Mannfall í óeirðum eftir kosningarnar í Indónesíu Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2019 12:07 Mótmæli og óeirðir brutust út í Jakarta eftir að tilkynnt var um endanleg úrslit forsetakosninganna. Vísir/EPA Sex manns féllu í átökum lögreglu og mótmælenda í Jakarta, höfuðborg Indónesíu í nótt. Óeirðir brutust út eftir að yfirkjörstjórn landsins staðfesti að Joko Widodo forseti hefði tryggt sér endurkjör í kosningum sem fóru fram í síðasta mánuði. Mannfjöldi kom saman í Jakarta til mótmæla. Reuters-fréttastofan segir að sumir í hópnum hafi verið vopnaðir staurum og hafi borið tannkrem á sig í kringum augum til að verjast áhrifum táragass. Mótmælin hafi í fyrstu verið friðsamleg en hiti hafi færst í leikinn þegar rökkvaði. Lögreglumenn hafi meðal annars skotið táragasi á mótmælendur. Auk þeirra sex sem létust særðust tvö hundruð manns til viðbótar, að sögn Anies Baswedan, ríkisstjóra Jakarta. Widodo forseti hefur boðað harðar aðgerðir gegn hvatamönnum óeirðanna. Lögreglan hefur handtekið um hundrað manns sem grunaðir eru um að hafa hleypt mótmælunum upp. Yfirvöld halda því fram að reiðufé hafi fundist á mótmælendum og gefa þau í skyn að þeim hafi verið greitt fyrir að mótmæla. Prabowo Subiatno, mótframbjóðandi Widodo og fyrrverandi hershöfðingi, hefur neitað að viðurkenna ósigur þrátt fyrir úrskurð yfirkjörstjórnarinnar. Hann hefur hvatt til friðsamlegra mótmæla en sjálfur ætlar að hann skjóta úrslitum kosninganna til stjórnlagadómstóls Indónesíu. Yfirkjörstjórn segir að Widodo hafi hlotið 55,5% atkvæða gegn 44,5% Prawobo. Sá síðarnefndi fullyrðir að meiriháttar kosningasvik og óregla hafi einkennt kosningarnar. Prawobo bauð sig einnig fram til forseta árið 2014 gegn Widodo og kærði úrslitin einnig til dómstóla þá. Kosningaeftirlitsmenn hafa sagt að kosningarnar 17. apríl hafi verið frjálsar og sanngjarnar. Kosningarnar í Indónesíu eru afar umfangsmiklar og reyndu þeir verulega á starfsmenn kjörstjórnar. Talið er að á þriðja hundrað þeirra hafi látið lífið vegna ofreynslu í kringum þær. Indónesía Tengdar fréttir Á þriðja hundrað látin við talningu atkvæða Mikið álag er á starfsfólki kjörstjórnar í allsherjarkosningum í Indónesíu. 28. apríl 2019 15:25 Kosningastarfsfólk deyr í hundraðatali Rúmlega 270 starfsmenn indónesísku þing- og forsetakosninganna hafa látist úr ofreynslutengdum sjúkdómum. 29. apríl 2019 06:00 Vilja færa höfuðborgina frá Djakarta Áætlanir eru uppi um að færa höfuðborg Indónesíu frá Djakarta. Þetta er haft eftir ráðherra skipulagsmála sem segir að verðandi forseti landsins, Joko Widodo, hafi tekið þessa mikilvægu ákvörðun. 30. apríl 2019 08:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira
Sex manns féllu í átökum lögreglu og mótmælenda í Jakarta, höfuðborg Indónesíu í nótt. Óeirðir brutust út eftir að yfirkjörstjórn landsins staðfesti að Joko Widodo forseti hefði tryggt sér endurkjör í kosningum sem fóru fram í síðasta mánuði. Mannfjöldi kom saman í Jakarta til mótmæla. Reuters-fréttastofan segir að sumir í hópnum hafi verið vopnaðir staurum og hafi borið tannkrem á sig í kringum augum til að verjast áhrifum táragass. Mótmælin hafi í fyrstu verið friðsamleg en hiti hafi færst í leikinn þegar rökkvaði. Lögreglumenn hafi meðal annars skotið táragasi á mótmælendur. Auk þeirra sex sem létust særðust tvö hundruð manns til viðbótar, að sögn Anies Baswedan, ríkisstjóra Jakarta. Widodo forseti hefur boðað harðar aðgerðir gegn hvatamönnum óeirðanna. Lögreglan hefur handtekið um hundrað manns sem grunaðir eru um að hafa hleypt mótmælunum upp. Yfirvöld halda því fram að reiðufé hafi fundist á mótmælendum og gefa þau í skyn að þeim hafi verið greitt fyrir að mótmæla. Prabowo Subiatno, mótframbjóðandi Widodo og fyrrverandi hershöfðingi, hefur neitað að viðurkenna ósigur þrátt fyrir úrskurð yfirkjörstjórnarinnar. Hann hefur hvatt til friðsamlegra mótmæla en sjálfur ætlar að hann skjóta úrslitum kosninganna til stjórnlagadómstóls Indónesíu. Yfirkjörstjórn segir að Widodo hafi hlotið 55,5% atkvæða gegn 44,5% Prawobo. Sá síðarnefndi fullyrðir að meiriháttar kosningasvik og óregla hafi einkennt kosningarnar. Prawobo bauð sig einnig fram til forseta árið 2014 gegn Widodo og kærði úrslitin einnig til dómstóla þá. Kosningaeftirlitsmenn hafa sagt að kosningarnar 17. apríl hafi verið frjálsar og sanngjarnar. Kosningarnar í Indónesíu eru afar umfangsmiklar og reyndu þeir verulega á starfsmenn kjörstjórnar. Talið er að á þriðja hundrað þeirra hafi látið lífið vegna ofreynslu í kringum þær.
Indónesía Tengdar fréttir Á þriðja hundrað látin við talningu atkvæða Mikið álag er á starfsfólki kjörstjórnar í allsherjarkosningum í Indónesíu. 28. apríl 2019 15:25 Kosningastarfsfólk deyr í hundraðatali Rúmlega 270 starfsmenn indónesísku þing- og forsetakosninganna hafa látist úr ofreynslutengdum sjúkdómum. 29. apríl 2019 06:00 Vilja færa höfuðborgina frá Djakarta Áætlanir eru uppi um að færa höfuðborg Indónesíu frá Djakarta. Þetta er haft eftir ráðherra skipulagsmála sem segir að verðandi forseti landsins, Joko Widodo, hafi tekið þessa mikilvægu ákvörðun. 30. apríl 2019 08:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira
Á þriðja hundrað látin við talningu atkvæða Mikið álag er á starfsfólki kjörstjórnar í allsherjarkosningum í Indónesíu. 28. apríl 2019 15:25
Kosningastarfsfólk deyr í hundraðatali Rúmlega 270 starfsmenn indónesísku þing- og forsetakosninganna hafa látist úr ofreynslutengdum sjúkdómum. 29. apríl 2019 06:00
Vilja færa höfuðborgina frá Djakarta Áætlanir eru uppi um að færa höfuðborg Indónesíu frá Djakarta. Þetta er haft eftir ráðherra skipulagsmála sem segir að verðandi forseti landsins, Joko Widodo, hafi tekið þessa mikilvægu ákvörðun. 30. apríl 2019 08:00