Flugfélagið þvertekur fyrir hefndaraðgerðir gegn Hatara Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2019 08:30 El Al vill ekki kannast við það að Höturum hafi verið raðað í léleg sæti á heimleiðinni frá Ísrael. Epa/ABIR SULTAN Ísraelska flugfélagið El Al, sem flaug íslenska Eurovisionhópnum frá Tel Aviv til Lundúna, segir það ekki hafa verið meðvitaða ákvörðun að láta Hatara fá „verstu sætin“ í flugvélinni. Flugfélagið virði farþega sína, burtséð frá pólitískum skoðunum þeirra. Fréttaflutningur sem gefi annað í skyn sér rangur og eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Skjáskot af meintum hefndaraðgerðum starfsmanna flugfélagsins gegn Hatara, eftir að þeir drógu upp Palestínufána í Euoruvision, hafa vakið töluverða athygli og var haft eftir fararstjóra íslenska hópsins í gær að hann íhugi að kvarta formlega yfir hegðun starfsmannanna. Vísir sendi El Al ítarlega fyrirspurn um málið, með hlekkjum á umfjallanir um málið í ísraelskum miðlum og umrædd skjáskot sem virðast sýna óvild og aðgerðir flugfélagsstarfsmanna í garð Hatara. Meðal spurninga sem voru bornar undir flugfélagið var hvort það stangist ekki á við reglur um flugöryggi og persónuvernd að deila upplýsingum um flugfarþega á netinu. Svarið sem barst frá flugfélaginu í morgun var hins vegar stutt:„El Al ber virðingu fyrir öllum farþegum sínum, burtséð frá pólitískum skoðunum þeirra. Því sem haldið hefur verið fram er rangt og á sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Þrátt fyrir að skautað hafi verið framhjá flestum þeirra spurninga sem Vísir sendi er svar El Al nokkurn veginn í samræmi við annað sem flugfélagið hefur látið frá sér um málið. Þannig var haft eftir starfsmanni El Al á vef ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar Reshet 13 að skjáskotin væru tekin úr samhengi.Sjá einnig: Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Þetta hafi einfaldlega verið góðlátlegt grín sem var birt á lokuðu Facebook-svæði fyrir starfsmenn flugfélagsins. Þar að auki hafi Hatarafólki ekki verið stíað í sundur, þvert á móti hafi þau setið í röð. Spurningar Vísis til El Al, í íslenskri þýðingu, má sjá hér að neðan:Eru fréttirnar sem vísað er til réttar? Úthlutuðu starfsmenn flugfélagsins, að yfirlögðu ráði, íslensku sendinefndinni „lélegum sætum“?Ef við skiljum þetta rétt var færslunum deilt inn í lokaðan Facebook-hóp fyrir starfsmenn flugfélagsins. Er það rétt? Stangast það ekki á við reglur um flugöryggi og persónuvernd að deila upplýsingum um farþega? Hvaða augum lítur flugfélagið slík brot?Mun El Al gera einhverjar ráðstafanir eftir uppákomuna? Verða umræddir starfsmenn ávíttir?Er hefð fyrir því hjá flugfélaginu að útdeila lélegum sætum til þeirra sem taldir eru vera „óvinveittir Ísraelsríki“?Á öðrum nótum: Fylgdust þið með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva? Hver er afstaða flugfélagsins til uppátækis Hatara (að sýna Palestínufánann)?Eftir fall íslenska lággjaldaflugfélagsins WOW air flýgur ekkert flugfélag beint á milli Ísraels og Íslands. Hefur El Al í hyggju að grípa tækifærið og fylla upp í þetta tómarúm? Eurovision Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íhuga að kvarta vegna framkomu flugfélagsins við Hatara Íslenska Eurovision-sendinefndin íhugar nú næstu skref eftir framgöngu flugvallarstarfsmanna í Tel Aviv. 21. maí 2019 10:40 Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
Ísraelska flugfélagið El Al, sem flaug íslenska Eurovisionhópnum frá Tel Aviv til Lundúna, segir það ekki hafa verið meðvitaða ákvörðun að láta Hatara fá „verstu sætin“ í flugvélinni. Flugfélagið virði farþega sína, burtséð frá pólitískum skoðunum þeirra. Fréttaflutningur sem gefi annað í skyn sér rangur og eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Skjáskot af meintum hefndaraðgerðum starfsmanna flugfélagsins gegn Hatara, eftir að þeir drógu upp Palestínufána í Euoruvision, hafa vakið töluverða athygli og var haft eftir fararstjóra íslenska hópsins í gær að hann íhugi að kvarta formlega yfir hegðun starfsmannanna. Vísir sendi El Al ítarlega fyrirspurn um málið, með hlekkjum á umfjallanir um málið í ísraelskum miðlum og umrædd skjáskot sem virðast sýna óvild og aðgerðir flugfélagsstarfsmanna í garð Hatara. Meðal spurninga sem voru bornar undir flugfélagið var hvort það stangist ekki á við reglur um flugöryggi og persónuvernd að deila upplýsingum um flugfarþega á netinu. Svarið sem barst frá flugfélaginu í morgun var hins vegar stutt:„El Al ber virðingu fyrir öllum farþegum sínum, burtséð frá pólitískum skoðunum þeirra. Því sem haldið hefur verið fram er rangt og á sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Þrátt fyrir að skautað hafi verið framhjá flestum þeirra spurninga sem Vísir sendi er svar El Al nokkurn veginn í samræmi við annað sem flugfélagið hefur látið frá sér um málið. Þannig var haft eftir starfsmanni El Al á vef ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar Reshet 13 að skjáskotin væru tekin úr samhengi.Sjá einnig: Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Þetta hafi einfaldlega verið góðlátlegt grín sem var birt á lokuðu Facebook-svæði fyrir starfsmenn flugfélagsins. Þar að auki hafi Hatarafólki ekki verið stíað í sundur, þvert á móti hafi þau setið í röð. Spurningar Vísis til El Al, í íslenskri þýðingu, má sjá hér að neðan:Eru fréttirnar sem vísað er til réttar? Úthlutuðu starfsmenn flugfélagsins, að yfirlögðu ráði, íslensku sendinefndinni „lélegum sætum“?Ef við skiljum þetta rétt var færslunum deilt inn í lokaðan Facebook-hóp fyrir starfsmenn flugfélagsins. Er það rétt? Stangast það ekki á við reglur um flugöryggi og persónuvernd að deila upplýsingum um farþega? Hvaða augum lítur flugfélagið slík brot?Mun El Al gera einhverjar ráðstafanir eftir uppákomuna? Verða umræddir starfsmenn ávíttir?Er hefð fyrir því hjá flugfélaginu að útdeila lélegum sætum til þeirra sem taldir eru vera „óvinveittir Ísraelsríki“?Á öðrum nótum: Fylgdust þið með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva? Hver er afstaða flugfélagsins til uppátækis Hatara (að sýna Palestínufánann)?Eftir fall íslenska lággjaldaflugfélagsins WOW air flýgur ekkert flugfélag beint á milli Ísraels og Íslands. Hefur El Al í hyggju að grípa tækifærið og fylla upp í þetta tómarúm?
Eurovision Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íhuga að kvarta vegna framkomu flugfélagsins við Hatara Íslenska Eurovision-sendinefndin íhugar nú næstu skref eftir framgöngu flugvallarstarfsmanna í Tel Aviv. 21. maí 2019 10:40 Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
Íhuga að kvarta vegna framkomu flugfélagsins við Hatara Íslenska Eurovision-sendinefndin íhugar nú næstu skref eftir framgöngu flugvallarstarfsmanna í Tel Aviv. 21. maí 2019 10:40
Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent