Vinnuskúrar eru enn til trafala á Reyðarfirði Sveinn Arnarsson skrifar 25. maí 2019 07:15 Samkomuhús er meðal bygginga sem nú eru auglýstar á vinnubudir.com Alcoa Fjarðaál vinnur nú að því að reyna að selja vinnuskúra sem enn eru á framkvæmdasvæði fyrirtækisins á Reyðarfirði, tólf árum eftir að álverið hóf framleiðslu. Upplýsingafulltrúi Fjarðaáls segir þetta hafa tekið of langan tíma en að nú sé unnið að því að selja eignirnar og skila svæðinu til sveitarfélagsins samkvæmt samningum. Það er INNI fasteignasala sem sér um að selja þau 20 hús sem eftir eru á svæðinu. Vinnubúðirnar voru reistar í tengslum við byggingu álversins á Reyðarfirði. Gerður var samningur við sveitarfélagið og hefur álverið stöðuleyfi fyrir byggingunum enn þann dag í dag. Ástand eininganna er misgott samkvæmt fasteignasölunni. Er hægt að kaupa bæði heilar lengjur sem og hluta úr hverri lengju fyrir sig. Kaupendur þurfa að koma húsunum í burtu þar sem þetta er liður álversins í að gera lóðina hæfa til afhendingar aftur til sveitarfélagsins. „Þetta hefur tekið lengri tíma en við áætluðum í upphafi. Nú vinnum við hins vegar eftir því skipulagi að hreinsa lóðina og skila henni til sveitarfélagsins,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa. „Sala þessara eigna er liður í þessu ferli okkar. Það er keppikefli okkar hjá Alcoa Fjarðaáli að virða þá samninga sem við eigum við bæinn og munum kappkosta að skila lóðinni í góðu ásigkomulagi.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af fasteignasölunni fengust þau svör að nokkrir verktakar hefðu haft samband og lýst áhuga á að kaupa hluta af þeim byggingum sem stæðu til boða á Reyðarfirði. Eignirnar hafa staðið óupphitaðar í langan tíma og því ekki vitað um ástand þeirra. Kauptilboðum skal skila á næstu dögum og ef tilboð verða samþykkt verða eignirnar að vera farnar fyrir 1. ágúst. Dagmar Ýr segir tilgang Alcoa ekki vera að hagnast á sölunni heldur aðeins að koma húsum í burt af svæðinu til að gera það klárt til afhendingar. Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Umhverfismál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot Sjá meira
Alcoa Fjarðaál vinnur nú að því að reyna að selja vinnuskúra sem enn eru á framkvæmdasvæði fyrirtækisins á Reyðarfirði, tólf árum eftir að álverið hóf framleiðslu. Upplýsingafulltrúi Fjarðaáls segir þetta hafa tekið of langan tíma en að nú sé unnið að því að selja eignirnar og skila svæðinu til sveitarfélagsins samkvæmt samningum. Það er INNI fasteignasala sem sér um að selja þau 20 hús sem eftir eru á svæðinu. Vinnubúðirnar voru reistar í tengslum við byggingu álversins á Reyðarfirði. Gerður var samningur við sveitarfélagið og hefur álverið stöðuleyfi fyrir byggingunum enn þann dag í dag. Ástand eininganna er misgott samkvæmt fasteignasölunni. Er hægt að kaupa bæði heilar lengjur sem og hluta úr hverri lengju fyrir sig. Kaupendur þurfa að koma húsunum í burtu þar sem þetta er liður álversins í að gera lóðina hæfa til afhendingar aftur til sveitarfélagsins. „Þetta hefur tekið lengri tíma en við áætluðum í upphafi. Nú vinnum við hins vegar eftir því skipulagi að hreinsa lóðina og skila henni til sveitarfélagsins,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa. „Sala þessara eigna er liður í þessu ferli okkar. Það er keppikefli okkar hjá Alcoa Fjarðaáli að virða þá samninga sem við eigum við bæinn og munum kappkosta að skila lóðinni í góðu ásigkomulagi.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af fasteignasölunni fengust þau svör að nokkrir verktakar hefðu haft samband og lýst áhuga á að kaupa hluta af þeim byggingum sem stæðu til boða á Reyðarfirði. Eignirnar hafa staðið óupphitaðar í langan tíma og því ekki vitað um ástand þeirra. Kauptilboðum skal skila á næstu dögum og ef tilboð verða samþykkt verða eignirnar að vera farnar fyrir 1. ágúst. Dagmar Ýr segir tilgang Alcoa ekki vera að hagnast á sölunni heldur aðeins að koma húsum í burt af svæðinu til að gera það klárt til afhendingar.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Umhverfismál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot Sjá meira