Skúta sem fór á hliðina í Hvalfirði reyndist dauða hrefnan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2019 15:15 Myndina tók Sverrir í Hvalfirði í gær af dauðu hrefnunni en Landhelgisgæslan var kölluð út þar sem talið var að hrefnan væri skúta sem farið hefði á hliðina í firðinum. sverrir tryggvason Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours, segist fyrst hafa séð dauða hrefnu, sem rak á land við Eiðsgranda í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag, úti á Faxaflóa. „Þar sem hún lá bara með belginn upp. Þá teljum við að hún hafi verið tiltölulega nýdauð og svo höfum við verið að rekast á hana um helgina. Í gær fór ég svo aftur að sigla og þegar við vorum á leiðinni í land heyri ég að Gæslan er að kalla. Þeir höfðu þá fengið símtal um að skúta hefði farið á hliðina í Hvalfirði svo við tökum strauið þangað eins hratt og við getum en þá var það þessi sami hvalur, búinn að blása út,“ segir Sverrir í samtali við Vísi. Hann segir að dýrið hafi litið út eins og skúta svona útblásið. „Andlitið á henni þanið leit út eins og skrokkur á bát og svo leit skrokkurinn á hvalnum út eins og seglin. Þannig að það var alveg eðlilegt að fólk héldi að þetta liti út eins og skúta. Þyrlan var kölluð út líka þannig að þetta var orðin svolítil aðgerð í gær“ segir Sverrir.Hér sést hrefnan í flæðarmálinu við Granda í dag.vísir/vilhelmEins og sést á myndum sem birst hafa frá vettvangi í dag er hrefnan alveg útþanin. Sverrir segir að það sé efri hluti höfuðsins sem blási svona út vegna þess að matur sé að öllum líkindum að rotna. Hræið fyllist þannig af gasi en Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur, sem fréttastofa ræddi við í dag segir að líffærið sem þenjist svona út sé líklega tungan. Sverrir, skipstjóri hjá Special Tours, segir að það geti verið mikill viðbjóður ef belgurinn springur. „Ég ætla ekki að segja að það sé hætta nema þú sért mikið nær því við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið af fæði eða hvað er inni í belgnum. Það kemur ekki í ljós fyrr en hann springur. Ég hef séð svona hval springa og það er ekki fallegt,“ segir Sverrir. Samkvæmt verklagsreglum MAST um það hvernig bregðast skal við hvalreka tekur Umhverfisstofnun ákvörðun um hvernig staðið skal að förgun dýrsins.Ekki er ljóst hvenær dýrið dó en Sverrir, skipstjóri hjá Special Tours, segist telja að hrefnan hafi verið tiltölulega nýdauð þegar hann sá hana á laugardag úti á Faxaflóa.vísir/vilhelm Dýr Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Reykjavík Tengdar fréttir Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours, segist fyrst hafa séð dauða hrefnu, sem rak á land við Eiðsgranda í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag, úti á Faxaflóa. „Þar sem hún lá bara með belginn upp. Þá teljum við að hún hafi verið tiltölulega nýdauð og svo höfum við verið að rekast á hana um helgina. Í gær fór ég svo aftur að sigla og þegar við vorum á leiðinni í land heyri ég að Gæslan er að kalla. Þeir höfðu þá fengið símtal um að skúta hefði farið á hliðina í Hvalfirði svo við tökum strauið þangað eins hratt og við getum en þá var það þessi sami hvalur, búinn að blása út,“ segir Sverrir í samtali við Vísi. Hann segir að dýrið hafi litið út eins og skúta svona útblásið. „Andlitið á henni þanið leit út eins og skrokkur á bát og svo leit skrokkurinn á hvalnum út eins og seglin. Þannig að það var alveg eðlilegt að fólk héldi að þetta liti út eins og skúta. Þyrlan var kölluð út líka þannig að þetta var orðin svolítil aðgerð í gær“ segir Sverrir.Hér sést hrefnan í flæðarmálinu við Granda í dag.vísir/vilhelmEins og sést á myndum sem birst hafa frá vettvangi í dag er hrefnan alveg útþanin. Sverrir segir að það sé efri hluti höfuðsins sem blási svona út vegna þess að matur sé að öllum líkindum að rotna. Hræið fyllist þannig af gasi en Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur, sem fréttastofa ræddi við í dag segir að líffærið sem þenjist svona út sé líklega tungan. Sverrir, skipstjóri hjá Special Tours, segir að það geti verið mikill viðbjóður ef belgurinn springur. „Ég ætla ekki að segja að það sé hætta nema þú sért mikið nær því við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið af fæði eða hvað er inni í belgnum. Það kemur ekki í ljós fyrr en hann springur. Ég hef séð svona hval springa og það er ekki fallegt,“ segir Sverrir. Samkvæmt verklagsreglum MAST um það hvernig bregðast skal við hvalreka tekur Umhverfisstofnun ákvörðun um hvernig staðið skal að förgun dýrsins.Ekki er ljóst hvenær dýrið dó en Sverrir, skipstjóri hjá Special Tours, segist telja að hrefnan hafi verið tiltölulega nýdauð þegar hann sá hana á laugardag úti á Faxaflóa.vísir/vilhelm
Dýr Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Reykjavík Tengdar fréttir Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48