fá kennarar réttindi á öll skólastig að því gefnu að þeir uppfylli ákveðna hæfni. Þetta er til þess fallið að styðja við starfsþróun og auka starfsöryggi. Við sjáum að kennurum án réttinda hefur verið að fjölga verulega, en með þessu frumvarpi mun það breytast. Þetta er framfaramál sem við erum mjög ánægð með. Ég hlakka til að sjá það verða að veruleika,“ sagði Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Verði frumvarpið að lögum opnast sá möguleiki að framhaldsskólakennarar geti kennt á grunnskólastigi, en eins og staðan er núna hafa þeir ekki leyfi til þess. Frumvarpið var unnið í samráði við kennaraforystuna og menntavísindasviði Háskóla Íslands. „Það hefur verið mjög góð vinna. Ég er stolt af því hvernig allir hafa komið að því að styrkja þetta frumvarp og gera það að veruleika. Allsherjar og menntamálanefnd er núna að klára nefndarálit og svo geri ég ráð fyrir því að ég geti komið með það inn í þingið í næstu viku,“ sagði Lilja.
Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira