Sýndarsiðferði Davíð Þorláksson skrifar 22. maí 2019 07:00 Því er stundum haldið fram að Enron hafi verið með lengstu siðareglur meðal þeirra fyrirtækja sem skráð voru í kauphöll í Bandaríkjunum. Það er kannski flökkusaga en ljóst er að þessar 64 síður komu ekki í veg fyrir að ósiðleg og ólögleg háttsemi stjórnenda yrði fyrirtækinu að falli. Það er nefnilega þannig að margar og íþyngjandi reglur og flókið fyrirkomulag tryggir ekki endilega bestu hegðunina. Það verður algengara að ýmsir hópar setji sér siðareglur og setji á fót siðanefndir. Ef slík viðleitni er sjálfsprottin og gerð í góðri sátt meðal þeirra sem þurfa að fara eftir þeim er það hið besta mál. Það er þó sérstakt þegar fólk er að krefjast þess að siðareglur og siðanefndir séu settar yfir aðra en þá sjálfa. Það er nánast látið að því liggja að það eitt og sér að vera ekki með siðareglur og siðanefndir sé í eðli sínu siðlaust. Það skaut skökku við þegar ákveðið var að setja siðareglur fyrir þingmenn. Samkvæmt stjórnarskránni eru þeir þjóðkjörnir og aðeins bundnir af sannfæringu sinni. Það getur því enginn annar fellt dóma um störf þeirra en kjósendur þeirra. Það á ekki að þurfa siðareglur til að banna fólki til dæmis að áreita annað fólk, draga sér fé eða saka fólk að ósekju um refsiverða háttsemi. Öll sú háttsemi er ólögleg. Gott siðferði er eitt af því sem tryggir að samfélag okkar virki vel. En það er spurning hvort siðareglur og siðanefndir séu alltaf besta leiðin til að tryggja það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Því er stundum haldið fram að Enron hafi verið með lengstu siðareglur meðal þeirra fyrirtækja sem skráð voru í kauphöll í Bandaríkjunum. Það er kannski flökkusaga en ljóst er að þessar 64 síður komu ekki í veg fyrir að ósiðleg og ólögleg háttsemi stjórnenda yrði fyrirtækinu að falli. Það er nefnilega þannig að margar og íþyngjandi reglur og flókið fyrirkomulag tryggir ekki endilega bestu hegðunina. Það verður algengara að ýmsir hópar setji sér siðareglur og setji á fót siðanefndir. Ef slík viðleitni er sjálfsprottin og gerð í góðri sátt meðal þeirra sem þurfa að fara eftir þeim er það hið besta mál. Það er þó sérstakt þegar fólk er að krefjast þess að siðareglur og siðanefndir séu settar yfir aðra en þá sjálfa. Það er nánast látið að því liggja að það eitt og sér að vera ekki með siðareglur og siðanefndir sé í eðli sínu siðlaust. Það skaut skökku við þegar ákveðið var að setja siðareglur fyrir þingmenn. Samkvæmt stjórnarskránni eru þeir þjóðkjörnir og aðeins bundnir af sannfæringu sinni. Það getur því enginn annar fellt dóma um störf þeirra en kjósendur þeirra. Það á ekki að þurfa siðareglur til að banna fólki til dæmis að áreita annað fólk, draga sér fé eða saka fólk að ósekju um refsiverða háttsemi. Öll sú háttsemi er ólögleg. Gott siðferði er eitt af því sem tryggir að samfélag okkar virki vel. En það er spurning hvort siðareglur og siðanefndir séu alltaf besta leiðin til að tryggja það.