„Áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2019 20:15 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fagnar nýföllnum dómi Landsréttar í máli móður hennar gegn TR og segir að Alþingi þurfi að vanda til verka þegar kemur að lagasetningu. vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. Þá sýni dómurinn glögglega hversu mikið lífeyrisgreiðslur eru skertar en Inga telur að TR muni þurfa að greiða alls fimm milljarða króna til baka til lífeyrisþega miðað við niðurstöðu dómsins. Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu, hafði betur í baráttu við TR í Landsrétti í dag þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur sem dregnar höfðu verið af lífeyri hennar í janúar og febrúar 2017 vegna greiðslu sem hún naut úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði. Byggði krafan á því að í október 2016 hefði Alþingi samþykkt lög um breytingar á lögum um almannatryggingar. Þau mistök voru gerð þegar lögin voru sett að vísað var í rangan staflið í einu ákvæði laganna. Urðu mistökin til þess að lögin fólu í sér að skerðing á almannatryggingagreiðslum vegna lífeyrisgreiðslna var ekki lengur heimil. Engu að síður voru greiðslur skertar næstu tvo mánuði, lögunum í framhaldinu breytt og látin gilda afturvirkt fyrir umrædda mánuði. Landsréttur, ólíkt Héraðsdómi Reykjavíkur, komst að þeirri niðurstöðu að ekki mætti skerða greiðslurnar með „afturvirkri og íþyngjandi“ löggjöf. Inga segir að það aukaatriði hvaða máli þetta skiptir móður hennar peningalega séð. Ekki sé um háar upphæðir að ræða og það sem skipti öllu mál sé að finna hvernig Landsréttur er að virka. „Hvernig hann er að tryggja betur réttaröryggi borgaranna, hvernig hann verndar mannréttindi okkar, persónu og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og hvernig Landsréttur hafnar algjörlega afturvirkum íþyngjandi löggjöf eins og löggjafinn var að reyna að koma að í þessu efni,“ sagði Inga Sæland í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöld sem spurði hana hvort þetta væri áfellisdómur yfir því hvernig lög eru sett á þingi. „Já, þetta er áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum,“ sagði Inga og sagði það lágmark að geta ætlast til þess af löggjafanum að hann vandaði til verka. „Þetta sýnir líka glögglega hversu miklar skerðingar eru á fólkinu okkar sem er skert í almannatryggingakerfinu. Þetta eru fimm milljarðar króna fyrir þessa tvo mánuði janúar og febrúar 2017. Þetta er tímamótasigur, algjörlega, og alveg fordæmalaus,“ sagði Inga Sæland. Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. Þá sýni dómurinn glögglega hversu mikið lífeyrisgreiðslur eru skertar en Inga telur að TR muni þurfa að greiða alls fimm milljarða króna til baka til lífeyrisþega miðað við niðurstöðu dómsins. Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu, hafði betur í baráttu við TR í Landsrétti í dag þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur sem dregnar höfðu verið af lífeyri hennar í janúar og febrúar 2017 vegna greiðslu sem hún naut úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði. Byggði krafan á því að í október 2016 hefði Alþingi samþykkt lög um breytingar á lögum um almannatryggingar. Þau mistök voru gerð þegar lögin voru sett að vísað var í rangan staflið í einu ákvæði laganna. Urðu mistökin til þess að lögin fólu í sér að skerðing á almannatryggingagreiðslum vegna lífeyrisgreiðslna var ekki lengur heimil. Engu að síður voru greiðslur skertar næstu tvo mánuði, lögunum í framhaldinu breytt og látin gilda afturvirkt fyrir umrædda mánuði. Landsréttur, ólíkt Héraðsdómi Reykjavíkur, komst að þeirri niðurstöðu að ekki mætti skerða greiðslurnar með „afturvirkri og íþyngjandi“ löggjöf. Inga segir að það aukaatriði hvaða máli þetta skiptir móður hennar peningalega séð. Ekki sé um háar upphæðir að ræða og það sem skipti öllu mál sé að finna hvernig Landsréttur er að virka. „Hvernig hann er að tryggja betur réttaröryggi borgaranna, hvernig hann verndar mannréttindi okkar, persónu og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og hvernig Landsréttur hafnar algjörlega afturvirkum íþyngjandi löggjöf eins og löggjafinn var að reyna að koma að í þessu efni,“ sagði Inga Sæland í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöld sem spurði hana hvort þetta væri áfellisdómur yfir því hvernig lög eru sett á þingi. „Já, þetta er áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum,“ sagði Inga og sagði það lágmark að geta ætlast til þess af löggjafanum að hann vandaði til verka. „Þetta sýnir líka glögglega hversu miklar skerðingar eru á fólkinu okkar sem er skert í almannatryggingakerfinu. Þetta eru fimm milljarðar króna fyrir þessa tvo mánuði janúar og febrúar 2017. Þetta er tímamótasigur, algjörlega, og alveg fordæmalaus,“ sagði Inga Sæland.
Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59